Er grauturinn lygi eða fáfræði? Finnur Árnason skrifar 17. júlí 2007 03:00 Ónákvæmni í umræðu um matarverð á Íslandi er orðin þjóðaríþrótt. Með jöfnu millibili skapast umræða um þá augljósu staðreynd að matvöruverð á Íslandi er hátt. Keppnin um hverjum sé um að kenna heldur áfram þrátt fyrir að skýrslur Hagfræðistofnunar Háskólans, Samkeppniseftirlita Norðurlandanna og skýrsla Matvælanefndar sýni allar þá meginniðurstöðu, að haftastefna í verslun með landbúnaðarvörur og tollar á innfluttar matvörur valdi hér háu matarverði. Yfirlýsingar frá ASÍ og formanni Neytendasamtakanna undanfarna daga eru sorglegar fyrir þá sem starfa á matvörumarkaði. Ályktanir sem þar eru dregnar hafa engan grundvöll. Fyrir það fyrsta er yfirlýsing Jóhannesar Gunnarssonar, formanns Neytendasamtakanna, um að Bónus haldi uppi háu matvælaverði með slíkum ólíkindum að leiðrétting hlýtur að líta dagsins ljós, enda trúverðugleiki Neytendasamtakanna í húfi. Hlutfall útgjalda af ráðstöfunartekjum heimilanna til matvörukaupa hefur lækkað um helming frá stofnun Bónuss. Það veit Jóhannes Gunnarsson. Gott er fyrir Jóhannes að rifja upp umræðu um vöruverð á landsbyggðinni áður en „skaðvaldurinn" Bónus opnaði þar verslanir. Bónus hefur frá upphafi boðið sama verð til allra viðskiptavina um land allt og ávallt lægsta matvöruverð hér á landi. Þetta veit þjóðin, sem hefur kosið. Bónus hefur verið vinsælasta fyrirtæki landsins fimm ár í röð. Einnig er rétt að minna Jóhannes á að í þau tvö skipti sem Neytendasamtökin hafa veitt hin svokölluðu Neytendaverðlaun Neytendasamtakanna og Bylgjunnar, hefur Bónus sigrað með yfirburðum í bæði skiptin. Yfirlýsingagleði og ónákvæmni ASÍ um verðlag á matvöru kemur mér ekki á óvart. Hana þekki ég fullvel og hef ítrekað gert athugasemdir við óvönduð vinnubrögð þegar kemur að umfjöllun um matvöruverð. Óvönduð vinnubrögð við ríkisstyrkt verðlagseftirlit hæfa ekki samtökum eins og ASÍ.Leikritið og reiknikunnáttanÍ því sambandi er rétt að minnast að í október síðastliðinn tilkynnti ríkisstjórn Íslands um aðgerðir til lækkunar matvælaverðs. Aðgerðirnar áttu samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að skila tæplega 16% lækkun matvælaverðs. Auk þess kom fram í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að með þessari lækkun væri matvælaverð hér orðið sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndum. Mat hagdeildar ASÍ þann 11. október var að aðgerðirnar skiluðu 12 til 15% lækkun á matarverði. Hagstofa Íslands skilaði síðan útreikningi þann 19. janúar síðastliðinn, sem ekki hefur verið véfengdur, um að breytingarnar ættu að skila 8,7% lækkun. ASÍ mat lækkunina sem sagt 37,8-72,4% meiri en hið óvéfengda mat Hagstofu Íslands. Þann 16. apríl sendi ASÍ frá sér fréttatilkynningu til allra fjölmiðla þar sem verslanir 10-11 voru sagðar hafa lækkað verð um 4,4% frá desember 2006 til mars 2007. Í kjölfar athugasemda okkar sendi ASÍ út aðra fréttatilkynningu daginn eftir, þar sem lækkunin var komin í 6,1%. Sú niðurstaða er reyndar einnig röng enda skilaði öll lækkun sér í 10-11. Óvandaðar yfirlýsingar sem þessar eru ekkert annað en aðför að orðspori fyrirtækja. Fyrirtækja sem í þessu tilfelli hefur starfsfólk, sem flest er aðili að ASÍ. Við slíkar umræður þarf matvöruverslunin að búa. Ríkisstjórn segir almenningi að verð eigi að lækka um 16% og að verðlag verði sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndum. Hvort tveggja er fjarri lagi. Í kjölfarið fylgir ASÍ með illa ígrundaðar upplýsingar, sem gerir væntingar neytenda mun meiri en innistæða er fyrir. Þessu tengist umræða um áhrif gengis á verðlag dagvöru. Þar er rétt að hafa í huga að dæmigerð innkaupakarfa á Íslandi er í verðmætum samsett af um 45% af innlendum landbúnaðarvörum, um 25% af innlendum iðnaðarvörum og um 30% af innfluttum vörum, m.a. frá innlendum heildsölum. Verslunin kaupir yfir 90% af öllum vörum af innlendum birgjum fyrir íslenskar krónur. Bein innkaup smásöluverslunar í erlendum gjaldeyri eru því mjög lítil. Þrátt fyrir það er smásöluverslunin ávallt sökudólgur, þegar kemur að þessari umræðu.Ný ríkisstjórn, nýjar áherslur?Það er öllum ljóst að stjórnvöld hafa haft þá stefnu að halda matvöruverði háu með því að takmarka mjög viðskipti með matvörur. Hugsanlega og vonandi eru áherslur nýrrar ríkisstjórnar aðrar. Ef við viljum lækka matvöruverð á Íslandi þarf að auka frelsi í verslun með matvörur. Haftastefna stjórnvalda í þessum flokki er í hróplegu ósamræmi við alla okkar þjóðfélagsþróun. Ef aðrar þjóðir fylgdu fordæmi okkar flyttum við ekki út lambakjöt og skyr og líklegt er að Parmaskinka fengist eingöngu á Ítalíu. Lausnin er að stjórnvöld skapi íslenskri verslun sömu starfsskilyrði og verslanir sem starfa í nágrannalöndum okkar, m.a. með fráhvarfi frá haftastefnu, með niðurfellingu tolla á matvörur og með því að leyfa sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum, sem ekki síst kæmi landsbyggðarversluninni til góða.Höfundur er forstjóri Haga hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ónákvæmni í umræðu um matarverð á Íslandi er orðin þjóðaríþrótt. Með jöfnu millibili skapast umræða um þá augljósu staðreynd að matvöruverð á Íslandi er hátt. Keppnin um hverjum sé um að kenna heldur áfram þrátt fyrir að skýrslur Hagfræðistofnunar Háskólans, Samkeppniseftirlita Norðurlandanna og skýrsla Matvælanefndar sýni allar þá meginniðurstöðu, að haftastefna í verslun með landbúnaðarvörur og tollar á innfluttar matvörur valdi hér háu matarverði. Yfirlýsingar frá ASÍ og formanni Neytendasamtakanna undanfarna daga eru sorglegar fyrir þá sem starfa á matvörumarkaði. Ályktanir sem þar eru dregnar hafa engan grundvöll. Fyrir það fyrsta er yfirlýsing Jóhannesar Gunnarssonar, formanns Neytendasamtakanna, um að Bónus haldi uppi háu matvælaverði með slíkum ólíkindum að leiðrétting hlýtur að líta dagsins ljós, enda trúverðugleiki Neytendasamtakanna í húfi. Hlutfall útgjalda af ráðstöfunartekjum heimilanna til matvörukaupa hefur lækkað um helming frá stofnun Bónuss. Það veit Jóhannes Gunnarsson. Gott er fyrir Jóhannes að rifja upp umræðu um vöruverð á landsbyggðinni áður en „skaðvaldurinn" Bónus opnaði þar verslanir. Bónus hefur frá upphafi boðið sama verð til allra viðskiptavina um land allt og ávallt lægsta matvöruverð hér á landi. Þetta veit þjóðin, sem hefur kosið. Bónus hefur verið vinsælasta fyrirtæki landsins fimm ár í röð. Einnig er rétt að minna Jóhannes á að í þau tvö skipti sem Neytendasamtökin hafa veitt hin svokölluðu Neytendaverðlaun Neytendasamtakanna og Bylgjunnar, hefur Bónus sigrað með yfirburðum í bæði skiptin. Yfirlýsingagleði og ónákvæmni ASÍ um verðlag á matvöru kemur mér ekki á óvart. Hana þekki ég fullvel og hef ítrekað gert athugasemdir við óvönduð vinnubrögð þegar kemur að umfjöllun um matvöruverð. Óvönduð vinnubrögð við ríkisstyrkt verðlagseftirlit hæfa ekki samtökum eins og ASÍ.Leikritið og reiknikunnáttanÍ því sambandi er rétt að minnast að í október síðastliðinn tilkynnti ríkisstjórn Íslands um aðgerðir til lækkunar matvælaverðs. Aðgerðirnar áttu samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að skila tæplega 16% lækkun matvælaverðs. Auk þess kom fram í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að með þessari lækkun væri matvælaverð hér orðið sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndum. Mat hagdeildar ASÍ þann 11. október var að aðgerðirnar skiluðu 12 til 15% lækkun á matarverði. Hagstofa Íslands skilaði síðan útreikningi þann 19. janúar síðastliðinn, sem ekki hefur verið véfengdur, um að breytingarnar ættu að skila 8,7% lækkun. ASÍ mat lækkunina sem sagt 37,8-72,4% meiri en hið óvéfengda mat Hagstofu Íslands. Þann 16. apríl sendi ASÍ frá sér fréttatilkynningu til allra fjölmiðla þar sem verslanir 10-11 voru sagðar hafa lækkað verð um 4,4% frá desember 2006 til mars 2007. Í kjölfar athugasemda okkar sendi ASÍ út aðra fréttatilkynningu daginn eftir, þar sem lækkunin var komin í 6,1%. Sú niðurstaða er reyndar einnig röng enda skilaði öll lækkun sér í 10-11. Óvandaðar yfirlýsingar sem þessar eru ekkert annað en aðför að orðspori fyrirtækja. Fyrirtækja sem í þessu tilfelli hefur starfsfólk, sem flest er aðili að ASÍ. Við slíkar umræður þarf matvöruverslunin að búa. Ríkisstjórn segir almenningi að verð eigi að lækka um 16% og að verðlag verði sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndum. Hvort tveggja er fjarri lagi. Í kjölfarið fylgir ASÍ með illa ígrundaðar upplýsingar, sem gerir væntingar neytenda mun meiri en innistæða er fyrir. Þessu tengist umræða um áhrif gengis á verðlag dagvöru. Þar er rétt að hafa í huga að dæmigerð innkaupakarfa á Íslandi er í verðmætum samsett af um 45% af innlendum landbúnaðarvörum, um 25% af innlendum iðnaðarvörum og um 30% af innfluttum vörum, m.a. frá innlendum heildsölum. Verslunin kaupir yfir 90% af öllum vörum af innlendum birgjum fyrir íslenskar krónur. Bein innkaup smásöluverslunar í erlendum gjaldeyri eru því mjög lítil. Þrátt fyrir það er smásöluverslunin ávallt sökudólgur, þegar kemur að þessari umræðu.Ný ríkisstjórn, nýjar áherslur?Það er öllum ljóst að stjórnvöld hafa haft þá stefnu að halda matvöruverði háu með því að takmarka mjög viðskipti með matvörur. Hugsanlega og vonandi eru áherslur nýrrar ríkisstjórnar aðrar. Ef við viljum lækka matvöruverð á Íslandi þarf að auka frelsi í verslun með matvörur. Haftastefna stjórnvalda í þessum flokki er í hróplegu ósamræmi við alla okkar þjóðfélagsþróun. Ef aðrar þjóðir fylgdu fordæmi okkar flyttum við ekki út lambakjöt og skyr og líklegt er að Parmaskinka fengist eingöngu á Ítalíu. Lausnin er að stjórnvöld skapi íslenskri verslun sömu starfsskilyrði og verslanir sem starfa í nágrannalöndum okkar, m.a. með fráhvarfi frá haftastefnu, með niðurfellingu tolla á matvörur og með því að leyfa sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum, sem ekki síst kæmi landsbyggðarversluninni til góða.Höfundur er forstjóri Haga hf.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun