Framtíð Kolaportsins 8. september 2007 00:01 Allt of fáir borgarbúar hafa frétt af þeim áhyggjum sem rekstraraðilar Kolaportsins hafa af framtíð starfseminnar. Ástæðan er tillaga að viðbyggingu við Tollhúsið, Tryggvagötu 19, sem gerir ráð fyrir að efri hæðir hússins og ný viðbygging verði innréttaðar sem bílastæði. Þetta þýðir að tveir inngangar Kolaportsins hverfa, fimmtungur gólfflatarins einnig og lofthæð aðalsölurýmisins lækkar um helming. Þá er ógetið að vegna framkvæmdanna þyrfti Kolaportið að vera lokað í um 18 mánuði. Sjálfsagt geta margir sett sig í spor starfsfólks í bílastæðavanda. Fáir vinnustaðir búa þó að því að hinum megin götunnar sé verið að steypa stærsta bílakjallara landsins með 1.600 stæðum, neðanjarðar. Viðbyggingu við Tollhúsið væri líka án efa betur varið til að koma þar fyrir höfuðstöðvum fyrirtækja eða miðborgartengdri starfsemi, og þá í sátt við Kolaportið. Í raun má velta því fyrir sér hvort aðrir fasteignaeigendur en ríkissjóður væru líklegir til að fá þá hugmynd að nýta byggingarmöguleika á þessum eftirsóttasta stað landsins undir bílastæði ofanjarðar. Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, fimm stjörnu hótel á hafnarbakkanum og Tónlistarhúsið sjálft munu í það minnsta rísa á næstu lóðum, án nokkurs einasta bílastæðis ofanjarðar. Framtíð Kolaportsins snýst þó ekki aðeins um fasteignarekstur eða skipulagsmál. Kolaportið er iðandi mannlífsvettvangur sem er ómissandi vídd í miðborgarlífinu og borgarlífinu yfir höfuð. Kolaportið er kjörlendi þjóðlegra matgæðinga, uppáhaldsverslun hinna fundvísu og einfaldlega skemmtilegur staður til að sýna sig og sjá aðra. Ýmsar skemmtilegustu og litríkustu borgir heimsins státa af ómissandi mörkuðum í verslunarhverfum eða úthverfum. Í Reykjavík á Kolaportið hins vegar hvergi heima nema í miðborginni. Ekki síst nú þegar við erum að byggja upp fleiri og stærri glæsibyggingar á hafnarsvæðinu en nokkurn tímann fyrr. Kolaportið er nauðsynleg vídd í miðborg sem á að vera fyrir alla. Lúxusvæðum ekki alla hluti. Tryggjum framtíð Kolaportsins. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Allt of fáir borgarbúar hafa frétt af þeim áhyggjum sem rekstraraðilar Kolaportsins hafa af framtíð starfseminnar. Ástæðan er tillaga að viðbyggingu við Tollhúsið, Tryggvagötu 19, sem gerir ráð fyrir að efri hæðir hússins og ný viðbygging verði innréttaðar sem bílastæði. Þetta þýðir að tveir inngangar Kolaportsins hverfa, fimmtungur gólfflatarins einnig og lofthæð aðalsölurýmisins lækkar um helming. Þá er ógetið að vegna framkvæmdanna þyrfti Kolaportið að vera lokað í um 18 mánuði. Sjálfsagt geta margir sett sig í spor starfsfólks í bílastæðavanda. Fáir vinnustaðir búa þó að því að hinum megin götunnar sé verið að steypa stærsta bílakjallara landsins með 1.600 stæðum, neðanjarðar. Viðbyggingu við Tollhúsið væri líka án efa betur varið til að koma þar fyrir höfuðstöðvum fyrirtækja eða miðborgartengdri starfsemi, og þá í sátt við Kolaportið. Í raun má velta því fyrir sér hvort aðrir fasteignaeigendur en ríkissjóður væru líklegir til að fá þá hugmynd að nýta byggingarmöguleika á þessum eftirsóttasta stað landsins undir bílastæði ofanjarðar. Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, fimm stjörnu hótel á hafnarbakkanum og Tónlistarhúsið sjálft munu í það minnsta rísa á næstu lóðum, án nokkurs einasta bílastæðis ofanjarðar. Framtíð Kolaportsins snýst þó ekki aðeins um fasteignarekstur eða skipulagsmál. Kolaportið er iðandi mannlífsvettvangur sem er ómissandi vídd í miðborgarlífinu og borgarlífinu yfir höfuð. Kolaportið er kjörlendi þjóðlegra matgæðinga, uppáhaldsverslun hinna fundvísu og einfaldlega skemmtilegur staður til að sýna sig og sjá aðra. Ýmsar skemmtilegustu og litríkustu borgir heimsins státa af ómissandi mörkuðum í verslunarhverfum eða úthverfum. Í Reykjavík á Kolaportið hins vegar hvergi heima nema í miðborginni. Ekki síst nú þegar við erum að byggja upp fleiri og stærri glæsibyggingar á hafnarsvæðinu en nokkurn tímann fyrr. Kolaportið er nauðsynleg vídd í miðborg sem á að vera fyrir alla. Lúxusvæðum ekki alla hluti. Tryggjum framtíð Kolaportsins. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun