

Framtíðarhorfur í sjávarútvegi
Víst er að framtíðarhorfur í sjávarútvegi geta verið bjartar ef við sjáum til þess að auðlindirnar séu nýttar af varúð og skynsemi. Auðvitað geta náttúrufarslegar aðstæður sett okkur stólinn fyrir dyrnar og áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum geta orðið afdrifaríkar svo og aðborin mengun. En um aðra mikilsverða þætti erum við okkar gæfu smiðir. Í þeim efnum gildir að móta markvissa sjávarútvegsstefnu til áratuga. Tryggja verður að auðlindir sjávar verði raunveruleg sameign þjóðarinnar og byggðarlögum sé tryggður réttlátur skerfur veiðiheimilda og eða vinnslu sjávarafurða og viðunandi öryggi. Sjávarútvegurinn verður að laga sig að markmiðum sjálfbærrar þróunar og vinna markvisst að því að bæta umgengni sína við nytjastofna og vistkerfi hafsins að hafsbotninum meðtöldum. Við stjórn fiskveiða þarf að hafa varúðarnálgun að leiðarljósi og sporna við hvers kyns mengun sjávar við landið. Langtímastefna í sjávarútvegi verður að miða að því að treysta byggð, efla atvinnu, stuðla að aukinni fullvinnslu framleiðslunnar innanlands og verðmætasköpun og góðum lífskjörum þeirra sem starfa við greinina. Síðast en ekki síst verður að stórefla hafrannsóknir með sérstaka áherslu á að fylgjast með samspili tegundanna, viðgangi staðbundinna stofna, hrygningarsvæðum, uppeldisstöðvum og áhrifum mismunandi veiðarfæra á hafsbotninn og lífríki sjávar. Þessir þættir og fleiri ónefndir hafa verið vanræktir, ekki síst sá síðasttaldi, en þeir geta til samans skipt sköpum. Jafnframt þarf að huga að einstæðum náttúrufyrirbærum á hafsbotni og tryggja verndun þeirra.
Alvarleg teikn eru á lofti um að börn okkar, verðandi sjómenn og fiskverkendur, muni taka við lakara lífríki sjávar en forfeðurnir fólu okkur, ef við stóreflum ekki þekkingu okkar á sjávarnytjum, lífríki hafsins og hafsbotninum og tökum ákvarðanir í sjávarútvegsmálum út frá bestu þekkingu og varúðarsjónarmiðum. Líkur benda til dæmis til að botnvörpuveiðar hafi frá því þær hófust víða gjörbreytt hafsbotninum á Íslandsmiðum. Margir sjómenn hafa réttmætar og þungar áhyggjur af áhrifum þessarar röskunar á lífsskilyrði sjávar, svo sem á klak og uppeldi fiskistofna og telja brýnt að færa út togveiðilandhelgina og stunda eingöngu veiðar á vistvæn veiðarfæri innan 12 mílna. Röskun vegna togveiða virðist vera enn afdrifaríkari á djúpslóð þar sem lífríkið er viðkvæmara og afar lengi að jafna sig vegna hægs vaxtar. Veiði á búra hefur verið nefnd sem víti til varnaðar. Þá liggur fyrir að ómetanleg kórallasvæði og búsvæði svampa hafi skemmst eða eyðilagst. Þrátt fyrir vaxandi áhyggjur af lífríki sjávar hafa rannsóknir á vistkerfi þess verið afar takmarkaðar. Þó hafa merkilegar rannsóknir verið stundaðar á vegum Hafrannsóknarstofnunar á þessu sviði og mikilsverðar niðurstöður fengist um afmarkaða þætti og um leið leitt í ljós takmarkaða þekkingu okkar. Rannsóknir þarf að stórefla þannig að skýr heildarmynd fáist fyrr en seinna. Kortleggja þarf fiskimiðin með tilliti til nytja rétt eins og afréttir hafa verið kortlagðar með tilliti til gróðurs og beitar.
Íslensk stjórnvöld hafa sett fram stefnu um sjálfbæra þróun atvinnulífs og í því samhengi hlýtur sjávarútvegurinn að skipa háan sess sem undirstöðuatvinnugrein. Fiskveiðar verða að vera sjálfbærar, auðlindin endurnýtanleg. Það má ekkert til spara til að tryggja vöxt og viðgang nytjastofna í hafinu. Fyrir liggur að markviss staðbundin svæðaverndun hefur skilað árangri. Rannsóknir sýna einnig að togveiðar geta haft afdrifaríkar og óafturkræfar afleiðingar á vissum svæðum en alls ekki öllum. Umhverfisvernd er jafn brýn á sjó sem á landi og það verður að rannsaka vistkerfi sjávar í víðu samhengi og gæta varúðar, túlka vafa um vöxt og viðgang nytjastofna og annars lífríkis sjávar því í hag. Það er öllum til hagsbóta.
Með lögum um Evrópska efnahagssvæðið og alþjóðasamningum höfum við skuldbundið okkur til að varðveita, vernda og bæta umhverfið og sjá til þess að náttúruauðlindir séu nýttar af varúð, einkum á grundvelli meginreglunnar um sjálfbæra þróun og þeirrar meginreglu að grípa skuli til varúðarráðstafana og fyrirbyggjandi aðgerða. Sjómenn, útgerðarmenn og aðrir sem starfa í sjávarútvegi eru meðvitaðir um þetta og þá hagsmuni sem eru í húfi. Það stendur uppá stjórnvöld að tryggja nægilegt fjármagn til rannsókna sem verða að fara fram í náinni samvinnu allra hagsmunaaðila. Haldbær þekking á öllum sviðum lífríkis sjávar og á hafsbotninum er undirstaða farsællar fiskveiðistjórnunar og tryggir líffræðilega fjölbreytni. Kvótakerfið eitt og sér dugir skammt í þeim efnum. Er ekki tímabært að hefja markvissar vísindaveiðar undir stjórn Hafró frá þeim sjávarplássum sem verst verða úti vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um 130.000 tonna aflamark í þorski? Hvernig í ósköpunum á að ná inn 100.000 tonna afla í ýsu og aflamarki í ufsa og öðrum tegundum þegar vitað er að meðafli í þorski er helftin af þeim afla eða meiri? Ætla stjórnvöld að horfa framhjá því stóraukna brottkasti sem við blasir? Hér eru sameiginlegir og veigamiklir þjóðarhagsmunir í húfi sem unnt á að vera að tryggja í fullri sátt. Og það er sannarlega kominn tími til að sjálfstæðisflokkurinn bæti fyrir pólitísk afglöp sín á sviði fiskveiðistjórnunar síðastliðin 16 ár.
Höfundur er Alþingismaður.
Skoðun

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar