Greindarvísitala eldri systkina mælist hærri en þeirra yngri 9. júlí 2007 08:00 Fimmburar þurfa líklega ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af gáfnamun og önnur systkini miðað við rannsóknina. MYND/AP Barn sem elst upp sem elsta systkinið í hópnum er líklegra til að vera með hærri greindarvísitölu heldur en systkini sín samkvæmt norskri rannsókn. Elstu systkini og börn sem hafa misst eldri systkin og því alin upp sem elstu systkin fengu almennt hærri einkunn á gáfnaprófi sem vísindamenn lögðu fyrir meira en 250.000 norska karlkyns hermenn. Greint var frá niðurstöðum rannsóknarinnar í hinu virta vísindatímariti Science. Stuðningsmenn kenningarinnar um að elsta systkini sé gáfaðast vísa oft í þá mögulegu orsök að það fái óskiptari athygli foreldra frá fæðingu. Aðrir halda því fram að líffræðileg orsök liggi að baki sem komi fram á fósturstigi vegna þess að með hverri óléttu sem fylgi í kjölfar fyrri óléttu framleiði móðirin meira af mótefni sem geti ráðist á heila fóstursins. Petter Kristensen, prófessor við stofnun hefur eftirlit með heilbrigði á vinnustöðum í Noregi, og Tor Bjerkedal, hjá læknisþjónustu norska hersins, sögðu að þótt munur á gáfum hafi ekki mælst mikill á milli systkina hafi hann verið marktækur. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu einnig til að munurinn stafaði af félagslegum þáttum frekar en líffræðilegum. Því til stuðnings sýndu systkini, sem voru þriðju í röðinni en misstu elsta systkinið sitt mjög ung, svipað gáfnastig og „upprunaleg" næstelstu systkini. „Við fundum út að það er félagsleg staða systkinis og ekki líffræðileg staða sem skiptir máli," sagði Kristensen. Frank Sulloway, sem starfar við persónuleika- og félagsfræðirannsóknir við Kaliforníuháskóla, hefur rannsakað hvernig uppeldi hefur áhrif á persónuleika og gáfnafar. Hann telur að hærri greindarvísitala hjá elstu systkinum skýrist að hluta til af því að þau kenna og leiðbeina yngri systkinum sínum. „Og þar að auki þá getur tilhneiging elstu systkina til að vera staðgengill foreldris og að taka að sér að vera samviskusama, agaða og þroskaða systkinið einnig útskýrt af hverju elstu systkini hafa hærri greindarvísitölu." Vísindi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Barn sem elst upp sem elsta systkinið í hópnum er líklegra til að vera með hærri greindarvísitölu heldur en systkini sín samkvæmt norskri rannsókn. Elstu systkini og börn sem hafa misst eldri systkin og því alin upp sem elstu systkin fengu almennt hærri einkunn á gáfnaprófi sem vísindamenn lögðu fyrir meira en 250.000 norska karlkyns hermenn. Greint var frá niðurstöðum rannsóknarinnar í hinu virta vísindatímariti Science. Stuðningsmenn kenningarinnar um að elsta systkini sé gáfaðast vísa oft í þá mögulegu orsök að það fái óskiptari athygli foreldra frá fæðingu. Aðrir halda því fram að líffræðileg orsök liggi að baki sem komi fram á fósturstigi vegna þess að með hverri óléttu sem fylgi í kjölfar fyrri óléttu framleiði móðirin meira af mótefni sem geti ráðist á heila fóstursins. Petter Kristensen, prófessor við stofnun hefur eftirlit með heilbrigði á vinnustöðum í Noregi, og Tor Bjerkedal, hjá læknisþjónustu norska hersins, sögðu að þótt munur á gáfum hafi ekki mælst mikill á milli systkina hafi hann verið marktækur. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu einnig til að munurinn stafaði af félagslegum þáttum frekar en líffræðilegum. Því til stuðnings sýndu systkini, sem voru þriðju í röðinni en misstu elsta systkinið sitt mjög ung, svipað gáfnastig og „upprunaleg" næstelstu systkini. „Við fundum út að það er félagsleg staða systkinis og ekki líffræðileg staða sem skiptir máli," sagði Kristensen. Frank Sulloway, sem starfar við persónuleika- og félagsfræðirannsóknir við Kaliforníuháskóla, hefur rannsakað hvernig uppeldi hefur áhrif á persónuleika og gáfnafar. Hann telur að hærri greindarvísitala hjá elstu systkinum skýrist að hluta til af því að þau kenna og leiðbeina yngri systkinum sínum. „Og þar að auki þá getur tilhneiging elstu systkina til að vera staðgengill foreldris og að taka að sér að vera samviskusama, agaða og þroskaða systkinið einnig útskýrt af hverju elstu systkini hafa hærri greindarvísitölu."
Vísindi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira