Samgöngur við Eyjar 14. ágúst 2007 05:15 Í júní á síðasta ári skilaði starfshópur þáverandi samgönguráðherra skýrslu um samgöngur til Vestmannaeyja. Starfshópurinn gerði að tillögu sinni að skoðuð yrði nánar sú lausn að byggja ferjuhöfn í Bakkafjöru. Starfshópnum var meðal annars falið að gera úttekt á möguleikanum á því að gera jarðgöng til Vestmannaeyja. Hópurinn komst að þessari niðurstöðu varðandi jarðgöng: Raunhæfar kostnaðartölur, sem fram hafa komið varðandi gerð vegtengingar milli lands og Vestmannaeyja, er á bilinu 40-70 milljarðar króna. Þótt farið væri í auknar rannsóknir, meðal annars kjarnaboranir, mundu þær rannsóknir ekki breyta nákvæmni kostnaðaráætlana þannig að kostnaðartölur færu undir 40 milljarða króna. Þá er eftir að reikna með rekstrarkostnaði ganganna en samkvæmt skýrslu Línuhönnunar og Mott MacDonald, sem skilað var haustið 2003, var rekstrarkostnaður jarðganga milli lands og Eyja áætlaður um 200 m. kr. ári. Með vísan til þessa telur starfshópurinn ekki réttlætanlegt að leggja til að farið verði í frekari rannsóknir við að skoða möguleikann á gerð jarðganga milli lands og Vestmannaeyja."ÆgisdyrÍ starfshópi þessum sat Ingi Sigurðsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og formaður Ægisdyra, sem nú saka ríkisstjórnina um að hafa svikið Eyjamenn. Ingi Sigurðsson gerði engan fyrirvara við ofangreinda tilvitnun og raunar skýrsluna alla. Hann sat ekki hjá við afgreiðslu hennar, bókaði ekki mótmæli, skilaði ekki séráliti heldur skrifaði undir skýrsluna. Ingi taldi ekki réttlætanlegt að leggja til að farið yrði í frekari rannsóknir fyrir 14 mánuðum en telur nú að ríkisstjórnin hafi svikið Eyjamenn vegna þess að hún fór að ráðum hans. Allir sjá að þessi málflutningur stenst ekki skoðun. Hann er óvandaður og þarfnast skýringa. Ásakanir um svik eru gífuryrði sem standast ekki. Það voru allir sammála um fyrir síðustu kosningar að ljúka bæri rannsóknum á jarðlögum enda töldu menn að kostnaður við þær væri á bilinu 20 til 50 milljónir. Allir biðu eftir skýrslu verkfræðistofunnar VST með óháðu kostnaðarmati á rannsóknum annars vegar og gangagerð hins vegar til þess að unnt væri að meta næstu skref. Kostnaður við gangagerð er svo hár að fjáraustur í rannsóknir, sem gætu kostað hátt í þrjú hundruð milljónir, er ekki forsvaranlegur. Staðreyndir málsinsHlutverk VST var að fara yfir þau gögn sem fyrir liggja um málið og koma með hlutlaust kostnaðarmat. Það var það sem stofan gerði og nú liggur niðurstaðan fyrir. Kostnaður við jarðgöng er á bilinu 50 til 80 milljarðar og frekari rannsóknir gætu hugsanlega lækkað þennan kostnað um tíu prósent. Þess vegna var sú ákvörðun tekin af ríkisstjórninni að tillögu Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra, að horfið yrði frá áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja. Þess vegna eru frekari rannsóknir á þessu stigi málsins óþarfar og vond meðferð á fjármunum almennings. Það kann vel að vera að ráðist verði í jarðagangagerð til Vestmannaeyja á næstu áratugum. En það er ljóst í dag að slík áform eru ekki inni í langtímaáætlunum ríkisstjórnar Íslands næstu 12 árin. Þangað til verða Eyjamenn að fá lausn sinna samgöngumála, það þolir enga bið eins og allir vita. Þess vegna er gott að samgönguráðherra náði að höggva á þann hnút sem kominn var í viðræður Vegagerðar og Eimskips varðandi fjölgun ferða næstu þrjú árin. Og þess vegna er það lífsnauðsynlegt fyrir Eyjamenn að sameinast um það að fá góða höfn í Bakkafjöru, öflugan og traustan Herjólf sem getur siglt á milli Eyja og Bakkafjöru 5-6 sinnum á dag fyrir lægra fargjald en nú er. Þessi stórkostlega samgöngubót getur orðið að veruleika að þremur árum liðnum en til þess að svo verði verða Eyjamenn að þekkja sína skjaldarliti og standa sameinaðir um þann kost sem er raunhæfur og til heilla.Höfn í Bakkafjöru mun hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu í Eyjum og þar með styðja við vöxt ferðaþjónustu í Rangárþingi og nágrenni og uppsveitum Árnessýslu. Nýbreytni í atvinnulífi mun aukast. Fasteignaverð í Eyjum mun hækka, möguleiki brottfluttra Eyjamanna til tvöfaldrar búsetu stóreykst og líkur eru til þess að mannfjöldaþróun færist nær því sem er á nágrannasvæðum og að hægja muni á margra ára fólksfækkun. Í skýrslu stýrihóps um Bakkafjöru sem byggð er á fjölmörgum rannsóknarskýrslum er meginniðurstaðan sú að gerð ferjuhafnar sé vel möguleg og færð eru fyrir því ítarleg rök.Ég hvet því fólk til þess að hlusta ekki á dómsdagspámenn á borð við Grétar Mar Jónsson sem segir slíka höfn hættulega en færir engin rök fyrir því önnur en að hann hafi verið á sjó. Slíkur málflutningur heldur ekki vatni.Höfundur er aðstoðarmaður samgönguráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Í júní á síðasta ári skilaði starfshópur þáverandi samgönguráðherra skýrslu um samgöngur til Vestmannaeyja. Starfshópurinn gerði að tillögu sinni að skoðuð yrði nánar sú lausn að byggja ferjuhöfn í Bakkafjöru. Starfshópnum var meðal annars falið að gera úttekt á möguleikanum á því að gera jarðgöng til Vestmannaeyja. Hópurinn komst að þessari niðurstöðu varðandi jarðgöng: Raunhæfar kostnaðartölur, sem fram hafa komið varðandi gerð vegtengingar milli lands og Vestmannaeyja, er á bilinu 40-70 milljarðar króna. Þótt farið væri í auknar rannsóknir, meðal annars kjarnaboranir, mundu þær rannsóknir ekki breyta nákvæmni kostnaðaráætlana þannig að kostnaðartölur færu undir 40 milljarða króna. Þá er eftir að reikna með rekstrarkostnaði ganganna en samkvæmt skýrslu Línuhönnunar og Mott MacDonald, sem skilað var haustið 2003, var rekstrarkostnaður jarðganga milli lands og Eyja áætlaður um 200 m. kr. ári. Með vísan til þessa telur starfshópurinn ekki réttlætanlegt að leggja til að farið verði í frekari rannsóknir við að skoða möguleikann á gerð jarðganga milli lands og Vestmannaeyja."ÆgisdyrÍ starfshópi þessum sat Ingi Sigurðsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og formaður Ægisdyra, sem nú saka ríkisstjórnina um að hafa svikið Eyjamenn. Ingi Sigurðsson gerði engan fyrirvara við ofangreinda tilvitnun og raunar skýrsluna alla. Hann sat ekki hjá við afgreiðslu hennar, bókaði ekki mótmæli, skilaði ekki séráliti heldur skrifaði undir skýrsluna. Ingi taldi ekki réttlætanlegt að leggja til að farið yrði í frekari rannsóknir fyrir 14 mánuðum en telur nú að ríkisstjórnin hafi svikið Eyjamenn vegna þess að hún fór að ráðum hans. Allir sjá að þessi málflutningur stenst ekki skoðun. Hann er óvandaður og þarfnast skýringa. Ásakanir um svik eru gífuryrði sem standast ekki. Það voru allir sammála um fyrir síðustu kosningar að ljúka bæri rannsóknum á jarðlögum enda töldu menn að kostnaður við þær væri á bilinu 20 til 50 milljónir. Allir biðu eftir skýrslu verkfræðistofunnar VST með óháðu kostnaðarmati á rannsóknum annars vegar og gangagerð hins vegar til þess að unnt væri að meta næstu skref. Kostnaður við gangagerð er svo hár að fjáraustur í rannsóknir, sem gætu kostað hátt í þrjú hundruð milljónir, er ekki forsvaranlegur. Staðreyndir málsinsHlutverk VST var að fara yfir þau gögn sem fyrir liggja um málið og koma með hlutlaust kostnaðarmat. Það var það sem stofan gerði og nú liggur niðurstaðan fyrir. Kostnaður við jarðgöng er á bilinu 50 til 80 milljarðar og frekari rannsóknir gætu hugsanlega lækkað þennan kostnað um tíu prósent. Þess vegna var sú ákvörðun tekin af ríkisstjórninni að tillögu Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra, að horfið yrði frá áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja. Þess vegna eru frekari rannsóknir á þessu stigi málsins óþarfar og vond meðferð á fjármunum almennings. Það kann vel að vera að ráðist verði í jarðagangagerð til Vestmannaeyja á næstu áratugum. En það er ljóst í dag að slík áform eru ekki inni í langtímaáætlunum ríkisstjórnar Íslands næstu 12 árin. Þangað til verða Eyjamenn að fá lausn sinna samgöngumála, það þolir enga bið eins og allir vita. Þess vegna er gott að samgönguráðherra náði að höggva á þann hnút sem kominn var í viðræður Vegagerðar og Eimskips varðandi fjölgun ferða næstu þrjú árin. Og þess vegna er það lífsnauðsynlegt fyrir Eyjamenn að sameinast um það að fá góða höfn í Bakkafjöru, öflugan og traustan Herjólf sem getur siglt á milli Eyja og Bakkafjöru 5-6 sinnum á dag fyrir lægra fargjald en nú er. Þessi stórkostlega samgöngubót getur orðið að veruleika að þremur árum liðnum en til þess að svo verði verða Eyjamenn að þekkja sína skjaldarliti og standa sameinaðir um þann kost sem er raunhæfur og til heilla.Höfn í Bakkafjöru mun hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu í Eyjum og þar með styðja við vöxt ferðaþjónustu í Rangárþingi og nágrenni og uppsveitum Árnessýslu. Nýbreytni í atvinnulífi mun aukast. Fasteignaverð í Eyjum mun hækka, möguleiki brottfluttra Eyjamanna til tvöfaldrar búsetu stóreykst og líkur eru til þess að mannfjöldaþróun færist nær því sem er á nágrannasvæðum og að hægja muni á margra ára fólksfækkun. Í skýrslu stýrihóps um Bakkafjöru sem byggð er á fjölmörgum rannsóknarskýrslum er meginniðurstaðan sú að gerð ferjuhafnar sé vel möguleg og færð eru fyrir því ítarleg rök.Ég hvet því fólk til þess að hlusta ekki á dómsdagspámenn á borð við Grétar Mar Jónsson sem segir slíka höfn hættulega en færir engin rök fyrir því önnur en að hann hafi verið á sjó. Slíkur málflutningur heldur ekki vatni.Höfundur er aðstoðarmaður samgönguráðherra.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun