Lagi Magna stolið frá Rás 2 21. júlí 2007 04:45 Rokkarinn Magni er mjög sáttur við sína fyrstu sólóplötu. „Fólk er orðið frekar tæknivætt þegar það er farið að gera svona hluti. Ég botna ekkert í þessu," segir Magni Ásgeirsson, en nýjasta lag hans, If I Promised You The World, er komið í dreifingu á netinu án hans samþykkis. Erlendir aðdáendur Magna hafa beðið í ofvæni eftir fyrstu sólóplötu hans sem kemur út hérlendis og á iTunes í lok mánaðarins. Tókst einhverjum þeirra að stela nýja laginu af heimasíðu Rásar 2, þar sem það var frumflutt á dögunum. Einnig hafa hinir æstu aðdáendur tekið lög af MySpace-síðu Magna sem eiga að vera vernduð gegn þjófnaði. Platan heitir einfaldlega Magni og segist rokkaranum ekki hafa dottið neitt skárra nafn í hug. „Af því að hún er á ensku en er gefin út á Íslandi og líka á iTunes þá er hún þannig séð gefin út alls staðar. Það var ekki hægt að láta hana heita íslensku nafni og ekki heldur ensku þannig að þetta er fín lausn." Magni, sem var upptekinn við sveitastörf á traktori þegar Fréttablaðið ræddi við hann, segist vera mjög sáttur við plötuna. „Hún „sándar" alveg frábærlega og ég er mjög hreykinn af útkomunni. Það gekk allt upp einhvern veginn en ég á eftir að sjá hana fullbúna. Vonandi hefur ekkert klúðrast." Magni, sem tók plötuna upp í Danmörku, gefur hana út sjálfur og segir það skipta miklu máli. „Þetta gefur manni fullkomið frelsi og það er enginn sem getur sagt þér að gera neitt. Þarna á maður líka allt sjálfur og enginn getur tekið neitt af þér. Maður stendur bara og fellur með þessu sjálfur." Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir á Borgarfirði eystri, heimaslóðum Magna, þann 27. júlí næstkomandi. Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Julian McMahon látinn Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Fólk er orðið frekar tæknivætt þegar það er farið að gera svona hluti. Ég botna ekkert í þessu," segir Magni Ásgeirsson, en nýjasta lag hans, If I Promised You The World, er komið í dreifingu á netinu án hans samþykkis. Erlendir aðdáendur Magna hafa beðið í ofvæni eftir fyrstu sólóplötu hans sem kemur út hérlendis og á iTunes í lok mánaðarins. Tókst einhverjum þeirra að stela nýja laginu af heimasíðu Rásar 2, þar sem það var frumflutt á dögunum. Einnig hafa hinir æstu aðdáendur tekið lög af MySpace-síðu Magna sem eiga að vera vernduð gegn þjófnaði. Platan heitir einfaldlega Magni og segist rokkaranum ekki hafa dottið neitt skárra nafn í hug. „Af því að hún er á ensku en er gefin út á Íslandi og líka á iTunes þá er hún þannig séð gefin út alls staðar. Það var ekki hægt að láta hana heita íslensku nafni og ekki heldur ensku þannig að þetta er fín lausn." Magni, sem var upptekinn við sveitastörf á traktori þegar Fréttablaðið ræddi við hann, segist vera mjög sáttur við plötuna. „Hún „sándar" alveg frábærlega og ég er mjög hreykinn af útkomunni. Það gekk allt upp einhvern veginn en ég á eftir að sjá hana fullbúna. Vonandi hefur ekkert klúðrast." Magni, sem tók plötuna upp í Danmörku, gefur hana út sjálfur og segir það skipta miklu máli. „Þetta gefur manni fullkomið frelsi og það er enginn sem getur sagt þér að gera neitt. Þarna á maður líka allt sjálfur og enginn getur tekið neitt af þér. Maður stendur bara og fellur með þessu sjálfur." Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir á Borgarfirði eystri, heimaslóðum Magna, þann 27. júlí næstkomandi.
Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Julian McMahon látinn Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög