Enn um Jesúm og heimsendi 23. júlí 2007 06:30 Fyrir skemmstu birtist á þessum síðum greinin „Viðheldur fáfræði kristninni?“ þar sem ég benti m.a. á þá staðreynd að stór hluti fræðimanna í Bandaríkjunum og Þýskalandi hafi frá því bók Alberts Schweitzer „Leitin að hinum sögulega Jesú“ kom út árið 1906 litið á Jesúm sem heimsendaspámann. Ef eitthvað er að marka viðbrögðin sem ég hef fengið við greininni á almenningur erfitt með að trúa þessu upp á „frelsarann“. Hvað sem því líður virðist heimsendatrúin enn lifa góðu lífi innan Þjóðkirkjunnar, eins og sjá má í prédikun sr. Bolla Péturs Bollasonar „Lausn yðar er í nánd“, sem hýst er á tru.is. Í vangaveltum sínum segir Bolli að sama hversu mikill sem hræðsluáróðurinn um fuglaflensuna og hlýnun jarðar verður séu þetta „ekki tákn um endalok heims vegna þess að þetta eru einmitt hugmyndir okkar mannfólksins um endalokin“. Bolli er á því að „Guð“ kristinna manna hafi það á sinni „könnu að ákvarða um endalokin, hvernig svo sem þau verða?“ Síðan veltir hann því upp „af hverju í ósköpunum er ég að fjalla um endalokin á þessum kyrrláta og góða tíma sem aðventan er“? Svarið er einfaldlega „að guðspjall dagsins [Lúkas, 21:25-33] fjallar um komu Jesú hina síðari er ‚himinn og jörð munu líða undir lok“, sem sýnir skýrt að með endurkomunni er „ekki einvörðungu um að ræða friðsama birtingu jólabarnsins“. Eins og tæplega helmingur Bandaríkjamanna virðist Bolli trúa að Jesú sé væntanlegur með sverð í hendi. „Já, Jesús kemur fyrr en varir á skýi og mun dæma lifendur og dauða eins og við kristið fólk höfum játað og játum enn.“ Eina leiðin til þess að forðast skapofsa „jólabarnsins“ er að mati Bolla stöðugur undirbúningur, sem hlýtur að fela í sér að meðtaka kristna trú og rækta hana, „þannig að koma hans verði okkur í raun ekki til dóms, heldur til hjálpræðis“. Nú ætti öllum að vera ljóst að Biblían boðar heimsendi, sem mun bresta á fyrr eða síðar. Skiptir þá litlu hvort ummerki hans megi greina í samtímanum, eins og áróðursmeistarar sjónvarpsstöðvarinnar Ómega halda fram, eða hvort hann muni koma okkur að óvörum, eins og Bolli ýjar að. Þá mun hinn friðsami Jesú skólakristinfræðinnar snúa aftur til jarðar í vondu skapi og fara, eins og Bolli gefur í skyn, með ófriði gegn öllum þeim sem ekki á hann trúa. Nú skil ég eina ástæðu þess að sr. Birgir Ásgeirsson, sem ég gagnrýndi nýlega í greininni „Þjóðkirkjan, umburðarlyndi og heimska“ (Fbl., 21/12, 2006), kallar alla þá sem hafna meintri tilvist Guðs kristinnar, þ.e. á fimmta milljarð einstaklinga, „heimskingja“: Þeir sem ekki játa trú á „jólabarnið“ eiga líklega yfir höfði sér dauðadóm þegar „það“ snýr aftur til jarðar. Höfundur er doktor í vísindasagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu birtist á þessum síðum greinin „Viðheldur fáfræði kristninni?“ þar sem ég benti m.a. á þá staðreynd að stór hluti fræðimanna í Bandaríkjunum og Þýskalandi hafi frá því bók Alberts Schweitzer „Leitin að hinum sögulega Jesú“ kom út árið 1906 litið á Jesúm sem heimsendaspámann. Ef eitthvað er að marka viðbrögðin sem ég hef fengið við greininni á almenningur erfitt með að trúa þessu upp á „frelsarann“. Hvað sem því líður virðist heimsendatrúin enn lifa góðu lífi innan Þjóðkirkjunnar, eins og sjá má í prédikun sr. Bolla Péturs Bollasonar „Lausn yðar er í nánd“, sem hýst er á tru.is. Í vangaveltum sínum segir Bolli að sama hversu mikill sem hræðsluáróðurinn um fuglaflensuna og hlýnun jarðar verður séu þetta „ekki tákn um endalok heims vegna þess að þetta eru einmitt hugmyndir okkar mannfólksins um endalokin“. Bolli er á því að „Guð“ kristinna manna hafi það á sinni „könnu að ákvarða um endalokin, hvernig svo sem þau verða?“ Síðan veltir hann því upp „af hverju í ósköpunum er ég að fjalla um endalokin á þessum kyrrláta og góða tíma sem aðventan er“? Svarið er einfaldlega „að guðspjall dagsins [Lúkas, 21:25-33] fjallar um komu Jesú hina síðari er ‚himinn og jörð munu líða undir lok“, sem sýnir skýrt að með endurkomunni er „ekki einvörðungu um að ræða friðsama birtingu jólabarnsins“. Eins og tæplega helmingur Bandaríkjamanna virðist Bolli trúa að Jesú sé væntanlegur með sverð í hendi. „Já, Jesús kemur fyrr en varir á skýi og mun dæma lifendur og dauða eins og við kristið fólk höfum játað og játum enn.“ Eina leiðin til þess að forðast skapofsa „jólabarnsins“ er að mati Bolla stöðugur undirbúningur, sem hlýtur að fela í sér að meðtaka kristna trú og rækta hana, „þannig að koma hans verði okkur í raun ekki til dóms, heldur til hjálpræðis“. Nú ætti öllum að vera ljóst að Biblían boðar heimsendi, sem mun bresta á fyrr eða síðar. Skiptir þá litlu hvort ummerki hans megi greina í samtímanum, eins og áróðursmeistarar sjónvarpsstöðvarinnar Ómega halda fram, eða hvort hann muni koma okkur að óvörum, eins og Bolli ýjar að. Þá mun hinn friðsami Jesú skólakristinfræðinnar snúa aftur til jarðar í vondu skapi og fara, eins og Bolli gefur í skyn, með ófriði gegn öllum þeim sem ekki á hann trúa. Nú skil ég eina ástæðu þess að sr. Birgir Ásgeirsson, sem ég gagnrýndi nýlega í greininni „Þjóðkirkjan, umburðarlyndi og heimska“ (Fbl., 21/12, 2006), kallar alla þá sem hafna meintri tilvist Guðs kristinnar, þ.e. á fimmta milljarð einstaklinga, „heimskingja“: Þeir sem ekki játa trú á „jólabarnið“ eiga líklega yfir höfði sér dauðadóm þegar „það“ snýr aftur til jarðar. Höfundur er doktor í vísindasagnfræði.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar