Lækkanir til marks um alþjóðleg áhrif Jón Skaftason skrifar 1. ágúst 2007 02:45 Lækkanir undanfarinnar viku skýrast einkum af verðrýrnun erlendra fjárfestinga og gengistapi, og þykja til marks um aukna alþjóðavæðingu íslensks viðskiptalífs. Fréttablaðið/Stefán Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur lækkað um tæplega 4,5 prósent undanfarna viku og er lækkunin í samræmi við þær lækkanir sem orðið hafa á erlendum mörkuðum. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Glitnis, segir íslenskan hlutabréfamarkað sífellt verða alþjóðlegri. Stór hluti íslenskra félaga sé bæði með fjárfestingar og starfsemi erlendis, sem verði fyrir beinum áhrifum af gengi á erlendum mörkuðum, „Mörg félögin hér á landi eru með fjárfestingar og starfsemi erlendis. Þá eru margir innlendir fjárfestar sem eiga eignir í útlöndum, auk þess sem stórir erlendir fjárfestar eru orðnir umsvifamiklir á íslenskum fjármálamarkaði. Allt þetta er til marks um hversu alþjóðlegt viðskiptalífið er orðið.“ Breska FTSE 100-vísitalan hefur lækkað um 4,5 prósent undanfarna viku, hin franska CAC40 um 4,4 prósent og þýska DAXið litlu meira. Hin danska C20-vísitala hefur lækkað um tæplega 3,4 prósent, norska OBX-vísitalan um rúmlega 4,4 prósent og OMXS30 í Svíþjóð um tæplega 3,7 prósent. Dow Jones-vísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um 4,2 prósent síðastliðna viku og hefur ekki lækkað meira á einni viku síðan árið 2003. NASDAQ-vísitalan lækkaði um 1,34 prósent. Ingólfur telur hin alþjóðlegu áhrif einkum birtast á tvennan hátt; fjárfestingar erlendis rýrni í verði þegar skarpar lækkanir verða á mörkuðum líkt og undanfarna daga, auk þess sem veiking krónunnar valdi fjárfestum gengistapi. Einnig sé athyglisvert að hér heima hafi ekkert sérstakt gerst sem gæfi tilefni til svo skarpra lækkana, til að mynda hafi uppgjörshrinan sem nú stendur yfir verið tiltölulega góð, „Markaðurinn hér heima hefur þó hækkað talsvert undanfarið. Menn fá alltaf smávægilegan hroll þegar svo er og búast við leiðréttingu. Sú kann að vera skýringin að einhverju leyti. Meginorsökin er hins vegar þessar breytingar sem orðið hafa erlendis og knýja innlendan hlutabréfamarkað niður.“ Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur lækkað um tæplega 4,5 prósent undanfarna viku og er lækkunin í samræmi við þær lækkanir sem orðið hafa á erlendum mörkuðum. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Glitnis, segir íslenskan hlutabréfamarkað sífellt verða alþjóðlegri. Stór hluti íslenskra félaga sé bæði með fjárfestingar og starfsemi erlendis, sem verði fyrir beinum áhrifum af gengi á erlendum mörkuðum, „Mörg félögin hér á landi eru með fjárfestingar og starfsemi erlendis. Þá eru margir innlendir fjárfestar sem eiga eignir í útlöndum, auk þess sem stórir erlendir fjárfestar eru orðnir umsvifamiklir á íslenskum fjármálamarkaði. Allt þetta er til marks um hversu alþjóðlegt viðskiptalífið er orðið.“ Breska FTSE 100-vísitalan hefur lækkað um 4,5 prósent undanfarna viku, hin franska CAC40 um 4,4 prósent og þýska DAXið litlu meira. Hin danska C20-vísitala hefur lækkað um tæplega 3,4 prósent, norska OBX-vísitalan um rúmlega 4,4 prósent og OMXS30 í Svíþjóð um tæplega 3,7 prósent. Dow Jones-vísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um 4,2 prósent síðastliðna viku og hefur ekki lækkað meira á einni viku síðan árið 2003. NASDAQ-vísitalan lækkaði um 1,34 prósent. Ingólfur telur hin alþjóðlegu áhrif einkum birtast á tvennan hátt; fjárfestingar erlendis rýrni í verði þegar skarpar lækkanir verða á mörkuðum líkt og undanfarna daga, auk þess sem veiking krónunnar valdi fjárfestum gengistapi. Einnig sé athyglisvert að hér heima hafi ekkert sérstakt gerst sem gæfi tilefni til svo skarpra lækkana, til að mynda hafi uppgjörshrinan sem nú stendur yfir verið tiltölulega góð, „Markaðurinn hér heima hefur þó hækkað talsvert undanfarið. Menn fá alltaf smávægilegan hroll þegar svo er og búast við leiðréttingu. Sú kann að vera skýringin að einhverju leyti. Meginorsökin er hins vegar þessar breytingar sem orðið hafa erlendis og knýja innlendan hlutabréfamarkað niður.“
Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira