Lítilmagninn í mynddiskastríðinu 31. ágúst 2007 18:50 hdvmd spilari Flestir vita af keppni HD DVD og Blu-Ray mynddiskastaðlanna um peninga neytenda, en færri vita af þriðja keppandanum í stríðinu, HD VMD. Fyrirtækið New Medium Enterprises (NME) hefur þróað disk sem notar hefðbundna DVD-tækni en hefur nóg geymslupláss fyrir háskerpuefni eins og er á HD DVD og Blu-Ray diskum. Í stuttu máli virkar tæknin þannig að fleiri lög (e. layers) eru á diskunum en á venjulegum DVD-diskum, og leysirinn er rauður í stað þess bláa sem hinir háskerpudiskarnir nota. Þannig kemst meira fyrir á hverjum diski, en þeir eru ódýrari í framleiðslu. Alexandros Potter, varaforstjóri NME í Bandaríkjunum, segir fyrstu HD VMD spilarana koma á markað á Íslandi í nóvember eða desember, en þeir verða kynntir í Evrópu í næstu viku. Ætlunin sé að selja spilarana á mun lægra verði en aðrir háskerpuspilarar fást á, eða undir tvö hundruð dollurum (12.000 krónum). Algengt verð á Blu-Ray eða HD DVD spilara er um sex hundruð dollarar (38.000 krónur). Til þess að spila háskerpumynd þarf ekki aðeins spilara heldur myndina sjálfa, og flest stærstu kvikmyndafyrirtæki heims hafa samið við aðstandendur HD DVD eða Blu-Ray (eða báða) um dreifingu sinna mynda á þeirra diskum. Alexandros segir að NME semji þess í stað við útgefendur kvikmynda í hverju landi, sem hafi rétt á að dreifa myndum á hvaða formi sem þeir kjósa. „Við höfum hitt fólk frá Senu, Myndformi og Sammyndum varðandi myndir sem þau hafa dreifingarrétt á, og erum við það að semja við Myndform. Okkar markmið er að gera þeim sem hafa keypt flatskjái kleift að nálgast háskerpuefni á viðráðanlegu verði, því hinar lausnirnar eru einfaldlega allt of dýrar,“ segir hann. „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum lítilmagninn í þessu stríði, en ég held að það geti komið sér vel fyrir okkur.“ Tækni Tengdar fréttir Maturinn borinn fram á járnbraut Þýskur maður hefur opnað fyrsta sjálfvirka veitingastað heims í borginni Nürnberg. Á staðnum eru engir þjónar, afgreiðslumenn eða gjaldkerar. Matarpantanir fara allar fram með snertiskjám á borðunum og réttirnir eru bornir fram með hjálp járnbrautar sem liggur frá eldhúsinu á efri hæðinni niður í salinn á neðri hæðinni. 2. september 2007 01:30 Mest lesið Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Sjá meira
Flestir vita af keppni HD DVD og Blu-Ray mynddiskastaðlanna um peninga neytenda, en færri vita af þriðja keppandanum í stríðinu, HD VMD. Fyrirtækið New Medium Enterprises (NME) hefur þróað disk sem notar hefðbundna DVD-tækni en hefur nóg geymslupláss fyrir háskerpuefni eins og er á HD DVD og Blu-Ray diskum. Í stuttu máli virkar tæknin þannig að fleiri lög (e. layers) eru á diskunum en á venjulegum DVD-diskum, og leysirinn er rauður í stað þess bláa sem hinir háskerpudiskarnir nota. Þannig kemst meira fyrir á hverjum diski, en þeir eru ódýrari í framleiðslu. Alexandros Potter, varaforstjóri NME í Bandaríkjunum, segir fyrstu HD VMD spilarana koma á markað á Íslandi í nóvember eða desember, en þeir verða kynntir í Evrópu í næstu viku. Ætlunin sé að selja spilarana á mun lægra verði en aðrir háskerpuspilarar fást á, eða undir tvö hundruð dollurum (12.000 krónum). Algengt verð á Blu-Ray eða HD DVD spilara er um sex hundruð dollarar (38.000 krónur). Til þess að spila háskerpumynd þarf ekki aðeins spilara heldur myndina sjálfa, og flest stærstu kvikmyndafyrirtæki heims hafa samið við aðstandendur HD DVD eða Blu-Ray (eða báða) um dreifingu sinna mynda á þeirra diskum. Alexandros segir að NME semji þess í stað við útgefendur kvikmynda í hverju landi, sem hafi rétt á að dreifa myndum á hvaða formi sem þeir kjósa. „Við höfum hitt fólk frá Senu, Myndformi og Sammyndum varðandi myndir sem þau hafa dreifingarrétt á, og erum við það að semja við Myndform. Okkar markmið er að gera þeim sem hafa keypt flatskjái kleift að nálgast háskerpuefni á viðráðanlegu verði, því hinar lausnirnar eru einfaldlega allt of dýrar,“ segir hann. „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum lítilmagninn í þessu stríði, en ég held að það geti komið sér vel fyrir okkur.“
Tækni Tengdar fréttir Maturinn borinn fram á járnbraut Þýskur maður hefur opnað fyrsta sjálfvirka veitingastað heims í borginni Nürnberg. Á staðnum eru engir þjónar, afgreiðslumenn eða gjaldkerar. Matarpantanir fara allar fram með snertiskjám á borðunum og réttirnir eru bornir fram með hjálp járnbrautar sem liggur frá eldhúsinu á efri hæðinni niður í salinn á neðri hæðinni. 2. september 2007 01:30 Mest lesið Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Sjá meira
Maturinn borinn fram á járnbraut Þýskur maður hefur opnað fyrsta sjálfvirka veitingastað heims í borginni Nürnberg. Á staðnum eru engir þjónar, afgreiðslumenn eða gjaldkerar. Matarpantanir fara allar fram með snertiskjám á borðunum og réttirnir eru bornir fram með hjálp járnbrautar sem liggur frá eldhúsinu á efri hæðinni niður í salinn á neðri hæðinni. 2. september 2007 01:30