Kársnes skipulagt í sátt við íbúa 10. ágúst 2007 05:30 Boðað var til sérstaks aukafundar 8. ágúst í bæjarstjórn Kópavogs til þess eins að afgreiða tillögu um deiliskipulag með 105 íbúðum á einum skikanum þar. Til stóð að afgreiða tillöguna í bæjarráði í lok júlí, en fulltrúar Samfylkingarinnar þar lögðu til að henni yrði frestað til bæjarstjórnarfundar, enda er málið umdeilt í bænum og eðlilegt að það færi til umfjöllunar í fullskipaðri bæjarstjórn. Einhverra hluta vegna töldu fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks málið svo brýnt að það gæti ekki beðið reglulegs fundar síðari hluta ágústmánaðar. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa lagt þunga áherslu á að skipulag á endurbótasvæðum og við þéttingu byggðar, sé unnið í góðri samvinnu við íbúa og hagsmunaðila. Það er vissulega hagur bæjarins að eiga gott samstarf við þá sem vilja taka þátt í því með bæjaryfirvöldum að byggja upp svæði sem hafa úrelst eða gengið úr sér sem og við þéttingu byggðar. Bæjaryfirvöld mega þó ekki afsala sér frumkvæði í slíkri skipulagsvinnu til hagsmunaaðila, þau verða að halda um stjórnvölinn með hag íbúa að leiðarljósi. Ég hygg að mikil samstaða ríki um það í bænum að taka til hendinni á Kársnesi og byggja þar upp að nýju. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram. Einstaka lóðareigendur hafa lagt fram ítrustu hugmyndir um nýtingu á reitum sínum en íbúar gera kröfu um að skipulagið sé í góðu samræmi við þá byggð sem fyrir er í vesturbænum. Verkefni bæjarstjórnar er að taka tillit til ólíkra sjónarmiða og finna leið sem sátt ríkir um. Slík vinna getur verið tímafrek en meiri líkur eru á að hún skili góðri niðurstöðu. Kröfur íbúa snúast einkum um að svæðið verði skipulagt sem heild, að sannfærandi lausn liggi fyrir í umferðarmálum fyrir allan vesturbæinn, að höfn fyrir stærri skip verði lögð af og að samráð og samvinna verði höfð við íbúa um skipulag svæðisins. Þetta eru fullkomlega réttmætar og hógværar kröfur og í rauninni áhyggjuefni að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem fara með meirihluta í bæjarstjórn, skuli ekki gefa sér meiri tíma til að finna farsæla lausn á málinu, en kjósa fremur að keyra það í gegn án þess að ná sátt við íbúa. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Boðað var til sérstaks aukafundar 8. ágúst í bæjarstjórn Kópavogs til þess eins að afgreiða tillögu um deiliskipulag með 105 íbúðum á einum skikanum þar. Til stóð að afgreiða tillöguna í bæjarráði í lok júlí, en fulltrúar Samfylkingarinnar þar lögðu til að henni yrði frestað til bæjarstjórnarfundar, enda er málið umdeilt í bænum og eðlilegt að það færi til umfjöllunar í fullskipaðri bæjarstjórn. Einhverra hluta vegna töldu fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks málið svo brýnt að það gæti ekki beðið reglulegs fundar síðari hluta ágústmánaðar. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa lagt þunga áherslu á að skipulag á endurbótasvæðum og við þéttingu byggðar, sé unnið í góðri samvinnu við íbúa og hagsmunaðila. Það er vissulega hagur bæjarins að eiga gott samstarf við þá sem vilja taka þátt í því með bæjaryfirvöldum að byggja upp svæði sem hafa úrelst eða gengið úr sér sem og við þéttingu byggðar. Bæjaryfirvöld mega þó ekki afsala sér frumkvæði í slíkri skipulagsvinnu til hagsmunaaðila, þau verða að halda um stjórnvölinn með hag íbúa að leiðarljósi. Ég hygg að mikil samstaða ríki um það í bænum að taka til hendinni á Kársnesi og byggja þar upp að nýju. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram. Einstaka lóðareigendur hafa lagt fram ítrustu hugmyndir um nýtingu á reitum sínum en íbúar gera kröfu um að skipulagið sé í góðu samræmi við þá byggð sem fyrir er í vesturbænum. Verkefni bæjarstjórnar er að taka tillit til ólíkra sjónarmiða og finna leið sem sátt ríkir um. Slík vinna getur verið tímafrek en meiri líkur eru á að hún skili góðri niðurstöðu. Kröfur íbúa snúast einkum um að svæðið verði skipulagt sem heild, að sannfærandi lausn liggi fyrir í umferðarmálum fyrir allan vesturbæinn, að höfn fyrir stærri skip verði lögð af og að samráð og samvinna verði höfð við íbúa um skipulag svæðisins. Þetta eru fullkomlega réttmætar og hógværar kröfur og í rauninni áhyggjuefni að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem fara með meirihluta í bæjarstjórn, skuli ekki gefa sér meiri tíma til að finna farsæla lausn á málinu, en kjósa fremur að keyra það í gegn án þess að ná sátt við íbúa. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun