Yfirmaður óskast 15. ágúst 2007 01:30 Kvikmyndir Heimildarmyndin Klaustrið er ein þeirra norrænu heimildarmynda sem hafa farið víða með tilstyrk Filmkontakt Nord. Mannaskipti verða hjá Nordisk Filmkontakt um næstu áramót þegar ráða á nýjan framkvæmdastjóra samtakanna. Karolina Lidin sem hefur gegnt starfinu um árabil hættir og rennur umsóknarfrestur fyrir starfið út 17. ágúst. Karolina er mjög virt í heimi kynningar, dreifingar og fjármögnunar á heimildar- og stuttmyndum og hefur staðið sig afar vel í starfi. Filmkontakt Nord (FkN) var sett á stofn 1991 af sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum á Norðurlöndum til að kynna framleiðslu þeirra um víða veröld. Samtökin bjóða upp á margs konar aðstoð við sölu og kynningu á heimildar- og stuttmyndum. Þau standa fyrir Nordisk Panorama sem fer milli fimm borga á Norðurlöndum. Á hátíðinni er markaður og fjármögnunarmessa. Höfuðstöðvarnar eru í Kaupmannahöfn og þar er rekið stórt safn heimildar- og stuttmynda, um 4.000 titlar, sem verið er að gera aðgengilegt í stafrænu formi. Nýr framkvæmdastjóri Nordisk Filmkontakt ræður þriggja manna starfsliði og ber ábyrgð gagnvart norrænni stjórn. Margrét Jónasdóttir fulltrúi í stjórninni segir: „Hann þarf að vera vel verseraður í framleiðslu og kynningu á heimildar- og stuttmyndum, hafa víðtæka reynslu í alþjóðlegum samskiptum og búa yfir góðu tengslaneti á því sviði. Hann verður að ráða yfir kunnáttu á Norðurlandamálum og ensku og vera fullfær um að tjá sig á þeim málum í ræðu og riti. Hann verður að vera leiðandi í hópstarfi og leita nýjunga í kynningu og fjármögnun verkefna Nordisk Filmkontakt." Kaup og kjör miðast við danska vinnumarkaðinn en stofnunin starfar samkvæmt dönsku lagaumhverfi. Ráðið verður í starfið til fimm ára og er samningurinn með endurráðningarákvæðum ef ástæða er talin til. Umsóknum skal skilað til John Webster, formanns, c/o Filmkontakt Nord, Vognmagergade 10, DK-1120 Copenhagen K. eigi síðar en 17. ágúst. Boðað er til viðtala valinna umsækjenda 14. september. Umsókn skal geyma ferilskrá og yfirlýsingu um kosti umsækjanda og markmið. Meðmæli ábyrgðarmanna í framleiðslu fyrir kvikmyndir og sjónvarp eru vel þegin. Frekari upplýsingar gefur John Webster í +358-500-615345; netfang: websters@dlc.fi og karolina@filmkontakt.com. Vefsvæði Nordisk Filmkontakt er á www.filmkontakt.com. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Mannaskipti verða hjá Nordisk Filmkontakt um næstu áramót þegar ráða á nýjan framkvæmdastjóra samtakanna. Karolina Lidin sem hefur gegnt starfinu um árabil hættir og rennur umsóknarfrestur fyrir starfið út 17. ágúst. Karolina er mjög virt í heimi kynningar, dreifingar og fjármögnunar á heimildar- og stuttmyndum og hefur staðið sig afar vel í starfi. Filmkontakt Nord (FkN) var sett á stofn 1991 af sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum á Norðurlöndum til að kynna framleiðslu þeirra um víða veröld. Samtökin bjóða upp á margs konar aðstoð við sölu og kynningu á heimildar- og stuttmyndum. Þau standa fyrir Nordisk Panorama sem fer milli fimm borga á Norðurlöndum. Á hátíðinni er markaður og fjármögnunarmessa. Höfuðstöðvarnar eru í Kaupmannahöfn og þar er rekið stórt safn heimildar- og stuttmynda, um 4.000 titlar, sem verið er að gera aðgengilegt í stafrænu formi. Nýr framkvæmdastjóri Nordisk Filmkontakt ræður þriggja manna starfsliði og ber ábyrgð gagnvart norrænni stjórn. Margrét Jónasdóttir fulltrúi í stjórninni segir: „Hann þarf að vera vel verseraður í framleiðslu og kynningu á heimildar- og stuttmyndum, hafa víðtæka reynslu í alþjóðlegum samskiptum og búa yfir góðu tengslaneti á því sviði. Hann verður að ráða yfir kunnáttu á Norðurlandamálum og ensku og vera fullfær um að tjá sig á þeim málum í ræðu og riti. Hann verður að vera leiðandi í hópstarfi og leita nýjunga í kynningu og fjármögnun verkefna Nordisk Filmkontakt." Kaup og kjör miðast við danska vinnumarkaðinn en stofnunin starfar samkvæmt dönsku lagaumhverfi. Ráðið verður í starfið til fimm ára og er samningurinn með endurráðningarákvæðum ef ástæða er talin til. Umsóknum skal skilað til John Webster, formanns, c/o Filmkontakt Nord, Vognmagergade 10, DK-1120 Copenhagen K. eigi síðar en 17. ágúst. Boðað er til viðtala valinna umsækjenda 14. september. Umsókn skal geyma ferilskrá og yfirlýsingu um kosti umsækjanda og markmið. Meðmæli ábyrgðarmanna í framleiðslu fyrir kvikmyndir og sjónvarp eru vel þegin. Frekari upplýsingar gefur John Webster í +358-500-615345; netfang: websters@dlc.fi og karolina@filmkontakt.com. Vefsvæði Nordisk Filmkontakt er á www.filmkontakt.com.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira