Öfugmælabrandari 15. ágúst 2007 06:45 Íslendingar ferðast gjarnan til gamalla fallegra borga, eins og Kaupmannahafnar, Amsterdam, Parísar... Þar verslum við í litlu krúttlegu búðunum, sitjum á kaffihúsunum, kaupum póstkort og tökum ljósmyndir í allar áttir. Við kunnum að meta gömlu húsin í þessum fallegu borgum. En samt virðist vera allt í lagi að rífa gömlu húsin í fallega miðbænum okkar og byggja ný. „Skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær að heimila niðurrif húsanna við Laugaveg 4 - 6" stóð í Fréttablaðinu um daginn. Æji... þetta er eitthvað svo dapurlegt - vonlaust, fyrirfram tapað. Það er ekki einu sinni tekið tillit til húsa í hjarta borgarinnar, sem eru byggð annars vegar 1890 og hins vegar 1871!?! Þessi hús láta ekki mikið yfir sér. En það er einmitt kostur, til dæmis skyggja þau ekki mikið á sólina. Aftur á móti mundi ég alveg styðja tillögu um að rífa húsið á Laugavegi númer 8, sem er dæmigerð ljót nýbygging að þykjast vera gömul. „Á lóðinni við Laugaveg 4 - 6 á að rísa fjögurra hæða steinsteypt hótel- og verslunarhús...". Ég hef séð tillögur að þessari byggingu á teikniborðinu. Ég veit ekki hvernig teikningarnar líta út í dag - en það sem ég sá, var eins og stafli af örbylgjuofnum. Mjög svipað byggingunni sem reis á lóð Stjörnubíós við Laugaveginn. En einmitt efri hluti Laugavegarins, Hlemmur og nágrenni er mjög gott dæmi um hvernig gamli miðbærinn er að verða. Hann er farinn að minna á nokkrar ónefndar borgir á meginlandinu, sem voru svo illa sprengdar í stríðinu að ekki stóð steinn yfir steini. Þær voru endurbyggðar á ódýran og fljótlegan máta; beinar einfaldar línur, mikið af gleri og steinsteypu. En því miður eru þetta ekki þær borgir sem maður heimsækir til að hafa það huggulegt.StásstofanReykvíkingar þurfa ekki heimsstyrjöld til að sundra miðbænum sínum. Hér ríkir þögult kalt stríð. Lítið áberandi tilkynningar læða sér í fjölmiðla: „Skipulagsráð samþykkti að heimila niðurrif...." - þetta fer framhjá flestum. Einn góðan veðurdag gengur maður svo framhjá djúpum gíg í jörðinni - enn eitt nítjándu aldar húsið horfið! Síðan er nýja byggingin byggð á ódýrasta og fljótlegasta máta sem hugsast getur.Það er ekkert að því að byggja svona hús í nýjum hverfum, eða þar sem eldri byggingar eru í svipuðum dúr. Það nóg pláss í þessu stóra landi. En hvers vegna er þá stöðugt verið að ráðast á þetta litla svæði í Kvosinni? Vegna þess að það er dýrmætt. Þannig að það margborgar sig að kaupa þessi litlu hús eingöngu til þess að rífa þau - byggja stærra; auka byggingamagnið og fjölga hæðunum. Og hversvegna er þetta svæði dýrmætt? Af því að þar líður fólki vel, það getur gengið á milli verslana og kaffihúsa og notið þess að vera í rótgrónu umhverfi með sögu. En hvað gerist þegar það er búið að tæta þessa sögu upp? Hættir þetta svæði þá ekki að vera dýrmætt? Sitjum við þá uppi með nýtískulegan miðbæ sem enginn nennir að heimsækja? Þetta er hjarta borgarinnar, sögulegur kjarni hennar. Þetta er stásstofan okkar, þar sem við förum á tyllidögum, 17. júní, hinsegin dögum og menningarnótt. Tímarnir eru að breytast og áherslurnar eru aðrar. Fæstir fara í miðbæinn til að kaupa í matinn, það eru komnar stórar verslunarmiðstöðvar í öllum úthverfum. Miðborgin hefur upp á eitthvað allt annað að bjóða.Hús eru minnisvarðarÞað er hægt að byggja upp í miðborginni, þannig að hún haldi mikilvægi sínu - án þess að glata persónuleika hennar og sögu. En það þarf að gera með upplýstum hætti og af yfirsýn. Slagorð skipulagsyfirvalda 2005 „verndun og uppbygging við Laugaveg" virðist ekki hafa verið annað en öfugmælabrandari.Á meðan aðrar borgir endurnýja sig út frá sögu sinni og hefð til að styrkja ímyndina, glatar Reykjavík hverju tækifærinu af öðru til að vera einstök og skemmtileg.Við höfum einfaldlega ekki lengur efni á meira niðurrifi. Það eru of mörg hús farin. Það skiptir ekki máli hvort að þau séu lítil, látlaus og kannski ómerkileg. Þau eru minnisvarðar. Það skiptir ekki heldur máli þó að lítið sé eftir af upprunalegu útliti húsana, eða að þau séu í slæmu ásigkomulagi. Ef þau eru rifin og fjögurrra hæða steinsteypt hótel eru byggð í staðinn, þá verður ekki aftur snúið.Höfundur er leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Íslendingar ferðast gjarnan til gamalla fallegra borga, eins og Kaupmannahafnar, Amsterdam, Parísar... Þar verslum við í litlu krúttlegu búðunum, sitjum á kaffihúsunum, kaupum póstkort og tökum ljósmyndir í allar áttir. Við kunnum að meta gömlu húsin í þessum fallegu borgum. En samt virðist vera allt í lagi að rífa gömlu húsin í fallega miðbænum okkar og byggja ný. „Skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær að heimila niðurrif húsanna við Laugaveg 4 - 6" stóð í Fréttablaðinu um daginn. Æji... þetta er eitthvað svo dapurlegt - vonlaust, fyrirfram tapað. Það er ekki einu sinni tekið tillit til húsa í hjarta borgarinnar, sem eru byggð annars vegar 1890 og hins vegar 1871!?! Þessi hús láta ekki mikið yfir sér. En það er einmitt kostur, til dæmis skyggja þau ekki mikið á sólina. Aftur á móti mundi ég alveg styðja tillögu um að rífa húsið á Laugavegi númer 8, sem er dæmigerð ljót nýbygging að þykjast vera gömul. „Á lóðinni við Laugaveg 4 - 6 á að rísa fjögurra hæða steinsteypt hótel- og verslunarhús...". Ég hef séð tillögur að þessari byggingu á teikniborðinu. Ég veit ekki hvernig teikningarnar líta út í dag - en það sem ég sá, var eins og stafli af örbylgjuofnum. Mjög svipað byggingunni sem reis á lóð Stjörnubíós við Laugaveginn. En einmitt efri hluti Laugavegarins, Hlemmur og nágrenni er mjög gott dæmi um hvernig gamli miðbærinn er að verða. Hann er farinn að minna á nokkrar ónefndar borgir á meginlandinu, sem voru svo illa sprengdar í stríðinu að ekki stóð steinn yfir steini. Þær voru endurbyggðar á ódýran og fljótlegan máta; beinar einfaldar línur, mikið af gleri og steinsteypu. En því miður eru þetta ekki þær borgir sem maður heimsækir til að hafa það huggulegt.StásstofanReykvíkingar þurfa ekki heimsstyrjöld til að sundra miðbænum sínum. Hér ríkir þögult kalt stríð. Lítið áberandi tilkynningar læða sér í fjölmiðla: „Skipulagsráð samþykkti að heimila niðurrif...." - þetta fer framhjá flestum. Einn góðan veðurdag gengur maður svo framhjá djúpum gíg í jörðinni - enn eitt nítjándu aldar húsið horfið! Síðan er nýja byggingin byggð á ódýrasta og fljótlegasta máta sem hugsast getur.Það er ekkert að því að byggja svona hús í nýjum hverfum, eða þar sem eldri byggingar eru í svipuðum dúr. Það nóg pláss í þessu stóra landi. En hvers vegna er þá stöðugt verið að ráðast á þetta litla svæði í Kvosinni? Vegna þess að það er dýrmætt. Þannig að það margborgar sig að kaupa þessi litlu hús eingöngu til þess að rífa þau - byggja stærra; auka byggingamagnið og fjölga hæðunum. Og hversvegna er þetta svæði dýrmætt? Af því að þar líður fólki vel, það getur gengið á milli verslana og kaffihúsa og notið þess að vera í rótgrónu umhverfi með sögu. En hvað gerist þegar það er búið að tæta þessa sögu upp? Hættir þetta svæði þá ekki að vera dýrmætt? Sitjum við þá uppi með nýtískulegan miðbæ sem enginn nennir að heimsækja? Þetta er hjarta borgarinnar, sögulegur kjarni hennar. Þetta er stásstofan okkar, þar sem við förum á tyllidögum, 17. júní, hinsegin dögum og menningarnótt. Tímarnir eru að breytast og áherslurnar eru aðrar. Fæstir fara í miðbæinn til að kaupa í matinn, það eru komnar stórar verslunarmiðstöðvar í öllum úthverfum. Miðborgin hefur upp á eitthvað allt annað að bjóða.Hús eru minnisvarðarÞað er hægt að byggja upp í miðborginni, þannig að hún haldi mikilvægi sínu - án þess að glata persónuleika hennar og sögu. En það þarf að gera með upplýstum hætti og af yfirsýn. Slagorð skipulagsyfirvalda 2005 „verndun og uppbygging við Laugaveg" virðist ekki hafa verið annað en öfugmælabrandari.Á meðan aðrar borgir endurnýja sig út frá sögu sinni og hefð til að styrkja ímyndina, glatar Reykjavík hverju tækifærinu af öðru til að vera einstök og skemmtileg.Við höfum einfaldlega ekki lengur efni á meira niðurrifi. Það eru of mörg hús farin. Það skiptir ekki máli hvort að þau séu lítil, látlaus og kannski ómerkileg. Þau eru minnisvarðar. Það skiptir ekki heldur máli þó að lítið sé eftir af upprunalegu útliti húsana, eða að þau séu í slæmu ásigkomulagi. Ef þau eru rifin og fjögurrra hæða steinsteypt hótel eru byggð í staðinn, þá verður ekki aftur snúið.Höfundur er leikstjóri.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun