Tónlist

Levi"s leitar að íslenskri tónlist

Steed Lord er enn sem komið er eina íslenska hljómsveitin í hljómsveitakeppni Levi´s á Norðurlöndunum.
Steed Lord er enn sem komið er eina íslenska hljómsveitin í hljómsveitakeppni Levi´s á Norðurlöndunum.

Fatafyrirtækið Levi"s og VICE Magazine/Records eru að leita að nýrri tónlistarstórstjörnu á Norðurlöndunum.

Fyrirtækin eru að leita að tónlistarfólki, hljómsveitum og einstaklingum til að taka þátt í keppni sem fer nú fram á netinu. Eins og stendur hefur þátttaka frá Íslandi verið afar dræm. Steed Lord er eina íslenska hljómsveitin sem hefur skráð sig og því óska þeir sem halda keppnina nú eftir meiri þátttöku frá Íslandi.

Það eina sem þarf að gera til að vera með í keppninni er að fara inn á heimasíðu hennar www.levissounds.com og skrá sig til leiks. Að því loknu þurfa keppendur að setja lög eða myndbönd inn á síðuna til að kynna sig og reyna að fá sem flesta til að hlusta á lögin sín á síðunni.

Til mikils er að vinna fyrir áhugasama svo sem plötusamningur við Universal í Skandinavíu og kynningarherferð um Norðurlöndin í boði Levi"s.

Umsóknarfrestur í keppnina rennur út 19. ágúst þannig að hver fer að vera síðastur að skella sér í slaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×