Ritstjórinn og barrtrén Hjörleifur Guttormsson skrifar 18. júlí 2007 06:30 Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins birti leiðara í blaðinu 16. júlí síðastliðinn undir yfirskriftinni Flórufasismi. Í greininni reiðir ritstjórinn hátt til höggs gegn þeirri stefnu Þingvallanefndar að takmarka á Þingvöllum útbreiðslu barrtrjáa sem þar var plantað á öldinni sem leið. Trjám þessum lýsir hann sem menningararfleifð sem nú eigi að rífa upp með rótum. Þorsteinn segir þetta gert í skiptum fyrir inntöku Þingvalla á Heimsminjaskrá UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, og gerir afar lítið úr þeim gjörningi, tengir hann við sölumennsku og peningaplokk af ferðamönnum. Barrtrjánum lýsir hann sem heilögu tákni fyrir hátíðarsamkomur þjóðarinnar á Þingvöllum á öldinni sem leið. Þjóðin segir hann „stofnaði lýðveldi í landinu í samveru við barrtré á Þingvöllum", minntist búsetu „í skjóli slíkra trjáa" og „átti samverustund með barrtrjám þegar þúsund ár voru liðin frá því kristni var lögtekin á Lögbergi." Hér er ekki nein smáræðis tilfinningaleg upplifun á ferðinni og ekki seinna vænna að átta sig á hvað öðru fremur laðar Íslendinga að þessum helgistað. Söguleg upprifjunVið þennan sögulega óð um barrviði hvarflar hugur minn tvo áratugi til baka en þá áttum við Þorsteinn sem alþingismenn sæti í Þingvallanefnd ásamt Þórarni Sigurjónssyni, en Þorsteinn var um þær mundir forsætisráðherra. Þingvallanefnd hafði þá um nokkurt árabil unnið að stefnumörkun í skipulagsmálum fyrir þjóðgarðinn. Eftir sérstaka gróðurfarslega úttekt á þjóðgarðslandinu og ítarlegt kynningarferli staðfesti nefndin „þetta skipulag og samþykkir það sem stefnumörkun fyrir Þjóðgarðinn á Þingvöllum". Um umhirðu trjágróðurs segir í þessari stefnumörkun Þingvallanefndar: „Rétt er að láta furulundinn, sem markar upphaf skógræktar á Íslandi, halda sér og hlúa að honum, en girðingar umhverfis lundinn verði fjarlægðar. Að öðru leyti verði ekki gróðursettir barrviðir eða aðrar aðfluttar tegundir á Þingvallasvæðinu milli gjáa. - Grisja þarf trjágróður innan þinghelginnar með hliðsjón af fornleifaúttekt, því að trjárætur spilla minjum í jörðu." Undir þetta rituðum við nefndarmennirnir í góðri sátt 27. maí 1988. Þessari stefnumörkun hefur síðan í aðalatriðum verið fylgt af Þingvallanefnd og hefur þjóðgarðsvörður mörg undanfarin ár látið grisja og fjarlægja barrviði á nokkrum stöðum. HeimsminjaskráinUmsókn íslenskra stjórnvalda um Þingvelli á heimsminjaskrá var lögð fram í febrúar 2003 og þurfti því ekki atbeina UNESCO um þá stefnu sem Þingvallanefnd hafði samþykkt hálfum öðrum áratug fyrr. Hinsvegar er ákvörðunin um að grisja og fjarlægja aðfluttar trjátegundir hluti af þeim kvöðum sem innsiglaðar voru með inntöku Þingvalla á heimsminjaskrána árið 2004. Jafnframt var ítrekað það sem áður lá fyrir að furulundurinn frá árinu 1903 yrði varðveittur sem sögulegt minnismerki um upphafsár skógræktar hérlendis. Það er ekkert við því að segja að ritstjóranum Þorsteini hafi snúist hugur frá þeirri samþykkt sem hann sem alþingismaður stóð að í Þingvallanefnd fyrir tveimur áratugum. Fyrir þeim hughvörfum færir hann hins vegar engin rök í grein sinni en beinir spjótum sínum nú að ósekju að þeim sem stóðu að því að Þingvellir voru teknir inn á skrá yfir staði sem taldir eru hafa einstakt gildi fyrir alla heimsbyggðina. Undir gjörninginn rituðu af Íslands hálfu Davíð Oddsson forsætisráðherra og Björn Bjarnason formaður Þingvallanefndar. Með inntöku á heimsminjaskrá fékk sérstaða Þingvalla alþjóðlega viðurkenningu en jafnframt er framtíðarverndun þjóðgarðsins betur tryggð en ella. Margir hljóta að spyrja hvað ritstjóra Fréttablaðsins gangi til að taka þetta mál nú upp með þeim hætti sem hann gerir. Er hann að leggja til að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir að gera afturræka viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna og að allir barrviðir á Þingvöllum verði friðlýstir svo tryggja megi gestum þar skjól á næsta hátíðarfundi? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins birti leiðara í blaðinu 16. júlí síðastliðinn undir yfirskriftinni Flórufasismi. Í greininni reiðir ritstjórinn hátt til höggs gegn þeirri stefnu Þingvallanefndar að takmarka á Þingvöllum útbreiðslu barrtrjáa sem þar var plantað á öldinni sem leið. Trjám þessum lýsir hann sem menningararfleifð sem nú eigi að rífa upp með rótum. Þorsteinn segir þetta gert í skiptum fyrir inntöku Þingvalla á Heimsminjaskrá UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, og gerir afar lítið úr þeim gjörningi, tengir hann við sölumennsku og peningaplokk af ferðamönnum. Barrtrjánum lýsir hann sem heilögu tákni fyrir hátíðarsamkomur þjóðarinnar á Þingvöllum á öldinni sem leið. Þjóðin segir hann „stofnaði lýðveldi í landinu í samveru við barrtré á Þingvöllum", minntist búsetu „í skjóli slíkra trjáa" og „átti samverustund með barrtrjám þegar þúsund ár voru liðin frá því kristni var lögtekin á Lögbergi." Hér er ekki nein smáræðis tilfinningaleg upplifun á ferðinni og ekki seinna vænna að átta sig á hvað öðru fremur laðar Íslendinga að þessum helgistað. Söguleg upprifjunVið þennan sögulega óð um barrviði hvarflar hugur minn tvo áratugi til baka en þá áttum við Þorsteinn sem alþingismenn sæti í Þingvallanefnd ásamt Þórarni Sigurjónssyni, en Þorsteinn var um þær mundir forsætisráðherra. Þingvallanefnd hafði þá um nokkurt árabil unnið að stefnumörkun í skipulagsmálum fyrir þjóðgarðinn. Eftir sérstaka gróðurfarslega úttekt á þjóðgarðslandinu og ítarlegt kynningarferli staðfesti nefndin „þetta skipulag og samþykkir það sem stefnumörkun fyrir Þjóðgarðinn á Þingvöllum". Um umhirðu trjágróðurs segir í þessari stefnumörkun Þingvallanefndar: „Rétt er að láta furulundinn, sem markar upphaf skógræktar á Íslandi, halda sér og hlúa að honum, en girðingar umhverfis lundinn verði fjarlægðar. Að öðru leyti verði ekki gróðursettir barrviðir eða aðrar aðfluttar tegundir á Þingvallasvæðinu milli gjáa. - Grisja þarf trjágróður innan þinghelginnar með hliðsjón af fornleifaúttekt, því að trjárætur spilla minjum í jörðu." Undir þetta rituðum við nefndarmennirnir í góðri sátt 27. maí 1988. Þessari stefnumörkun hefur síðan í aðalatriðum verið fylgt af Þingvallanefnd og hefur þjóðgarðsvörður mörg undanfarin ár látið grisja og fjarlægja barrviði á nokkrum stöðum. HeimsminjaskráinUmsókn íslenskra stjórnvalda um Þingvelli á heimsminjaskrá var lögð fram í febrúar 2003 og þurfti því ekki atbeina UNESCO um þá stefnu sem Þingvallanefnd hafði samþykkt hálfum öðrum áratug fyrr. Hinsvegar er ákvörðunin um að grisja og fjarlægja aðfluttar trjátegundir hluti af þeim kvöðum sem innsiglaðar voru með inntöku Þingvalla á heimsminjaskrána árið 2004. Jafnframt var ítrekað það sem áður lá fyrir að furulundurinn frá árinu 1903 yrði varðveittur sem sögulegt minnismerki um upphafsár skógræktar hérlendis. Það er ekkert við því að segja að ritstjóranum Þorsteini hafi snúist hugur frá þeirri samþykkt sem hann sem alþingismaður stóð að í Þingvallanefnd fyrir tveimur áratugum. Fyrir þeim hughvörfum færir hann hins vegar engin rök í grein sinni en beinir spjótum sínum nú að ósekju að þeim sem stóðu að því að Þingvellir voru teknir inn á skrá yfir staði sem taldir eru hafa einstakt gildi fyrir alla heimsbyggðina. Undir gjörninginn rituðu af Íslands hálfu Davíð Oddsson forsætisráðherra og Björn Bjarnason formaður Þingvallanefndar. Með inntöku á heimsminjaskrá fékk sérstaða Þingvalla alþjóðlega viðurkenningu en jafnframt er framtíðarverndun þjóðgarðsins betur tryggð en ella. Margir hljóta að spyrja hvað ritstjóra Fréttablaðsins gangi til að taka þetta mál nú upp með þeim hætti sem hann gerir. Er hann að leggja til að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir að gera afturræka viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna og að allir barrviðir á Þingvöllum verði friðlýstir svo tryggja megi gestum þar skjól á næsta hátíðarfundi? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra.
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun