Fimm félög á yfir þrjú hundruð milljarða 27. júní 2007 02:00 Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Í fyrsta skipti eru fimm fyrirtæki í Kauphöll Íslands metin á þrjú hundruð milljarða króna eða meira. Fyrirtækin eru fjármálafyrirtækin Kaupþing, Glitnir, Landsbankinn og Exista og samheitalyfjafyrirtækið Actavis sem datt inn í þennan hóp eftir að Novator hækkaði yfirtökutilboð sitt í félagið. Átta stærstu félögin í Kauphöllinni eru alls metin á tæpa þrjú þúsund milljarða króna. Athygli vekur að mikil aukning markaðsvirðis á árinu er fremur að þakka miklum gengishækkunum en aukningu hlutafjár. Úrvalsvísitalan stendur nú í methæðum í tæpum 8.300 stigum, sem er ríflega 29 prósenta hækkun frá áramótum, en fjármálafyrirtæki hafa dregið vagninn á árinu. Markaðsvirði þriggja félaga hefur aukist um 100 milljarða króna frá áramótum. Þetta eru Kaupþing, Exista og Landsbankinn. Glitnir bankar svo á dyrnar. Frá áramótum hefur markaðsvirði viðskiptabankanna aukist um þriðjung; 431 milljarð króna sem er um þriðjungur af vergri landsframleiðslu Íslands. Aukingin er enn þá meiri ef litið er rúmt eitt ár aftur í tímann, um 730 milljarðar króna. Kaupþing, sem var eina fyrirtækið sem komst yfir 300 milljarða króna múrinn fyrir ári síðan, er langverðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni. Markaðsvirði bankans stóð í 825 milljörðum í byrjun vikunnar. Glitnir og Landsbankinn fylgja þar í humátt á eftir í sætum tvö og þrjú en bankarnir eru komnir vel yfir 400 milljarða króna. Landsbankinn hefur hækkað gríðarlega frá áramótum, eða um 44 prósent, en Glitnir þó minna. Hluti af verðmætaaukningu Glitnis er kominn til vegna aukningar hlutafjár. Ekkert þessara félaga hefur hækkað meira en Exista. Gengi félagsins hefur rokið upp um fimmtíu prósent á árinu. Félagið jók einnig hlutafé sitt eftir kaupin á yfir fimmtán prósenta hlut í Sampo Group í Finnlandi. Viðskipti Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Í fyrsta skipti eru fimm fyrirtæki í Kauphöll Íslands metin á þrjú hundruð milljarða króna eða meira. Fyrirtækin eru fjármálafyrirtækin Kaupþing, Glitnir, Landsbankinn og Exista og samheitalyfjafyrirtækið Actavis sem datt inn í þennan hóp eftir að Novator hækkaði yfirtökutilboð sitt í félagið. Átta stærstu félögin í Kauphöllinni eru alls metin á tæpa þrjú þúsund milljarða króna. Athygli vekur að mikil aukning markaðsvirðis á árinu er fremur að þakka miklum gengishækkunum en aukningu hlutafjár. Úrvalsvísitalan stendur nú í methæðum í tæpum 8.300 stigum, sem er ríflega 29 prósenta hækkun frá áramótum, en fjármálafyrirtæki hafa dregið vagninn á árinu. Markaðsvirði þriggja félaga hefur aukist um 100 milljarða króna frá áramótum. Þetta eru Kaupþing, Exista og Landsbankinn. Glitnir bankar svo á dyrnar. Frá áramótum hefur markaðsvirði viðskiptabankanna aukist um þriðjung; 431 milljarð króna sem er um þriðjungur af vergri landsframleiðslu Íslands. Aukingin er enn þá meiri ef litið er rúmt eitt ár aftur í tímann, um 730 milljarðar króna. Kaupþing, sem var eina fyrirtækið sem komst yfir 300 milljarða króna múrinn fyrir ári síðan, er langverðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni. Markaðsvirði bankans stóð í 825 milljörðum í byrjun vikunnar. Glitnir og Landsbankinn fylgja þar í humátt á eftir í sætum tvö og þrjú en bankarnir eru komnir vel yfir 400 milljarða króna. Landsbankinn hefur hækkað gríðarlega frá áramótum, eða um 44 prósent, en Glitnir þó minna. Hluti af verðmætaaukningu Glitnis er kominn til vegna aukningar hlutafjár. Ekkert þessara félaga hefur hækkað meira en Exista. Gengi félagsins hefur rokið upp um fimmtíu prósent á árinu. Félagið jók einnig hlutafé sitt eftir kaupin á yfir fimmtán prósenta hlut í Sampo Group í Finnlandi.
Viðskipti Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira