Um öfgar og öfgaleysi 29. júlí 2007 00:01 Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, birtir grein sl. miðvikudag undir fyrirsögninni Öfgalaus stefna í málefnum Palestínumanna. Þar vísar þingmaðurinn í málflutning formanns flokks síns, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, og yfirlýsinga hennar um Mið-Austurlönd. Ég hef gagnrýnt þessar yfirlýsingar og talið að það sé ekki til árangurs fallið í friðarferli né í anda lýðræðis að hundsa þá aðila sem unnu sigur í síðustu þingkosningum í Palestínu, þ.e. Hamas-samtökin. Um þetta segir Árni Páll Árnason: "Það er sérkennilegt að sjá Ögmund taka sér stöðu sem blaðafulltrúa Hamas, þegar viðleitni stuðningsríkja Palestínumanna um heim allan er að stuðla að einingu Palestínumanna." Árni Páll er ekki einn um að reyna að innprenta fólki að ég sé sérstakur talsmaður Hamas. Það gerir m.a. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á heimasíðu sinni og Egill Helgason, fjölmiðlamaður að sama skapi, en hann gagnrýnir afstöðu mína og segir að hann viti ekki "hversu líklegt það er til vinsælda að taka upp hanskann fyrir þessi öfga- og hryðjuverkasamtök". Fleiri hafa talað og skrifað í þessa veru. Í fyrsta lagi vil ég segja Agli Helgasyni og skoðanasystkinum að afstöðu í þessu máli tek ég ekki eftir því hvað ég telji líklegt að vera fallið "til vinsælda." Saga Palestínu er blóði drifin hörmungasaga síðari hluta 20. aldarinnar, allar götur frá samþykkt tillögu SÞ um skiptingu Palestínu árið 1947 eftir línum sem hvorki gyðingar né Palestínumenn viðurkenndu. Þá var landinu skipt nánast til helminga. Eftir grimmúðleg átök á þessu tímaskeiði fór hlutur Palestínumanna niður í minna en fjórðung. Ísraelar gengu enn lengra í landvinningum í sex daga stríðinu á sjöunda áratugnum og nú með byggingu kynþáttamúrsins þannig að stefnir í að Palestínumenn fái um tíunda hluta Palestínu í sinn hlut! Þetta hafa margir Palestínumenn ekki viljað sætta sig við, lengi vel Fatah og enn lengur Hamas. Nú gerðist það hins vegar að Hamas lýsti vilja til að mynda þjóðstjórn með Fatah og jafnframt að semja við Ísraela á grundvelli samþykkta SÞ sem byggja á landaskiptum eins og þau voru fyrir sex daga stríðið. Þetta vakti vonir um að Palestínumenn væru loksins að sameinast um friðsamlega lausn. Út á nákvæmlega þetta gekk viðleitni Norðmanna 1993. Nálgun Norðmanna taldi ég raunsæja - ekki öfgafulla! - og harmaði að íslenskur utanríkisráðherra tæki undir með ísraelskum stjórnvöldum sem í vor - rétt fyrir komu íslensku sendinefndarinnar - tókst endanlega að hrekja réttkjörna stjórn frá völdum í Palestínu og er nú enn einu sinni að takast að framfylgja gömlu ráði nýlenduherra: Að deila og drottna. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, birtir grein sl. miðvikudag undir fyrirsögninni Öfgalaus stefna í málefnum Palestínumanna. Þar vísar þingmaðurinn í málflutning formanns flokks síns, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, og yfirlýsinga hennar um Mið-Austurlönd. Ég hef gagnrýnt þessar yfirlýsingar og talið að það sé ekki til árangurs fallið í friðarferli né í anda lýðræðis að hundsa þá aðila sem unnu sigur í síðustu þingkosningum í Palestínu, þ.e. Hamas-samtökin. Um þetta segir Árni Páll Árnason: "Það er sérkennilegt að sjá Ögmund taka sér stöðu sem blaðafulltrúa Hamas, þegar viðleitni stuðningsríkja Palestínumanna um heim allan er að stuðla að einingu Palestínumanna." Árni Páll er ekki einn um að reyna að innprenta fólki að ég sé sérstakur talsmaður Hamas. Það gerir m.a. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á heimasíðu sinni og Egill Helgason, fjölmiðlamaður að sama skapi, en hann gagnrýnir afstöðu mína og segir að hann viti ekki "hversu líklegt það er til vinsælda að taka upp hanskann fyrir þessi öfga- og hryðjuverkasamtök". Fleiri hafa talað og skrifað í þessa veru. Í fyrsta lagi vil ég segja Agli Helgasyni og skoðanasystkinum að afstöðu í þessu máli tek ég ekki eftir því hvað ég telji líklegt að vera fallið "til vinsælda." Saga Palestínu er blóði drifin hörmungasaga síðari hluta 20. aldarinnar, allar götur frá samþykkt tillögu SÞ um skiptingu Palestínu árið 1947 eftir línum sem hvorki gyðingar né Palestínumenn viðurkenndu. Þá var landinu skipt nánast til helminga. Eftir grimmúðleg átök á þessu tímaskeiði fór hlutur Palestínumanna niður í minna en fjórðung. Ísraelar gengu enn lengra í landvinningum í sex daga stríðinu á sjöunda áratugnum og nú með byggingu kynþáttamúrsins þannig að stefnir í að Palestínumenn fái um tíunda hluta Palestínu í sinn hlut! Þetta hafa margir Palestínumenn ekki viljað sætta sig við, lengi vel Fatah og enn lengur Hamas. Nú gerðist það hins vegar að Hamas lýsti vilja til að mynda þjóðstjórn með Fatah og jafnframt að semja við Ísraela á grundvelli samþykkta SÞ sem byggja á landaskiptum eins og þau voru fyrir sex daga stríðið. Þetta vakti vonir um að Palestínumenn væru loksins að sameinast um friðsamlega lausn. Út á nákvæmlega þetta gekk viðleitni Norðmanna 1993. Nálgun Norðmanna taldi ég raunsæja - ekki öfgafulla! - og harmaði að íslenskur utanríkisráðherra tæki undir með ísraelskum stjórnvöldum sem í vor - rétt fyrir komu íslensku sendinefndarinnar - tókst endanlega að hrekja réttkjörna stjórn frá völdum í Palestínu og er nú enn einu sinni að takast að framfylgja gömlu ráði nýlenduherra: Að deila og drottna. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar