Stærsti turn heims er á við sjö Hallgrímskirkjur 23. júlí 2007 00:00 Burj- turninn í Dubai er orðinn hæsta bygging heims, þrátt fyrir að framkvæmdir á honum muni ekki taka enda fyrr en undir lok næsta árs. Skýjakljúfurinn er 512 metrar á hæð, fjórum metrum hærri en Taipei 101 turninn í Taívan, sem hefur verið hæstur síðustu þrjú ár. Burj-turninn er á hæð við sjö Hallgrímskirkjur. Ríkisrekna verktakafyrirtækið Emaar Properties í Sameinuðu arabísku furstadæmunum heldur upplýsingum um endanlega hæð Burj-turnsins leyndum. Svo gæti farið að turninn verði yfir 693 metrar að hæð, eða rúmlega níu sinnum hærri en Hallgrímskirkja. Í turninum verða 160 hæðir, 56 lyftur, lúxusíbúðir, sundlaugar og útsýnispallur á 124. hæð. Bygging skýjakljúfsins hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig, en í mars í fyrra gerðu verkamenn uppreisn og mótmæltu lágum launum sínum. Faglærðir smiðir fengu rétt rúmlega 500 krónur á dag í laun og óbreyttir verkamenn 350 krónur. Í óeirðunum ollu verkamennirnir rúmlega 61 milljónar króna tjóni. Flestir af verkamönnunum fjögur þúsund eru Indverjar. „Turninn er tákn þess að Dubai er heimsborg," sagði Greg Sang, yfirmaður verksins. Borgin er auðug af olíulindum og hefur hagnast gríðarlega að undanförnu. Bygging skýjakljúfsins gæti kostað um 60 milljarða króna, en hann þekur um tvö hundruð hektara svæði, sem er um 1.200 milljarða virði. Turninn mun sjást úr 100 kílómetra fjarlægð, að sögn verktakanna. Verkið hófst fyrir 1.277 dögum og hefur gengið hratt fyrir sig. Á köflum hefur heil hæð verið reist á þremur dögum. „Það er staðreynd lífsins að einhvern tímann mun einhver annar byggja hærri byggingu," segir Sang. Vísindi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Burj- turninn í Dubai er orðinn hæsta bygging heims, þrátt fyrir að framkvæmdir á honum muni ekki taka enda fyrr en undir lok næsta árs. Skýjakljúfurinn er 512 metrar á hæð, fjórum metrum hærri en Taipei 101 turninn í Taívan, sem hefur verið hæstur síðustu þrjú ár. Burj-turninn er á hæð við sjö Hallgrímskirkjur. Ríkisrekna verktakafyrirtækið Emaar Properties í Sameinuðu arabísku furstadæmunum heldur upplýsingum um endanlega hæð Burj-turnsins leyndum. Svo gæti farið að turninn verði yfir 693 metrar að hæð, eða rúmlega níu sinnum hærri en Hallgrímskirkja. Í turninum verða 160 hæðir, 56 lyftur, lúxusíbúðir, sundlaugar og útsýnispallur á 124. hæð. Bygging skýjakljúfsins hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig, en í mars í fyrra gerðu verkamenn uppreisn og mótmæltu lágum launum sínum. Faglærðir smiðir fengu rétt rúmlega 500 krónur á dag í laun og óbreyttir verkamenn 350 krónur. Í óeirðunum ollu verkamennirnir rúmlega 61 milljónar króna tjóni. Flestir af verkamönnunum fjögur þúsund eru Indverjar. „Turninn er tákn þess að Dubai er heimsborg," sagði Greg Sang, yfirmaður verksins. Borgin er auðug af olíulindum og hefur hagnast gríðarlega að undanförnu. Bygging skýjakljúfsins gæti kostað um 60 milljarða króna, en hann þekur um tvö hundruð hektara svæði, sem er um 1.200 milljarða virði. Turninn mun sjást úr 100 kílómetra fjarlægð, að sögn verktakanna. Verkið hófst fyrir 1.277 dögum og hefur gengið hratt fyrir sig. Á köflum hefur heil hæð verið reist á þremur dögum. „Það er staðreynd lífsins að einhvern tímann mun einhver annar byggja hærri byggingu," segir Sang.
Vísindi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira