Kæri Hannes! 21. júlí 2007 07:00 Bestu þakkir fyrir bréfið sem gladdi mig ósegjanlega. Þar færir þú mér þau merku tíðindi, og sennilega ýmsum lesendum Bréfs til Maríu líka, að Henri Lepage sé góðvinur þinn. Það gætir að vísu nokkurs misskilnings hjá þér, þegar þú segir að ég hneykslist á bók Henri Lepage, Á morgun, kapítalisminn, eða samkvæmt þinni túlkun á titlinum, Morgundagurinn er kapítalismans. Það er í rauninni þvert á móti. Mér fannst hún hin athyglisverðasta, því þar fékk ég á einum stað nákvæmt, greinargott og yfirgripsmikið yfirlit yfir kenningar frjálshyggjumanna. Þess vegna taldi ég ómaksins vert að verja tíma og rúmi í að fjalla um þessa bók. Nú mun sá orðrómur vera kominn á kreik og hefur borist til mín í vindinum, að ég hafi dregið þarna fram einhvern þriðja flokks höfund, með öllu óþekktan, sem ekki sé eyðandi miklu púðri á; ég ráðist sem sé á garð frjálshyggjumanna þar sem hann sé lægstur, eða jafnvel skarð í honum. Þetta er alvarleg gagnrýni, ef hún skyldi hafa við rök að styðjast, og erfitt fyrir mig að svara henni, því óvíst að ég teldist trúverðugur ef ég ætlaði að taka upp hanskann fyrir Henri Lepage meira en orðið er. En nú hefur þú tekið ómakið af mér og kippt öllum grundvelli undan þessum andmælum. Eins og almenningur veit átt þú það nefnilega sameiginlegt með ýmsum þeim höfuðspekingum sem láta ljós sitt skína á Signubökkum, að þú umgengst einungis stórmenni þessa heims. Ef Henri Lepage er góðvinur þinn, getur hann þess vegna ekki verið neinn hálfdrættingur í hugmyndafræðum frjálshyggjunnar, það hlýtur að vera fullt mark takandi á manni sem er í svo góðum félagsskap. Þess vegna er það líka dálítið óréttlátt hjá þér, þegar þú segir í nokkrum álösunartón að ég safni saman undir heitinu „frjálshyggja" alls kyns hagstjórnarhugmyndum og þá væntanlega ólíkum. Þær hugmyndir sem ég fjalla um eru allar til staðar í riti Henri Lepage, hann hefur safnað þeim saman á undan mér. Megir þú svo ávallt vaxa að manviti. Höfundur er sagnfræðingur og doktor í miðaldafræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Bestu þakkir fyrir bréfið sem gladdi mig ósegjanlega. Þar færir þú mér þau merku tíðindi, og sennilega ýmsum lesendum Bréfs til Maríu líka, að Henri Lepage sé góðvinur þinn. Það gætir að vísu nokkurs misskilnings hjá þér, þegar þú segir að ég hneykslist á bók Henri Lepage, Á morgun, kapítalisminn, eða samkvæmt þinni túlkun á titlinum, Morgundagurinn er kapítalismans. Það er í rauninni þvert á móti. Mér fannst hún hin athyglisverðasta, því þar fékk ég á einum stað nákvæmt, greinargott og yfirgripsmikið yfirlit yfir kenningar frjálshyggjumanna. Þess vegna taldi ég ómaksins vert að verja tíma og rúmi í að fjalla um þessa bók. Nú mun sá orðrómur vera kominn á kreik og hefur borist til mín í vindinum, að ég hafi dregið þarna fram einhvern þriðja flokks höfund, með öllu óþekktan, sem ekki sé eyðandi miklu púðri á; ég ráðist sem sé á garð frjálshyggjumanna þar sem hann sé lægstur, eða jafnvel skarð í honum. Þetta er alvarleg gagnrýni, ef hún skyldi hafa við rök að styðjast, og erfitt fyrir mig að svara henni, því óvíst að ég teldist trúverðugur ef ég ætlaði að taka upp hanskann fyrir Henri Lepage meira en orðið er. En nú hefur þú tekið ómakið af mér og kippt öllum grundvelli undan þessum andmælum. Eins og almenningur veit átt þú það nefnilega sameiginlegt með ýmsum þeim höfuðspekingum sem láta ljós sitt skína á Signubökkum, að þú umgengst einungis stórmenni þessa heims. Ef Henri Lepage er góðvinur þinn, getur hann þess vegna ekki verið neinn hálfdrættingur í hugmyndafræðum frjálshyggjunnar, það hlýtur að vera fullt mark takandi á manni sem er í svo góðum félagsskap. Þess vegna er það líka dálítið óréttlátt hjá þér, þegar þú segir í nokkrum álösunartón að ég safni saman undir heitinu „frjálshyggja" alls kyns hagstjórnarhugmyndum og þá væntanlega ólíkum. Þær hugmyndir sem ég fjalla um eru allar til staðar í riti Henri Lepage, hann hefur safnað þeim saman á undan mér. Megir þú svo ávallt vaxa að manviti. Höfundur er sagnfræðingur og doktor í miðaldafræðum.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar