Ál – ekkert mál fyrir Jón og Pál Ómar Ragnarsson skrifar 6. júlí 2007 08:00 Daglega dynja í fréttatímum ljósvakamiðlanna jafnvel margar fréttir í röð um orku- og álmál, t.d. fjórar af fyrstu fréttunum í kvöldfréttatíma útvarps 4. júlí: Tugir rafvirkja réttindalausir á Reyðarfirði, - Alcan, Norsk Hydro og netþjónabú keppa um álverslóðir á Keilisnesi og við Þorlákshöfn, - nýjar sviptingar og átök um Hitaveitu Suðurnesja, - njósnir Alcan um Hafnfirðinga. Hafi fólk haldið að Samfylkingin með Fagra Ísland hægði eitthvað á stóriðjuhraðlestinni sýnir stanslaus fréttastraumur af þeim vettvangi annað. Þegar forysta flokksins kúventi í Kárahnjúkamálinu á sínum tíma var ætlunin greinilega sú að sýna fram á að flokkurinn væri „stjórntækur", þ.e. ætti auðvelt með að taka þátt í þeim málamiðlunum sem fylgir stjórnarþátttöku. Þetta yrði Samfylkingin að gera, annars kæmist hún ekki í stjórn. Tækifærið kom ekki 2003 en hins vegar kom það núna. Miðað við stöðu mála virðist Samfylkingarforystan hafa hugsað málið svona fyrir síðustu kosningar: Flöggum plagginu Fagra Íslandi og segjumst vilja stóriðjustopp í 4-5 ár á meðan náttúruverðmæti landsins eru könnuð. Þannig getum við haldið hjá okkur því umhverfisverndarfólki sem annars fer til grænu flokkanna. Eftir kosningar mun fólk sýna því skilning að við fáum ekki allt okkar fram í stjórnarsáttmálanum, svo sem dýrar og tímafrekar náttúrfarsrannsóknir. Þá gumum við af rammaáætluninni sem hvort eð er átti að vinna að og lofum að snerta ekki þau svæði sem hvort eð er þarf ekki að fara inn á á kjörtímabilinu. Síðan verður vonandi hægt að draga endanlegar ákvarðanir iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um álver og virkjanir í tvö ár og síðan skilgreinum við þessi tvö ár sem „stóriðjuhlé" þótt stanslaus fréttaflutningur af stóriðjukapphlaupinu dynji allan tímann. Á þessu tímabili sýnum við fram á hve stjórntæk við erum. Eftir tvö ár: „Den tid, den sorg." Ef Samfylkingarforystan hefur hugsað svona er skiljanlegt hvers vegna Ingibjörg Sólrún og Þórunn Sveinbjarnardóttir kúvenda úr því að segja að stjórnvöld eigi að stjórna ferðinni, yfir í það að stjórnvöld eigi ekkert að skipta sér af því sem sjálfstæð fyrirtæki og sveitarstjórnir séu að bralla. Svona rétt eins og Landsvirkjun komi eigendum sínum, þjóðinni, ekkert við. Fjölmiðlamenn leggja sig alla fram um að kafa ofan í valdabrölt og kapphlaup álrisa og sveitarstjórna en enginn hugar að þeim náttúruverðmætum sem fórna þarf fyrir alla þessa stóriðju, s. s. norðaustan Mývatns. Það virðist ekki valda yfirmönnum Norsk Hydro áhyggjum þótt þeir hafi engan orkukaupasamning í hendi - þeir þekkja þá forsögu virkjana á Íslandi að mat á umhverfisáhrifum sé bara formsatriði. Ef við gefum sveitarstjórnarmönnum samheitið Jón og Páll í staðinn fyrir Pétur og Pál, þá virðast þeir heldur ekki vera að pæla í því hvernig eigi að útvega orkuna og reisa virkjanamannvirki í ótal öðrum sveitarfélögum en þeirra eigin. Nei, ál er ekkert mál fyrir Jón og Pál, jafnvel þótt einföld samlagning sýni, að þegar þau álfyrirtæki, sem nú eru á fullri ferð hér á landi, hafa fengið alla þá orku sem þau þurfa til að reka álver af minnstu hagkvæmnisstærð, sem er 500 þúsund tonn á ári fyrir hvert álver - þá krefst sú stóriðja allrar virkjanlegrar vatns- og hveraorku landsins og Fagra Ísland farið fyrir lítið. Og þá er eftir að uppfylla drauma virkjanafíkla um orkusölutil Skotlands og til netþjónabúa og vetnisframleiðslu fyrir bíla og skip. Já, þjóðin er í „ég fer í fríið"-skapi, 83 prósent ánægð með nýju stjórnina í skoðanakönnun. Aðalatriðið er að virkja og selja orku sem hraðast og óðast þótt álverin öll gefi aðeins vinnu fyrir 2% vinnuafls þjóðarinnar og fórnað sé náttúruverðmætum sem í ímynd þjóðarinnar má meta til þúsunda milljarða. Fagra Ísland orðið að Magra Íslandi. Þórunn stóð með sóma í lappirnar við Kárahnjúka og á ævarandi þökk fyrir það. Vonandi fær hún ekki í hnén eins og Valgerður við að hitta álfurstana. Höfundur er formaður Íslandshreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Daglega dynja í fréttatímum ljósvakamiðlanna jafnvel margar fréttir í röð um orku- og álmál, t.d. fjórar af fyrstu fréttunum í kvöldfréttatíma útvarps 4. júlí: Tugir rafvirkja réttindalausir á Reyðarfirði, - Alcan, Norsk Hydro og netþjónabú keppa um álverslóðir á Keilisnesi og við Þorlákshöfn, - nýjar sviptingar og átök um Hitaveitu Suðurnesja, - njósnir Alcan um Hafnfirðinga. Hafi fólk haldið að Samfylkingin með Fagra Ísland hægði eitthvað á stóriðjuhraðlestinni sýnir stanslaus fréttastraumur af þeim vettvangi annað. Þegar forysta flokksins kúventi í Kárahnjúkamálinu á sínum tíma var ætlunin greinilega sú að sýna fram á að flokkurinn væri „stjórntækur", þ.e. ætti auðvelt með að taka þátt í þeim málamiðlunum sem fylgir stjórnarþátttöku. Þetta yrði Samfylkingin að gera, annars kæmist hún ekki í stjórn. Tækifærið kom ekki 2003 en hins vegar kom það núna. Miðað við stöðu mála virðist Samfylkingarforystan hafa hugsað málið svona fyrir síðustu kosningar: Flöggum plagginu Fagra Íslandi og segjumst vilja stóriðjustopp í 4-5 ár á meðan náttúruverðmæti landsins eru könnuð. Þannig getum við haldið hjá okkur því umhverfisverndarfólki sem annars fer til grænu flokkanna. Eftir kosningar mun fólk sýna því skilning að við fáum ekki allt okkar fram í stjórnarsáttmálanum, svo sem dýrar og tímafrekar náttúrfarsrannsóknir. Þá gumum við af rammaáætluninni sem hvort eð er átti að vinna að og lofum að snerta ekki þau svæði sem hvort eð er þarf ekki að fara inn á á kjörtímabilinu. Síðan verður vonandi hægt að draga endanlegar ákvarðanir iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um álver og virkjanir í tvö ár og síðan skilgreinum við þessi tvö ár sem „stóriðjuhlé" þótt stanslaus fréttaflutningur af stóriðjukapphlaupinu dynji allan tímann. Á þessu tímabili sýnum við fram á hve stjórntæk við erum. Eftir tvö ár: „Den tid, den sorg." Ef Samfylkingarforystan hefur hugsað svona er skiljanlegt hvers vegna Ingibjörg Sólrún og Þórunn Sveinbjarnardóttir kúvenda úr því að segja að stjórnvöld eigi að stjórna ferðinni, yfir í það að stjórnvöld eigi ekkert að skipta sér af því sem sjálfstæð fyrirtæki og sveitarstjórnir séu að bralla. Svona rétt eins og Landsvirkjun komi eigendum sínum, þjóðinni, ekkert við. Fjölmiðlamenn leggja sig alla fram um að kafa ofan í valdabrölt og kapphlaup álrisa og sveitarstjórna en enginn hugar að þeim náttúruverðmætum sem fórna þarf fyrir alla þessa stóriðju, s. s. norðaustan Mývatns. Það virðist ekki valda yfirmönnum Norsk Hydro áhyggjum þótt þeir hafi engan orkukaupasamning í hendi - þeir þekkja þá forsögu virkjana á Íslandi að mat á umhverfisáhrifum sé bara formsatriði. Ef við gefum sveitarstjórnarmönnum samheitið Jón og Páll í staðinn fyrir Pétur og Pál, þá virðast þeir heldur ekki vera að pæla í því hvernig eigi að útvega orkuna og reisa virkjanamannvirki í ótal öðrum sveitarfélögum en þeirra eigin. Nei, ál er ekkert mál fyrir Jón og Pál, jafnvel þótt einföld samlagning sýni, að þegar þau álfyrirtæki, sem nú eru á fullri ferð hér á landi, hafa fengið alla þá orku sem þau þurfa til að reka álver af minnstu hagkvæmnisstærð, sem er 500 þúsund tonn á ári fyrir hvert álver - þá krefst sú stóriðja allrar virkjanlegrar vatns- og hveraorku landsins og Fagra Ísland farið fyrir lítið. Og þá er eftir að uppfylla drauma virkjanafíkla um orkusölutil Skotlands og til netþjónabúa og vetnisframleiðslu fyrir bíla og skip. Já, þjóðin er í „ég fer í fríið"-skapi, 83 prósent ánægð með nýju stjórnina í skoðanakönnun. Aðalatriðið er að virkja og selja orku sem hraðast og óðast þótt álverin öll gefi aðeins vinnu fyrir 2% vinnuafls þjóðarinnar og fórnað sé náttúruverðmætum sem í ímynd þjóðarinnar má meta til þúsunda milljarða. Fagra Ísland orðið að Magra Íslandi. Þórunn stóð með sóma í lappirnar við Kárahnjúka og á ævarandi þökk fyrir það. Vonandi fær hún ekki í hnén eins og Valgerður við að hitta álfurstana. Höfundur er formaður Íslandshreyfingarinnar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun