Opið hús í Borgarleikhúsinu 1. september 2007 12:00 Guðjón Pedersen verður með trúðslæti á morgun á Opnu húsi Borgarleikhússins. Leikfélag Reykjavíkur er nú að hefja sitt 111. leikár. Af því tilefni verður opið hús í Borgarleikhúsinu á morgun milli 15 og 17. Þar er boðið upp á fjölbreytta dagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Leikhússtjórinn, Guðjón Pedersen, skellir sér í trúðsgervi og rifjar upp gamla takta frá því hann starfaði í götuleikhúsinu Svart og sykurlaust sællar minningar. Það er langt síðan en hann hefur engu gleymt. Honum er ofar í minni að baka vöfflur og það ætlar hann að gera á sunnudag. Það eru ekki einu veitingarnar sem boðið verður upp á: kaffi verður á könnunni og krakkar fá djús. Svo verður tónlist í boði í tvær samfelldar klukkustundir sem Geirfuglarnir flytja og er lagavalið sótt í forna og nýja verkefnaskrá Leikfélagsins. Kynning verður á nýju leikári hjá Borgarleikhúsinu. Leikarar og annað starfsfólk Borgarleikhússins, Íslenska dansflokksins og Sönglistar, sem er skóli fyrir börn og unglinga, kynna dagskrá vetrarins og hægt verður að fylgjast með æfingu á Gosa og æfingu hjá Íslenska dansflokknum. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikfélag Reykjavíkur er nú að hefja sitt 111. leikár. Af því tilefni verður opið hús í Borgarleikhúsinu á morgun milli 15 og 17. Þar er boðið upp á fjölbreytta dagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Leikhússtjórinn, Guðjón Pedersen, skellir sér í trúðsgervi og rifjar upp gamla takta frá því hann starfaði í götuleikhúsinu Svart og sykurlaust sællar minningar. Það er langt síðan en hann hefur engu gleymt. Honum er ofar í minni að baka vöfflur og það ætlar hann að gera á sunnudag. Það eru ekki einu veitingarnar sem boðið verður upp á: kaffi verður á könnunni og krakkar fá djús. Svo verður tónlist í boði í tvær samfelldar klukkustundir sem Geirfuglarnir flytja og er lagavalið sótt í forna og nýja verkefnaskrá Leikfélagsins. Kynning verður á nýju leikári hjá Borgarleikhúsinu. Leikarar og annað starfsfólk Borgarleikhússins, Íslenska dansflokksins og Sönglistar, sem er skóli fyrir börn og unglinga, kynna dagskrá vetrarins og hægt verður að fylgjast með æfingu á Gosa og æfingu hjá Íslenska dansflokknum.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira