Í lykilhlutverki í myndinni 4. ágúst 2007 06:00 Baltasar Kormákur er farinn til Flateyjar ásamt um sjötíu manna hópi, til að taka upp kvikmynd sína eftir leikriti Anton Tsjekov. fréttablaðið/heiða Baltasar Kormákur lagði af stað til Flateyjar á Breiðafirði í gær, ásamt fríðum flokki leikara og tökuliðs. Hann ætlar að dveljast í Flatey í mánuð eða svo, á meðan tökur standa yfir á kvikmynd hans, nýrri útgáfu af leikriti Antons Tsjekov, Ivanoff. „Við erum búin að taka í tvo daga í bænum, svo tökurnar eru hafnar," sagði Baltasar í samtali við Fréttablaðið á fimmtudag. „Við vorum að taka uppi í Háskóla og svo í Grjótaþorpi. Lætin hefjast svo fyrir alvöru í Flatey," sagði hann. Hópurinn sem nú dvelst í Flatey er samtals um sjötíu manns, að sögn Baltasars. „Þar með tvöfaldast íbúafjöldinn í eyjunni, ef ekki meira. Við hertökum hana í allavega mánuð og kannski lengur," sagði hann. „Þetta verður fjör, við verðum þarna í algerri einangrun," bætti hann við. Hópur fólks sem einangrast á lítilli eyju er ekki óalgengt þema í hryllings- og spennumyndum, nú síðast hefur þáttaröðin Lost gert þemað að sínu. Baltasar átti þó ekki von á því að upp kæmi missætti í hópnum. „Við komumst ekkert burt af eyjunni, svo það þarf þá bara að leysa það snögglega," sagði hann og hló við. Á alvarlegri nótum sagði hann hópinn vera afar jákvæðan yfir dvölinni í Flatey. „Fólk er bara spennt fyrir þessu, og við viljum líka vinna í sátt og samlyndi við þá fáu sem þarna búa. Svo skiljum við vonandi eitthvað eftir okkur, þó ekki væri nema falleg mynd um eyjuna," sagði Baltasar. „Þar að auki held ég að það sé draumur allra að fá að vera í einangrun til að vinna að því sem hugur þeirra stendur til," bætti hann við. Baltasar mun vera í lykilhlutverki í myndinni, þegar prestur á uppgjör við Jesú - sem er málaður í mynd Baltasars sjálfs.fréttablaðið/vilhelm Kirkjuna í Flatey prýðir altaristafla eftir föður Baltasars og nafna, Baltasar Samper. Sá Jesú sem þar má sjá er klæddur lopapeysu og líkist Baltasar yngri um margt, enda var leikstjórinn fyrirmynd frelsarans. Fréttablaðið velti því fyrir sér á dögunum, hvort Baltasar í líki Jesú myndi fá einhvers konar hlutverk í myndinni, og spurður hvort sú sé raunin skellir leikstjórinn upp úr. „Þið áttuð kollgátuna þar, það er búið að skrifa svolítið um hana inn í handritið," sagði hann. „Ég hef reyndar aldrei verið með cameo-hlutverk í mínum myndum áður, en það er þarna eitt atriði þar sem presturinn á uppgjör við Jesú. Þar er ég í lykilhlutverki, en þöglu, að vísu," sagði hann. Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Baltasar Kormákur lagði af stað til Flateyjar á Breiðafirði í gær, ásamt fríðum flokki leikara og tökuliðs. Hann ætlar að dveljast í Flatey í mánuð eða svo, á meðan tökur standa yfir á kvikmynd hans, nýrri útgáfu af leikriti Antons Tsjekov, Ivanoff. „Við erum búin að taka í tvo daga í bænum, svo tökurnar eru hafnar," sagði Baltasar í samtali við Fréttablaðið á fimmtudag. „Við vorum að taka uppi í Háskóla og svo í Grjótaþorpi. Lætin hefjast svo fyrir alvöru í Flatey," sagði hann. Hópurinn sem nú dvelst í Flatey er samtals um sjötíu manns, að sögn Baltasars. „Þar með tvöfaldast íbúafjöldinn í eyjunni, ef ekki meira. Við hertökum hana í allavega mánuð og kannski lengur," sagði hann. „Þetta verður fjör, við verðum þarna í algerri einangrun," bætti hann við. Hópur fólks sem einangrast á lítilli eyju er ekki óalgengt þema í hryllings- og spennumyndum, nú síðast hefur þáttaröðin Lost gert þemað að sínu. Baltasar átti þó ekki von á því að upp kæmi missætti í hópnum. „Við komumst ekkert burt af eyjunni, svo það þarf þá bara að leysa það snögglega," sagði hann og hló við. Á alvarlegri nótum sagði hann hópinn vera afar jákvæðan yfir dvölinni í Flatey. „Fólk er bara spennt fyrir þessu, og við viljum líka vinna í sátt og samlyndi við þá fáu sem þarna búa. Svo skiljum við vonandi eitthvað eftir okkur, þó ekki væri nema falleg mynd um eyjuna," sagði Baltasar. „Þar að auki held ég að það sé draumur allra að fá að vera í einangrun til að vinna að því sem hugur þeirra stendur til," bætti hann við. Baltasar mun vera í lykilhlutverki í myndinni, þegar prestur á uppgjör við Jesú - sem er málaður í mynd Baltasars sjálfs.fréttablaðið/vilhelm Kirkjuna í Flatey prýðir altaristafla eftir föður Baltasars og nafna, Baltasar Samper. Sá Jesú sem þar má sjá er klæddur lopapeysu og líkist Baltasar yngri um margt, enda var leikstjórinn fyrirmynd frelsarans. Fréttablaðið velti því fyrir sér á dögunum, hvort Baltasar í líki Jesú myndi fá einhvers konar hlutverk í myndinni, og spurður hvort sú sé raunin skellir leikstjórinn upp úr. „Þið áttuð kollgátuna þar, það er búið að skrifa svolítið um hana inn í handritið," sagði hann. „Ég hef reyndar aldrei verið með cameo-hlutverk í mínum myndum áður, en það er þarna eitt atriði þar sem presturinn á uppgjör við Jesú. Þar er ég í lykilhlutverki, en þöglu, að vísu," sagði hann.
Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira