Innan Glitnis er hafin vinna við að móta framtíðarskipulag bankans í Noregi og nefnist verkefnið „Albatross“. Bankinn mun óska eftir heimild til að samræma starfsemina í Noregi, þar á meðal að fella Bolig- og Næringsbanken (BNbank) og Glitnir Bank í eina sterka heild. Þó er tekið fram að engar formlegar ákvarðanir hafi verið teknar þar að lútandi.
Höfuðstöðvar Glitnis Bank yrðu í Þrándheimi en fyrirtækjabankastarfsemin í Álasundi.
„Samruni í eina sterka heild í Noregi undir merkjum Glitnis mun hjálpa okkar mikið í þeirri viðleitni að efla bankastarfsemina í framtíðinni,“ segir í tilkynningu frá Frank O. Reite, framkvæmdastjóra yfir vexti Glitnis utan Íslands og viðskiptaþróun.
-