Það sem koma skal? Stefán Jón Hafstein skrifar 6. júlí 2007 08:15 Ég var í Darfur fyrir 20 árum. Flóttafólk, hungursneyð, börn á vergangi og mæður sem enga hjálp sér gátu veitt, bændur þeirra á hrakningi undan vígasveitum. Hljómar kunnuglega? Reyndar eru sögurnar frá Darfur núna miklu verri. Hópnauðganir, fjöldamorð - og ennþá er hungursneyð, stríð, og vanmáttugt alþjóðasamfélag. Ég veit ekki hvort margir Íslendingar hafi komið til Darfur í Súdan, sem nú er svartasti bletturinn á samvisku heimsins. Ég var þar þá, og þóttist sjá tvennt: Ótrúlegar hörmungar á „mel manna" sem ég kallaði svo eftir Þorsteini frá Hamri í bók minni „Guðirnir eru geggjaðir". Og baráttu um lífsbjörg. Síðan hef ég fylgst með í baksýnisspeglinum og reynt að átta mig á því sem þar gerist. Það virðist flókið, en er einfalt. Sögur af ólíku fólki Margar fréttir af Darfur segja sögur af ólíku fólki til að skýra út þær hörmungar sem dynja yfir. Þarna eiga að vera arabar sem ráðast á svertingja og ólíkir trúarflokkar sem eiga ekki saman. Þetta eru einfaldar fréttaskýringar sem eru frekar til þess fallnar að fólk líti undan en reyni að skilja veruleika sem býr að baki. Þegar ég var í Darfur fannst mér málið einfalt: Þurrbrjósta mæður, veinandi brjóstmylkingar, sveltandi börn, horfallnir eiginmenn og feður; en stríðið var barátta um auðlindir. Sahara, þessi ógnvænlega eyðimörk, skríður stöðugt suður og inn í Darfur. Undan eyðimörkinni hrekjast hirðingjar, sem eru arabar, með stórar hjarðir búsmala sem ekki finna beitiland. Svartir bændur sem erja land, lifa af skógi og því sem ræktað er, finna fyrir því: hjarðir ráðast á akra, skógum er eytt, þurrkar tæma vatnsból - lífið er búið. Svo koma óðar sveitir morðingja sem kallast undarlegum nöfnum, en eru gerðar út til að hreinsa til í stríði um þverrandi auðlindir. Úrkoma í Darfur minnkaði um helming á liðinni öld. Fólksfjöldi hefur sexfaldast á fjórum áratugum. Nú eru 6.5 milljónir manna á svæði sem brauðfæðir helmingi færri. Nei, þetta er ekki flókið og snýst ekki um trúarbrögð, kynþætti eða „pólitík" - nema þá pólitík sem er æðri allri annarri og er baráttan um þverrandi auðlindir. Eyðimerkurvæðing Í Darfur horfum við upp á verstu merki loftslagsbreytinga: Úrkoma minnkar, vatnsból tæmast, hjarðir sækja á skóga og eyða, jarðvegur eyðist þegar tré binda hann ekki lengur og bændur flosna upp, allir tapa. En enginn getur snúið dæminu við. Til að byggja hús þarf tugi trjáa, til að elda mat þarf meiri eldivið, til að næra hjarðir þarf vatn... en jafnvel ný vatnsból þorna upp. Í stríðinu sem af hlýst hafa 250.000 manns misst lífið og 2.5 milljónir manna farið á vergang; og nú þarf að flytja flóttamannabúðir í Tjad og El Fasher, höfuðstað Darfur, vegna vatnsskorts. Ég man þegar ég flaug með Herkúlesar-flugvél frá Khartúm yfir til El Fasher og sat á matargjöfum sem voru kornpokar. Svo fór ég með þyrlum sem hentu niður matvælum til fólks þar sem þær flugu meðfram uppþornuðum árfarvegum. Á jörðu niðri reyndu starfsmenn líknarfélaga að bjarga því sem bjargað varð. Síðan eru liðnir tveir áratugir og heimurinn stendur frammi fyrir enn einni „krísunni". Fyrir 20 árum var þetta algjörlega augljóst dæmi og er það enn. Baráttan um auðlindirnar hefur leyst úr læðingi allt það versta sem býr í mannskepnunni. Ég kom til El Fasher og man eftir flóttamannabúðunum sem þar voru. Ef að líkum lætur eru öll börnin sem þar voru þá löngu látin og hin sem bæst hafa í hópinn verða nú að hrekjast enn lengra undan stríði og þurrki. Hvað næst? Á dögunum kom út spá alþjóðasamtaka sem fullyrða að meginbreytingin sem hlýnun loftslags valdi á komandi áratugum verði fleiri stríð. Er talið að 150 milljónir manna verði að hörfa undan þurrkum, flóðum eða öðrum náttúruhamförum, frá landssvæðum sem nú eru byggileg, en verða það ekki lengur. Þessi fólksfjöldi muni setja óbærilegan þrýsting á nærliggjandi svæði sem einnig verði illa úti og þar með valda átökum á borð við þau sem við nú sjáum í Darfur. Hvað ætla menn að gera þar? Máttur alþjóðasamfélagsins virðist ekki mikill gagnvart einni svona styrjöld. Hvernig ætla menn að svara tíu eða tuttugu slíkum auðlindastyrjöldum eftir álíka mörg ár og nú eru liðin frá því menn hófu fyrst að kasta korni úr lofti á Darfur? Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Stefán Jón Hafstein Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Ég var í Darfur fyrir 20 árum. Flóttafólk, hungursneyð, börn á vergangi og mæður sem enga hjálp sér gátu veitt, bændur þeirra á hrakningi undan vígasveitum. Hljómar kunnuglega? Reyndar eru sögurnar frá Darfur núna miklu verri. Hópnauðganir, fjöldamorð - og ennþá er hungursneyð, stríð, og vanmáttugt alþjóðasamfélag. Ég veit ekki hvort margir Íslendingar hafi komið til Darfur í Súdan, sem nú er svartasti bletturinn á samvisku heimsins. Ég var þar þá, og þóttist sjá tvennt: Ótrúlegar hörmungar á „mel manna" sem ég kallaði svo eftir Þorsteini frá Hamri í bók minni „Guðirnir eru geggjaðir". Og baráttu um lífsbjörg. Síðan hef ég fylgst með í baksýnisspeglinum og reynt að átta mig á því sem þar gerist. Það virðist flókið, en er einfalt. Sögur af ólíku fólki Margar fréttir af Darfur segja sögur af ólíku fólki til að skýra út þær hörmungar sem dynja yfir. Þarna eiga að vera arabar sem ráðast á svertingja og ólíkir trúarflokkar sem eiga ekki saman. Þetta eru einfaldar fréttaskýringar sem eru frekar til þess fallnar að fólk líti undan en reyni að skilja veruleika sem býr að baki. Þegar ég var í Darfur fannst mér málið einfalt: Þurrbrjósta mæður, veinandi brjóstmylkingar, sveltandi börn, horfallnir eiginmenn og feður; en stríðið var barátta um auðlindir. Sahara, þessi ógnvænlega eyðimörk, skríður stöðugt suður og inn í Darfur. Undan eyðimörkinni hrekjast hirðingjar, sem eru arabar, með stórar hjarðir búsmala sem ekki finna beitiland. Svartir bændur sem erja land, lifa af skógi og því sem ræktað er, finna fyrir því: hjarðir ráðast á akra, skógum er eytt, þurrkar tæma vatnsból - lífið er búið. Svo koma óðar sveitir morðingja sem kallast undarlegum nöfnum, en eru gerðar út til að hreinsa til í stríði um þverrandi auðlindir. Úrkoma í Darfur minnkaði um helming á liðinni öld. Fólksfjöldi hefur sexfaldast á fjórum áratugum. Nú eru 6.5 milljónir manna á svæði sem brauðfæðir helmingi færri. Nei, þetta er ekki flókið og snýst ekki um trúarbrögð, kynþætti eða „pólitík" - nema þá pólitík sem er æðri allri annarri og er baráttan um þverrandi auðlindir. Eyðimerkurvæðing Í Darfur horfum við upp á verstu merki loftslagsbreytinga: Úrkoma minnkar, vatnsból tæmast, hjarðir sækja á skóga og eyða, jarðvegur eyðist þegar tré binda hann ekki lengur og bændur flosna upp, allir tapa. En enginn getur snúið dæminu við. Til að byggja hús þarf tugi trjáa, til að elda mat þarf meiri eldivið, til að næra hjarðir þarf vatn... en jafnvel ný vatnsból þorna upp. Í stríðinu sem af hlýst hafa 250.000 manns misst lífið og 2.5 milljónir manna farið á vergang; og nú þarf að flytja flóttamannabúðir í Tjad og El Fasher, höfuðstað Darfur, vegna vatnsskorts. Ég man þegar ég flaug með Herkúlesar-flugvél frá Khartúm yfir til El Fasher og sat á matargjöfum sem voru kornpokar. Svo fór ég með þyrlum sem hentu niður matvælum til fólks þar sem þær flugu meðfram uppþornuðum árfarvegum. Á jörðu niðri reyndu starfsmenn líknarfélaga að bjarga því sem bjargað varð. Síðan eru liðnir tveir áratugir og heimurinn stendur frammi fyrir enn einni „krísunni". Fyrir 20 árum var þetta algjörlega augljóst dæmi og er það enn. Baráttan um auðlindirnar hefur leyst úr læðingi allt það versta sem býr í mannskepnunni. Ég kom til El Fasher og man eftir flóttamannabúðunum sem þar voru. Ef að líkum lætur eru öll börnin sem þar voru þá löngu látin og hin sem bæst hafa í hópinn verða nú að hrekjast enn lengra undan stríði og þurrki. Hvað næst? Á dögunum kom út spá alþjóðasamtaka sem fullyrða að meginbreytingin sem hlýnun loftslags valdi á komandi áratugum verði fleiri stríð. Er talið að 150 milljónir manna verði að hörfa undan þurrkum, flóðum eða öðrum náttúruhamförum, frá landssvæðum sem nú eru byggileg, en verða það ekki lengur. Þessi fólksfjöldi muni setja óbærilegan þrýsting á nærliggjandi svæði sem einnig verði illa úti og þar með valda átökum á borð við þau sem við nú sjáum í Darfur. Hvað ætla menn að gera þar? Máttur alþjóðasamfélagsins virðist ekki mikill gagnvart einni svona styrjöld. Hvernig ætla menn að svara tíu eða tuttugu slíkum auðlindastyrjöldum eftir álíka mörg ár og nú eru liðin frá því menn hófu fyrst að kasta korni úr lofti á Darfur? Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun