Lagi Magna stolið frá Rás 2 21. júlí 2007 04:45 Rokkarinn Magni er mjög sáttur við sína fyrstu sólóplötu. „Fólk er orðið frekar tæknivætt þegar það er farið að gera svona hluti. Ég botna ekkert í þessu," segir Magni Ásgeirsson, en nýjasta lag hans, If I Promised You The World, er komið í dreifingu á netinu án hans samþykkis. Erlendir aðdáendur Magna hafa beðið í ofvæni eftir fyrstu sólóplötu hans sem kemur út hérlendis og á iTunes í lok mánaðarins. Tókst einhverjum þeirra að stela nýja laginu af heimasíðu Rásar 2, þar sem það var frumflutt á dögunum. Einnig hafa hinir æstu aðdáendur tekið lög af MySpace-síðu Magna sem eiga að vera vernduð gegn þjófnaði. Platan heitir einfaldlega Magni og segist rokkaranum ekki hafa dottið neitt skárra nafn í hug. „Af því að hún er á ensku en er gefin út á Íslandi og líka á iTunes þá er hún þannig séð gefin út alls staðar. Það var ekki hægt að láta hana heita íslensku nafni og ekki heldur ensku þannig að þetta er fín lausn." Magni, sem var upptekinn við sveitastörf á traktori þegar Fréttablaðið ræddi við hann, segist vera mjög sáttur við plötuna. „Hún „sándar" alveg frábærlega og ég er mjög hreykinn af útkomunni. Það gekk allt upp einhvern veginn en ég á eftir að sjá hana fullbúna. Vonandi hefur ekkert klúðrast." Magni, sem tók plötuna upp í Danmörku, gefur hana út sjálfur og segir það skipta miklu máli. „Þetta gefur manni fullkomið frelsi og það er enginn sem getur sagt þér að gera neitt. Þarna á maður líka allt sjálfur og enginn getur tekið neitt af þér. Maður stendur bara og fellur með þessu sjálfur." Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir á Borgarfirði eystri, heimaslóðum Magna, þann 27. júlí næstkomandi. Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Fólk er orðið frekar tæknivætt þegar það er farið að gera svona hluti. Ég botna ekkert í þessu," segir Magni Ásgeirsson, en nýjasta lag hans, If I Promised You The World, er komið í dreifingu á netinu án hans samþykkis. Erlendir aðdáendur Magna hafa beðið í ofvæni eftir fyrstu sólóplötu hans sem kemur út hérlendis og á iTunes í lok mánaðarins. Tókst einhverjum þeirra að stela nýja laginu af heimasíðu Rásar 2, þar sem það var frumflutt á dögunum. Einnig hafa hinir æstu aðdáendur tekið lög af MySpace-síðu Magna sem eiga að vera vernduð gegn þjófnaði. Platan heitir einfaldlega Magni og segist rokkaranum ekki hafa dottið neitt skárra nafn í hug. „Af því að hún er á ensku en er gefin út á Íslandi og líka á iTunes þá er hún þannig séð gefin út alls staðar. Það var ekki hægt að láta hana heita íslensku nafni og ekki heldur ensku þannig að þetta er fín lausn." Magni, sem var upptekinn við sveitastörf á traktori þegar Fréttablaðið ræddi við hann, segist vera mjög sáttur við plötuna. „Hún „sándar" alveg frábærlega og ég er mjög hreykinn af útkomunni. Það gekk allt upp einhvern veginn en ég á eftir að sjá hana fullbúna. Vonandi hefur ekkert klúðrast." Magni, sem tók plötuna upp í Danmörku, gefur hana út sjálfur og segir það skipta miklu máli. „Þetta gefur manni fullkomið frelsi og það er enginn sem getur sagt þér að gera neitt. Þarna á maður líka allt sjálfur og enginn getur tekið neitt af þér. Maður stendur bara og fellur með þessu sjálfur." Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir á Borgarfirði eystri, heimaslóðum Magna, þann 27. júlí næstkomandi.
Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira