Reykleysi á veitingastöðum 1. ágúst 2007 05:30 Hér er ekki ætlunin að tala um réttmæti reykingabannsins sem slíks. Ég skrifa þessa grein fyrst og fremst út frá því sjónarhorni hver ávinningurinn af því er fyrir mig sem íþróttakonu og heilbrigða manneskju. Reykingabannið hefur mikið gildi fyrir mig og fyrir fólk sem vill lifa heilbrigðu lífi. Ég, sem einstaklingur og íþróttamaður, vel heilbrigði ofar öllu og lifi samkvæmt því. Fyrir nokkrum árum hefði mig ekki grunað að þessi áfangi næðist. Ég hef alltaf reynt að forðast hvers kyns tóbak og tóbaksreyk frá öðrum. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú þekking sem ég hef á skaðsemi reykinga. Í langan tíma hef ég einnig vitað að reykingar hafa ekki aðeins áhrif á reykingamanninn sjálfan heldur líka annað fólk í umhverfinu. Ég ólst upp við hreint og ferskt loft inni á mínu heimili. Á unga aldri gerði ég mér grein fyrir því að áfengi, reykingar og óhollur lífsstíll myndu hafa slæm áhrif á heilsu mína. Ég vildi lifa heilbrigðu lífi, vera í góðu formi og líða vel, líkt og ég geri í dag. Ég byrjaði snemma í íþróttum og þátttaka mín í þeim íþróttum sem ég stundaði var ekki aðeins vegna félagsskaparins og skemmtanagildisins heldur var einnig markmiðið að bæta mig með hverri æfingunni. Þar sem ég vissi að tóbaksreykur væri slæmur heilsu minni forðaðist ég hann; ef reykt var í einu herbergi þá fór ég í annað og ef ég sat í bíl og var spurð hvort mér væri sama þótt viðkomandi reykti þá sagði ég nei. Það voru hins vegar margir sem virtu ekki mitt álit, þó færri í dag en áður. Í dag veit fólk um skaðsemi reykinga, þrátt fyrir það halda sumir þessum ósið áfram. Hingað til hefur reyklaust fólk þurft að anda að sér reyk á flestum veitinga- og skemmtistöðum, þrátt fyrir að hafa valið að vera á reyklausu svæði. Ég vel auðvitað alltaf reyklaust svæði, en það er hins vegar aldrei alveg reyklaust. Það er alltaf einhver reykur sem berst yfir á reyklausa svæðið og það finnur maður t.d. á lyktinni þegar maður kemur út af staðnum. Eftir kvöldverð eða skemmtun á veitinga-eða skemmtistað angar maður af reykingafýlu. Þetta finnst flestum viðurstyggð og þar á meðal mörgum reykingamönnum. Ég hef aldrei skilið það að reykja. Ég tel reykingar eitt af því fáránlegasta sem hægt er að gera sjálfum sér. Oft er þetta vani hjá fólki, en þessi vani er heilsuspillandi á hæsta stigi. Þegar fólk hafði ekki þekkingu á skaðsemi reykinga þótti þetta flott og aðeins á valdi þeirra ríkustu og fínustu. Þetta fólk vissi ekki betur. En í dag er skaðsemi reykinga vel þekkt. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á óhugnanlegar staðreyndir og oft sér maður á einstaklingi hvort hann reyki eða reyki ekki. Þau eru mörg atriðin sem skera reykingamenn út úr og reykingar hafa ekki aðlaðandi áhrif á ytra útlit fólks né innviði. Ég gleðst mikið yfir því að nú hefur þetta breyst. Við hættum að verða fyrir óbeinum reykingum á veitinga- og skemmtistöðum, sem hafa áhrif á heilsu okkar. Það er frábært að geta farið út að borða og skemmta sér án þess að hafa áhyggjur af reyknum frá öðrum. Sem íþróttamaður er ég himinlifandi og sem heilbrigð manneskja enn fegnari. Ég vona að reykingabannið hafi jákvæð áhrif í för með sér. Ég vona að fólk taki þessu á jákvæðan hátt og sem flestir hætti þessum ósið. Reykingar eru skaðlegar heilsunni, það er engin afsökun að segjast ekki geta hætt, tóbak er ávanabindandi, en margir stórreykingamenn hafa náð þeim áfanga að hætta. Það er mikill misskilningur að það sé flott eða töff í dag að reykja. Það er flott og töff að reykja ekki! Að vera sá sem gerir sér grein fyrir því sem er hollt og óhollt fyrir líkama sinn, sá sem virðir sjálfan sig, og eitrar ekki fyrir sjálfum sér og líkama sínum. Það er skref í rétta átt að geta andað að sér hreinu lofti á veitinga- og skemmtistöðum. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið markmið laganna þá vona ég að þau hafi í för með sér að fleiri hætti að reykja og velji þannig sér og sínum heilbrigðari lífsstíl. Höfundur er afrekskona í badminton. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Hér er ekki ætlunin að tala um réttmæti reykingabannsins sem slíks. Ég skrifa þessa grein fyrst og fremst út frá því sjónarhorni hver ávinningurinn af því er fyrir mig sem íþróttakonu og heilbrigða manneskju. Reykingabannið hefur mikið gildi fyrir mig og fyrir fólk sem vill lifa heilbrigðu lífi. Ég, sem einstaklingur og íþróttamaður, vel heilbrigði ofar öllu og lifi samkvæmt því. Fyrir nokkrum árum hefði mig ekki grunað að þessi áfangi næðist. Ég hef alltaf reynt að forðast hvers kyns tóbak og tóbaksreyk frá öðrum. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú þekking sem ég hef á skaðsemi reykinga. Í langan tíma hef ég einnig vitað að reykingar hafa ekki aðeins áhrif á reykingamanninn sjálfan heldur líka annað fólk í umhverfinu. Ég ólst upp við hreint og ferskt loft inni á mínu heimili. Á unga aldri gerði ég mér grein fyrir því að áfengi, reykingar og óhollur lífsstíll myndu hafa slæm áhrif á heilsu mína. Ég vildi lifa heilbrigðu lífi, vera í góðu formi og líða vel, líkt og ég geri í dag. Ég byrjaði snemma í íþróttum og þátttaka mín í þeim íþróttum sem ég stundaði var ekki aðeins vegna félagsskaparins og skemmtanagildisins heldur var einnig markmiðið að bæta mig með hverri æfingunni. Þar sem ég vissi að tóbaksreykur væri slæmur heilsu minni forðaðist ég hann; ef reykt var í einu herbergi þá fór ég í annað og ef ég sat í bíl og var spurð hvort mér væri sama þótt viðkomandi reykti þá sagði ég nei. Það voru hins vegar margir sem virtu ekki mitt álit, þó færri í dag en áður. Í dag veit fólk um skaðsemi reykinga, þrátt fyrir það halda sumir þessum ósið áfram. Hingað til hefur reyklaust fólk þurft að anda að sér reyk á flestum veitinga- og skemmtistöðum, þrátt fyrir að hafa valið að vera á reyklausu svæði. Ég vel auðvitað alltaf reyklaust svæði, en það er hins vegar aldrei alveg reyklaust. Það er alltaf einhver reykur sem berst yfir á reyklausa svæðið og það finnur maður t.d. á lyktinni þegar maður kemur út af staðnum. Eftir kvöldverð eða skemmtun á veitinga-eða skemmtistað angar maður af reykingafýlu. Þetta finnst flestum viðurstyggð og þar á meðal mörgum reykingamönnum. Ég hef aldrei skilið það að reykja. Ég tel reykingar eitt af því fáránlegasta sem hægt er að gera sjálfum sér. Oft er þetta vani hjá fólki, en þessi vani er heilsuspillandi á hæsta stigi. Þegar fólk hafði ekki þekkingu á skaðsemi reykinga þótti þetta flott og aðeins á valdi þeirra ríkustu og fínustu. Þetta fólk vissi ekki betur. En í dag er skaðsemi reykinga vel þekkt. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á óhugnanlegar staðreyndir og oft sér maður á einstaklingi hvort hann reyki eða reyki ekki. Þau eru mörg atriðin sem skera reykingamenn út úr og reykingar hafa ekki aðlaðandi áhrif á ytra útlit fólks né innviði. Ég gleðst mikið yfir því að nú hefur þetta breyst. Við hættum að verða fyrir óbeinum reykingum á veitinga- og skemmtistöðum, sem hafa áhrif á heilsu okkar. Það er frábært að geta farið út að borða og skemmta sér án þess að hafa áhyggjur af reyknum frá öðrum. Sem íþróttamaður er ég himinlifandi og sem heilbrigð manneskja enn fegnari. Ég vona að reykingabannið hafi jákvæð áhrif í för með sér. Ég vona að fólk taki þessu á jákvæðan hátt og sem flestir hætti þessum ósið. Reykingar eru skaðlegar heilsunni, það er engin afsökun að segjast ekki geta hætt, tóbak er ávanabindandi, en margir stórreykingamenn hafa náð þeim áfanga að hætta. Það er mikill misskilningur að það sé flott eða töff í dag að reykja. Það er flott og töff að reykja ekki! Að vera sá sem gerir sér grein fyrir því sem er hollt og óhollt fyrir líkama sinn, sá sem virðir sjálfan sig, og eitrar ekki fyrir sjálfum sér og líkama sínum. Það er skref í rétta átt að geta andað að sér hreinu lofti á veitinga- og skemmtistöðum. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið markmið laganna þá vona ég að þau hafi í för með sér að fleiri hætti að reykja og velji þannig sér og sínum heilbrigðari lífsstíl. Höfundur er afrekskona í badminton.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun