Samfylking og Evrópuvextir Ögmundur Jónasson skrifar 9. júlí 2007 06:00 Sannast sagna kom mér á óvart sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka lánshlutfall lána Íbúðalánasjóðs úr 90% í 80%. Eins og margir vita eru aðrar sperrur fyrir lántöku úr sjóðnum en lánshlutfallið eitt, einnig brunabótamat að viðbættu lóðarverði. Lánið má ekki vera hærra en þessu nemur. Hátt fasteignaverð og einnig þessi skilyrði valda því að fáir eiga kost á hámarkslánum úr Íbúðalánasjóði. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar nú veldur því hins vegar að þeir sem eru að reyna að festa kaup á ódýrum íbúðum verða fyrir verulegri skerðingu. Kaupandi sem fengið hefur 90% lán frá Íbúðalanasjóði til kaupa á 15 milljón króna íbúð hefur átt rétt á 13,5 milljón króna láni en fær eftir breytinguna 12 milljónir króna. Skerðingin nemur 1,5 milljónum króna! Félagsmálaráðherra segir að með þessum ráðstöfunum sé verið að senda skilaboð út í þjóðfélagið og að bönkunum beri að taka þau skilaboð alvarlega. Það ætla bankarnir að gera. Sama dag og félagsmálaráðherra sendi skilaboð sín út í þjóðfélagið var bankaforstjóri nokkur mættur í sjónvarp að fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar og lýsa því jafnframt yfir að bankinn myndi hækka vexti sína fljótlega. Ríkisstjórnin er með þessari aðgerð sinni að takmarka aðgang að því lánsfé sem ber lægstu vextina og jafnframt knýja fram hærri vexti. Þetta er eflaust skýrt með því að lánsfé á hagstæðum kjörum þrýsti íbúðaverði upp. Það er hins vegar mikil einföldun. Á forsíðu Fréttablaðsins sl. föstudag sagði að húsnæðisverð færi nú snarhækkandi í „álbæjum“. Hvers vegna hækkar íbúðaverð meira þar en á Suðureyri og Raufarhöfn? Lánskjörin eru þau sömu á öllum stöðum. Skýringin er þensla og væntingar á markaði, ekki lágir vextir enda eru lægstu vextir á Íslandi okurvextir og ekki á bætandi því fólk er að kikna undan því sem fyrir er. En hvað með lágu „Evrópuvextina“ sem Samfylkingunni hefur orði svo tíðrætt um? Eru þeir þá ekki stórhættulegir fyrst skilaboðin eru á þann veg að herða beri á okrinu? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Sannast sagna kom mér á óvart sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka lánshlutfall lána Íbúðalánasjóðs úr 90% í 80%. Eins og margir vita eru aðrar sperrur fyrir lántöku úr sjóðnum en lánshlutfallið eitt, einnig brunabótamat að viðbættu lóðarverði. Lánið má ekki vera hærra en þessu nemur. Hátt fasteignaverð og einnig þessi skilyrði valda því að fáir eiga kost á hámarkslánum úr Íbúðalánasjóði. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar nú veldur því hins vegar að þeir sem eru að reyna að festa kaup á ódýrum íbúðum verða fyrir verulegri skerðingu. Kaupandi sem fengið hefur 90% lán frá Íbúðalanasjóði til kaupa á 15 milljón króna íbúð hefur átt rétt á 13,5 milljón króna láni en fær eftir breytinguna 12 milljónir króna. Skerðingin nemur 1,5 milljónum króna! Félagsmálaráðherra segir að með þessum ráðstöfunum sé verið að senda skilaboð út í þjóðfélagið og að bönkunum beri að taka þau skilaboð alvarlega. Það ætla bankarnir að gera. Sama dag og félagsmálaráðherra sendi skilaboð sín út í þjóðfélagið var bankaforstjóri nokkur mættur í sjónvarp að fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar og lýsa því jafnframt yfir að bankinn myndi hækka vexti sína fljótlega. Ríkisstjórnin er með þessari aðgerð sinni að takmarka aðgang að því lánsfé sem ber lægstu vextina og jafnframt knýja fram hærri vexti. Þetta er eflaust skýrt með því að lánsfé á hagstæðum kjörum þrýsti íbúðaverði upp. Það er hins vegar mikil einföldun. Á forsíðu Fréttablaðsins sl. föstudag sagði að húsnæðisverð færi nú snarhækkandi í „álbæjum“. Hvers vegna hækkar íbúðaverð meira þar en á Suðureyri og Raufarhöfn? Lánskjörin eru þau sömu á öllum stöðum. Skýringin er þensla og væntingar á markaði, ekki lágir vextir enda eru lægstu vextir á Íslandi okurvextir og ekki á bætandi því fólk er að kikna undan því sem fyrir er. En hvað með lágu „Evrópuvextina“ sem Samfylkingunni hefur orði svo tíðrætt um? Eru þeir þá ekki stórhættulegir fyrst skilaboðin eru á þann veg að herða beri á okrinu? Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar