Miklar dægursveifur á fjármálamörkuðum 18. ágúst 2007 03:00 Mikill viðsnúningur varð á öllum fjármálamörkuðum í gær eftir að Bandaríski seðlabankinn lækkaði óvænt vexti af lánum, sem hann lánar til lánastofnana, niður í 5,75 prósent eða um hálft prósentustig. Þetta var tilraun bankans til að draga úr þrengingum á lánamörkuðum sem staðið hafa yfir í nær tvo mánuði. „Þessi ákvörðun Seðlabankans var klárlega jákvæð,“ segir Haraldur Yngvi Pétursson, sérfræðingur hjá Kaupþingi. Hlutabréf í Kauphöll Íslands, sem annars staðar, tóku mikið stökk upp á við við tíðindin. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,94 prósent í gær og þarf að fara aftur til 23. febrúar á síðasta ári til að finna meiri dagshækkun. Veltan var mikil, um 26,1 milljarður króna. Markaðurinn náði hins vegar ekki að yfirvinna tap fimmtudagsins þegar markaðsvirði hlutabréfa í Kauphöll féll um 118 milljarða króna. Ávinningur gærdagsins nam níutíu milljörðum. „Það er alveg ljóst að margir voru búnir að finna kauptækifæri en voru að bíða eftir réttu tímasetningunni til að koma inn af krafti á markaðinn. Einhverjir töldu greinilega að þarna væri rétti tímapunkturinn til að koma inn,“ segir Haraldur Yngvi. Hann telur of snemmt að meta það hvort þetta þýði að frekari hækkanir séu í uppsiglingu. Þá styrktist krónan um 0,79 prósent eftir mikinn lækkunarferil að undanförnu. Mest hækkaði hún gagnvart japanska jeninu. Gengisvísitalan endaði í 125,1 stigi en fór lægst niður í 123 stig. Exista leiddi hækkanir gærdagsins, enda hefur félagið fallið mest á undanförnum dögum og vikum. Gengi félagsins hækkaði um fimm prósent. Bréf Bakkavarar, Landsbankans, FL Group og Kaupþings hækkuðu um þrjú prósent eða meira. Nærri 12,6 milljarða króna velta var með bréf Straums-Burðaráss sem hækkaði um 2,9 prósent. Straumur seldi fimm prósent í sjálfum sér fyrir 10,2 milljarða króna. Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Sjá meira
Mikill viðsnúningur varð á öllum fjármálamörkuðum í gær eftir að Bandaríski seðlabankinn lækkaði óvænt vexti af lánum, sem hann lánar til lánastofnana, niður í 5,75 prósent eða um hálft prósentustig. Þetta var tilraun bankans til að draga úr þrengingum á lánamörkuðum sem staðið hafa yfir í nær tvo mánuði. „Þessi ákvörðun Seðlabankans var klárlega jákvæð,“ segir Haraldur Yngvi Pétursson, sérfræðingur hjá Kaupþingi. Hlutabréf í Kauphöll Íslands, sem annars staðar, tóku mikið stökk upp á við við tíðindin. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,94 prósent í gær og þarf að fara aftur til 23. febrúar á síðasta ári til að finna meiri dagshækkun. Veltan var mikil, um 26,1 milljarður króna. Markaðurinn náði hins vegar ekki að yfirvinna tap fimmtudagsins þegar markaðsvirði hlutabréfa í Kauphöll féll um 118 milljarða króna. Ávinningur gærdagsins nam níutíu milljörðum. „Það er alveg ljóst að margir voru búnir að finna kauptækifæri en voru að bíða eftir réttu tímasetningunni til að koma inn af krafti á markaðinn. Einhverjir töldu greinilega að þarna væri rétti tímapunkturinn til að koma inn,“ segir Haraldur Yngvi. Hann telur of snemmt að meta það hvort þetta þýði að frekari hækkanir séu í uppsiglingu. Þá styrktist krónan um 0,79 prósent eftir mikinn lækkunarferil að undanförnu. Mest hækkaði hún gagnvart japanska jeninu. Gengisvísitalan endaði í 125,1 stigi en fór lægst niður í 123 stig. Exista leiddi hækkanir gærdagsins, enda hefur félagið fallið mest á undanförnum dögum og vikum. Gengi félagsins hækkaði um fimm prósent. Bréf Bakkavarar, Landsbankans, FL Group og Kaupþings hækkuðu um þrjú prósent eða meira. Nærri 12,6 milljarða króna velta var með bréf Straums-Burðaráss sem hækkaði um 2,9 prósent. Straumur seldi fimm prósent í sjálfum sér fyrir 10,2 milljarða króna.
Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Sjá meira