Klassískar perlur á Gljúfrasteini 13. júlí 2007 06:00 Á sunnudag munu þau Guðrún og Kristján leika á píanó og kontrabassa á tónleikum á Gljúfrasteini. Á sunnudag verða haldnir sjöundu tónleikarnir í stofutónleikaröð Gljúfrasteins – húsi skáldsins í Mosfellsbæ. Þar verða haldnir tónleikar hvern sunnudag kl. 16 allt til loka ágústmánaðar. Það eru þau Kristján Orri Sigurleifsson kontrabassaleikari og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari sem koma fram á tónleikunum. Þau munu leika bæði klassískar perlur í útsetningum fyrir kontrabassa og píanó ásamt nokkrum fallegum verkum sem upphaflega voru skrifuð fyrir hljóðfærin. Tvö verkanna eru eftir Giovanni Bottesini (1821-1889) en hann samdi ótal verk fyrir kontrabassann og var sjálfur kontrabassasnillingur. Kontrabassinn þykir yfirleitt tilheyra þeim hljóðfærum sem skýla sér á bak við hin virtu einleikshljóðfæri, svo sem fiðlu eða píanó. Á þessum tónleikum verður hægt að virða fyrir sér þetta stóra göfuga hljóðfæri og heyra hvernig það hljómar í forgrunni á tónleikum sem allir ættu að geta notið. Guðrún Dalía hefur áður haldið tvenna einleikstónleika í Stuttgart auk tónleika með nútímakammersveit tónlistarháskólans, fjórhentra píanótónleika í Dómkirkjunni og Vínartónleika kammersveitarinnar Ísafoldar á síðasta ári. Í nóvember 2006 vann hún til fyrstu verðlauna í píanókeppni EPTA í Salnum, Kópavogi. Kristján Orri hefur til að mynda leikið með Konunglegu Sinfóníuhljómsveit Danmerkur (Óperan), Sinfóníuhljómsveit og Sinfóníettu Danska útvarpsins, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kaleidoskop Solistensemble (Berlín) og Kammersveitinni Ísafold, en hann er stofnmeðlimur hennar. Aðgangseyrir á tónleikana er 500 krónur og þeir hefjast sem fyrr segir kl. 16. Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Á sunnudag verða haldnir sjöundu tónleikarnir í stofutónleikaröð Gljúfrasteins – húsi skáldsins í Mosfellsbæ. Þar verða haldnir tónleikar hvern sunnudag kl. 16 allt til loka ágústmánaðar. Það eru þau Kristján Orri Sigurleifsson kontrabassaleikari og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari sem koma fram á tónleikunum. Þau munu leika bæði klassískar perlur í útsetningum fyrir kontrabassa og píanó ásamt nokkrum fallegum verkum sem upphaflega voru skrifuð fyrir hljóðfærin. Tvö verkanna eru eftir Giovanni Bottesini (1821-1889) en hann samdi ótal verk fyrir kontrabassann og var sjálfur kontrabassasnillingur. Kontrabassinn þykir yfirleitt tilheyra þeim hljóðfærum sem skýla sér á bak við hin virtu einleikshljóðfæri, svo sem fiðlu eða píanó. Á þessum tónleikum verður hægt að virða fyrir sér þetta stóra göfuga hljóðfæri og heyra hvernig það hljómar í forgrunni á tónleikum sem allir ættu að geta notið. Guðrún Dalía hefur áður haldið tvenna einleikstónleika í Stuttgart auk tónleika með nútímakammersveit tónlistarháskólans, fjórhentra píanótónleika í Dómkirkjunni og Vínartónleika kammersveitarinnar Ísafoldar á síðasta ári. Í nóvember 2006 vann hún til fyrstu verðlauna í píanókeppni EPTA í Salnum, Kópavogi. Kristján Orri hefur til að mynda leikið með Konunglegu Sinfóníuhljómsveit Danmerkur (Óperan), Sinfóníuhljómsveit og Sinfóníettu Danska útvarpsins, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kaleidoskop Solistensemble (Berlín) og Kammersveitinni Ísafold, en hann er stofnmeðlimur hennar. Aðgangseyrir á tónleikana er 500 krónur og þeir hefjast sem fyrr segir kl. 16.
Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira