Að hlúa að sprotum Árni Páll Árnason skrifar 15. júlí 2007 00:01 Palestína Í meira en hálfa öld hefur „ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs“ verið eitt helsta fréttaefni af vettvangi alþjóðamála. Eftir að lokaviðræður um frið fóru út um þúfur árið 2000 hófst á ný uppreisn á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna og samhliða hertu Ísraelsmenn á hernámstökum sínum á svæðunum. Aðgangsharka Ísraelsmanna hefur grafið undan fylgi við hófsöm stjórnmálaöfl meðal Palestínumanna. Ástandið í Palestínu er nú afar viðkvæmt. Palestínumenn búa við vonleysi og óbeit á hernámsvaldinu.Vonleysi elur af sér öfgastefnur og ofbeldi. Ný ríkisstjórn Palestínumanna er völt í sessi og þarf að geta bætt kjör og aðstæður venjulegs fólks og bundið endi á óvissu, ótta og óöryggi. Því skiptir miklu að þjóðir heims vinni hratt og vel að því að binda Ísraelsmenn og palestínsk stjórnvöld við raunhæfa friðaráætlun og hefji nú þegar efnahagslega uppbyggingu á herteknu svæðunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heimsækir nú Palestínu. Hún mun í heimsókninni fá beina og milliliðalausa sýn á stöðu mála og leggja þannig grunninn að vandaðri stefnumörkun íslenskra stjórnvalda í málefnum Palestínu. Utanríkisráðherra hefur þegar rætt stöðu mála í Palestínu við utanríkisráðherra Noregs, en Norðmenn hafa um áratugaskeið gegnt lykilhlutverki í friðarumleitunum þar. Þegar utanríkisráðherra kemur heim frá Palestínu mun hún gefa utanríkismálanefnd skýrslu um heimsókn sína og viðræður við erlend starfssystkin. Í kjölfar þess er óskandi að víðtæk samstaða náist í utanríkismálanefnd um aðgerðaáætlun Íslands í málefnum Palestínu, enda löng hefð fyrir víðtækri samstöðu á Alþingi um stefnumörkun í málefnum Palestínu. Mestu skiptir að við styðjum við pólitíska og efnahagslega uppbyggingu í Palestínu. Það er gömul saga og ný að ef friðflytjendur eru þess ekki umkomnir að bæta kjör fólks og breyta aðstæðum þess til hins betra, eykst spurn eftir boðberum öfga og haturs. Það er verkefni okkar allra að styðja við sprota vonar og uppbyggingar í Palestínu. Höfundur er varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Palestína Í meira en hálfa öld hefur „ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs“ verið eitt helsta fréttaefni af vettvangi alþjóðamála. Eftir að lokaviðræður um frið fóru út um þúfur árið 2000 hófst á ný uppreisn á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna og samhliða hertu Ísraelsmenn á hernámstökum sínum á svæðunum. Aðgangsharka Ísraelsmanna hefur grafið undan fylgi við hófsöm stjórnmálaöfl meðal Palestínumanna. Ástandið í Palestínu er nú afar viðkvæmt. Palestínumenn búa við vonleysi og óbeit á hernámsvaldinu.Vonleysi elur af sér öfgastefnur og ofbeldi. Ný ríkisstjórn Palestínumanna er völt í sessi og þarf að geta bætt kjör og aðstæður venjulegs fólks og bundið endi á óvissu, ótta og óöryggi. Því skiptir miklu að þjóðir heims vinni hratt og vel að því að binda Ísraelsmenn og palestínsk stjórnvöld við raunhæfa friðaráætlun og hefji nú þegar efnahagslega uppbyggingu á herteknu svæðunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heimsækir nú Palestínu. Hún mun í heimsókninni fá beina og milliliðalausa sýn á stöðu mála og leggja þannig grunninn að vandaðri stefnumörkun íslenskra stjórnvalda í málefnum Palestínu. Utanríkisráðherra hefur þegar rætt stöðu mála í Palestínu við utanríkisráðherra Noregs, en Norðmenn hafa um áratugaskeið gegnt lykilhlutverki í friðarumleitunum þar. Þegar utanríkisráðherra kemur heim frá Palestínu mun hún gefa utanríkismálanefnd skýrslu um heimsókn sína og viðræður við erlend starfssystkin. Í kjölfar þess er óskandi að víðtæk samstaða náist í utanríkismálanefnd um aðgerðaáætlun Íslands í málefnum Palestínu, enda löng hefð fyrir víðtækri samstöðu á Alþingi um stefnumörkun í málefnum Palestínu. Mestu skiptir að við styðjum við pólitíska og efnahagslega uppbyggingu í Palestínu. Það er gömul saga og ný að ef friðflytjendur eru þess ekki umkomnir að bæta kjör fólks og breyta aðstæðum þess til hins betra, eykst spurn eftir boðberum öfga og haturs. Það er verkefni okkar allra að styðja við sprota vonar og uppbyggingar í Palestínu. Höfundur er varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar