Gagnageymslurnar þurfa ekki sæstreng 11. ágúst 2007 00:01 Sol Squire, forstjóri Data Íslandia, stendur við svokallaðan „data scooter“, eða gagnakerru. Í kassanum eru harðir diskar með ógrynni af gögnum. Kassinn er síðan fluttur á milli landa með flugi, og gögnin komast til skila mun hraðar en með sæstreng. Fyrirtæki sem sérhæfa sig í að geyma gögn nota ekki sæstreng til þess að flytja mikið magn af gögnum til og frá geymslunum. Að flytja gögn á sérútbúnum hörðum diskum með flugi er bæði fljótlegra og ódýrara, segir Sol Squire, forstjóri gagnageymslufyrirtækisins Data Íslandia. Hibernia Atlantic tilkynnti í fyrradag að fyrirtækið hygðist leggja sæstreng til Íslands sem verður tekinn í notkun í lok næsta árs. Auk þess ætla eignarhaldsfélagið E-Farice og fyrirtækið Tele Greenland að leggja hvort sinn sæstrenginn á næsta ári. Sol segir fréttir af lagningu nýrra sæstrengja vissulega vera góðar, en Data Íslandia notist ekki við sæstreng til þess að flytja gögn á milli. Fyrirtækið komst í fréttirnar í maí þegar áform þess um að byggja gagnageymslu í Sandgerðisbæ voru kynnt. „Staðreyndin er sú að fyrirtæki á gagnageymslumarkaðnum notast ekki við sæstrengi til þess að flytja mikið af gögnum," segir hann. „Við höfum þróað vöru í samvinnu við tölvufyrirtækið Hitachi þar sem gögnin eru sett á harða diska, þeim pakkað saman á sérstaka kerru og hún flutt með flugi." Jon Toigo, forstjóri bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins Toigo Partners International og sérfræðingur í gagnageymslumálum, tekur undir með Sol. „Sæstrengur er allt of dýr og ber allt of lítið af gögnum til þess að vera raunhæfur möguleiki fyrir gagnageymslur." Hann segist hiklaust mæla með Íslandi sem góðum stað fyrir gagnageymslur við viðskiptavini sína. „Ég trúi því að í gagnageiranum muni Ísland vera jafn mikils metið og Sviss er í bankageiranum. Hvort sem fyrirtæki vilja minnka kolefnisnotkun eða lækka rafmagnsreikninginn þá er Ísland tilvalinn kostur. Umhverfisvæna orku sem er líka ódýr er sjaldgæft að finna."Hver er munurinn á gagnageymslu og netþjónabúi?Fyrirtæki í tvenns konar gagnatengdri starfsemi hafa sýnt áhuga á Íslandi, meðal annars vegna ódýru og grænu orkunnar og svala loftslagsins. Annars vegar er um að ræða gagnageymslur, og hins vegar netþjónabú eða gagnaveitur.Gagnageymslur sjá um að geyma mikið magn af gögnum fyrirtækja á öruggum stað. Gögnin geta til dæmis verið upplýsingar um alla viðskiptavini fyrirtækisins, skýrslur eða hreinlega afrit af öllum upplýsingum fyrirtækisins. Hugmyndin er að koma gögnunum í geymslu, þar sem hægt er að nálgast þau síðar ef með þarf.Í netþjónabúum er einnig unnið með gögn, en á allt annan hátt. Netþjónabú sjá um að halda utan um gögn fyrirtækja og deila þeim út til tölva. Í þessu tilfelli eru gögnin, sem gætu til dæmis verið vefsíður eða tölvupóstur, ekki sett í geymslu til að nálgast síðar, heldur er netþjónabúið notað til að miðla þeim um allan heim, allan sólarhringinn. Tækni Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Sjá meira
Fyrirtæki sem sérhæfa sig í að geyma gögn nota ekki sæstreng til þess að flytja mikið magn af gögnum til og frá geymslunum. Að flytja gögn á sérútbúnum hörðum diskum með flugi er bæði fljótlegra og ódýrara, segir Sol Squire, forstjóri gagnageymslufyrirtækisins Data Íslandia. Hibernia Atlantic tilkynnti í fyrradag að fyrirtækið hygðist leggja sæstreng til Íslands sem verður tekinn í notkun í lok næsta árs. Auk þess ætla eignarhaldsfélagið E-Farice og fyrirtækið Tele Greenland að leggja hvort sinn sæstrenginn á næsta ári. Sol segir fréttir af lagningu nýrra sæstrengja vissulega vera góðar, en Data Íslandia notist ekki við sæstreng til þess að flytja gögn á milli. Fyrirtækið komst í fréttirnar í maí þegar áform þess um að byggja gagnageymslu í Sandgerðisbæ voru kynnt. „Staðreyndin er sú að fyrirtæki á gagnageymslumarkaðnum notast ekki við sæstrengi til þess að flytja mikið af gögnum," segir hann. „Við höfum þróað vöru í samvinnu við tölvufyrirtækið Hitachi þar sem gögnin eru sett á harða diska, þeim pakkað saman á sérstaka kerru og hún flutt með flugi." Jon Toigo, forstjóri bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins Toigo Partners International og sérfræðingur í gagnageymslumálum, tekur undir með Sol. „Sæstrengur er allt of dýr og ber allt of lítið af gögnum til þess að vera raunhæfur möguleiki fyrir gagnageymslur." Hann segist hiklaust mæla með Íslandi sem góðum stað fyrir gagnageymslur við viðskiptavini sína. „Ég trúi því að í gagnageiranum muni Ísland vera jafn mikils metið og Sviss er í bankageiranum. Hvort sem fyrirtæki vilja minnka kolefnisnotkun eða lækka rafmagnsreikninginn þá er Ísland tilvalinn kostur. Umhverfisvæna orku sem er líka ódýr er sjaldgæft að finna."Hver er munurinn á gagnageymslu og netþjónabúi?Fyrirtæki í tvenns konar gagnatengdri starfsemi hafa sýnt áhuga á Íslandi, meðal annars vegna ódýru og grænu orkunnar og svala loftslagsins. Annars vegar er um að ræða gagnageymslur, og hins vegar netþjónabú eða gagnaveitur.Gagnageymslur sjá um að geyma mikið magn af gögnum fyrirtækja á öruggum stað. Gögnin geta til dæmis verið upplýsingar um alla viðskiptavini fyrirtækisins, skýrslur eða hreinlega afrit af öllum upplýsingum fyrirtækisins. Hugmyndin er að koma gögnunum í geymslu, þar sem hægt er að nálgast þau síðar ef með þarf.Í netþjónabúum er einnig unnið með gögn, en á allt annan hátt. Netþjónabú sjá um að halda utan um gögn fyrirtækja og deila þeim út til tölva. Í þessu tilfelli eru gögnin, sem gætu til dæmis verið vefsíður eða tölvupóstur, ekki sett í geymslu til að nálgast síðar, heldur er netþjónabúið notað til að miðla þeim um allan heim, allan sólarhringinn.
Tækni Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Sjá meira