Einkavæðing í menntastefnu? 22. júní 2007 01:00 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um háskólastigið sem kom út nýlega er um margt merkileg. Ánægjulegt er að sjá hversu vel Háskóli Íslands kemur út þrátt fyrir skerta samkeppnisstöðu. Aftur á móti er áhyggjuefni hversu mikill aðstöðumunur er á einkareknum háskólum og opinberum. Að einkareknir háskólar skuli fá sama ríkisframlag og þeir opinberu hefur skapað óæskilegan aðstöðumun og veikt samkeppnisstöðu opinberu háskólanna af skýrslunni að dæma. @Megin-Ol Idag 8,3p :Skýrsla ríkisendurskoðunar sýnir að auka þarf fjárframlög til Háskólans á Akureyri. Mikilli og örri fjölgun nemenda við háskólann hafa óneitanlega fylgt vaxtarverkir. Fjölgun nema þýða aukin útgjöld. Því miður virðist núverandi menntamálaráðherra ekki sýna þessu mikinn skilning. Háskólinn á Akureyri hefur fyrir löngu sannað tilverurétt sinn og vonandi fær hann tækifæri til að halda áfram að vaxa og dafna. Að sama skapi verður að telja undarlegt að fjárframlög til Menntaskólans á Akureyri hafi verið skert um 30% á hverju ári sl. 3 ár. Einnig að forsendur fjárveitinganna hafi breyst jafn oft á tímabilinu. Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, sagði í útskriftarræðu sinni 17. júní, að skólayfirvöld ætluðu ekki að sitja með hendur í skauti. Miðað við stöðuna væri það álitlegur kostur að gera MA að einkaskóla. Samkeppnisstaða skólans byði einfaldlega ekki upp á að reglum og forsendum fjárveitinga væri sífellt breytt. Vonandi verður þessi kostur ekki ofan á, jafnvel þó ekki sé stefnt á að taka upp skólagjöld. Gæði kennslu á ekki að vera háð framlögum fyrirtækja. Stjórnvöld verða einfaldlega að búa svo í haginn að fjárframlög standi undir rekstri skólans. Sú spurning vaknar hvort búið sé að hrinda af stað yfirlýstri ætlun Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu í menntakerfinu. Markvisst sé verið að skera niður fjárframlög til opinberra skóla og skerða samkeppnisstöðu þeirra til að gera einkavæðingu girnilegri. Markmið menntakerfisins verða aldrei fjárhagsleg í mínum huga. Þau snúast fyrst og fremst um gæði menntunarinnar og hversu vel okkur tekst að búa börn og ungmenni undir lífið. Þarna kristallast grundvallarmunur á stefnu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem ítrekað hefur lýst yfir vilja til einkavæðingar menntakerfisins. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um háskólastigið sem kom út nýlega er um margt merkileg. Ánægjulegt er að sjá hversu vel Háskóli Íslands kemur út þrátt fyrir skerta samkeppnisstöðu. Aftur á móti er áhyggjuefni hversu mikill aðstöðumunur er á einkareknum háskólum og opinberum. Að einkareknir háskólar skuli fá sama ríkisframlag og þeir opinberu hefur skapað óæskilegan aðstöðumun og veikt samkeppnisstöðu opinberu háskólanna af skýrslunni að dæma. @Megin-Ol Idag 8,3p :Skýrsla ríkisendurskoðunar sýnir að auka þarf fjárframlög til Háskólans á Akureyri. Mikilli og örri fjölgun nemenda við háskólann hafa óneitanlega fylgt vaxtarverkir. Fjölgun nema þýða aukin útgjöld. Því miður virðist núverandi menntamálaráðherra ekki sýna þessu mikinn skilning. Háskólinn á Akureyri hefur fyrir löngu sannað tilverurétt sinn og vonandi fær hann tækifæri til að halda áfram að vaxa og dafna. Að sama skapi verður að telja undarlegt að fjárframlög til Menntaskólans á Akureyri hafi verið skert um 30% á hverju ári sl. 3 ár. Einnig að forsendur fjárveitinganna hafi breyst jafn oft á tímabilinu. Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, sagði í útskriftarræðu sinni 17. júní, að skólayfirvöld ætluðu ekki að sitja með hendur í skauti. Miðað við stöðuna væri það álitlegur kostur að gera MA að einkaskóla. Samkeppnisstaða skólans byði einfaldlega ekki upp á að reglum og forsendum fjárveitinga væri sífellt breytt. Vonandi verður þessi kostur ekki ofan á, jafnvel þó ekki sé stefnt á að taka upp skólagjöld. Gæði kennslu á ekki að vera háð framlögum fyrirtækja. Stjórnvöld verða einfaldlega að búa svo í haginn að fjárframlög standi undir rekstri skólans. Sú spurning vaknar hvort búið sé að hrinda af stað yfirlýstri ætlun Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu í menntakerfinu. Markvisst sé verið að skera niður fjárframlög til opinberra skóla og skerða samkeppnisstöðu þeirra til að gera einkavæðingu girnilegri. Markmið menntakerfisins verða aldrei fjárhagsleg í mínum huga. Þau snúast fyrst og fremst um gæði menntunarinnar og hversu vel okkur tekst að búa börn og ungmenni undir lífið. Þarna kristallast grundvallarmunur á stefnu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem ítrekað hefur lýst yfir vilja til einkavæðingar menntakerfisins. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar