Nýherji hefur opnað verslun sem leggur áherslu á stafrænan lífsstíl að Hlíðasmára 3 í Kópavogi. Í versluninni munu einstaklingar geta nálgast vörur og þjónustu fyrir nútímaheimili, að því er fram kemur í tilkynningu frá Nýherja. Á efri hæð er svo fyrirtækjaþjónusta Sense til húsa.
„Með breytingunni er Nýherji að svara síaukinni eftirspurn einstaklinga og fyrirtækja eftir hágæða vörum og þjónustu á þessu sviði,“ segir í tilkynningunni.
Úrval mynd- og hljóðlausna fyrir nútímaheimili, auk nýjustu tækni í miðstýringu ýmissa heimiliskerfa er meðal þess sem hægt er að nálgast í versluninni. Meðal þeirra vörumerkja sem verða þar til sölu eru Bose- og Artcoustic-hljóðbúnaður, Sony-myndbúnaður og Crestron-stjórnkerfi.