Tónleikaferð Pete Best styrkt af Icelandair 16. júní 2007 06:00 Pete Best Þekktasta „no-name“ sögunnar en hann var fyrsti trymbill Bítlanna og ferðast nú um Bandaríkin. „Þetta kom nú þannig til að hann var áberandi í Bandaríkjunum og sölusvæði okkar þar efndi til smá samstarfs við hann,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair en á vefsvæði tónleikaferðar Pete Best kemur fram að flugfélagið styrkir ferðir hans til Bandaríkjanna. „Hann lék á tónleikum fyrir okkur í Minneapolis og við styrkjum flugið hans á móti,“ bætir Guðjón við. „Því má eiginlega segja að við notfærum okkur nafnið hans og hljómsveitina til að kynna okkur þar vestra,“ segir hann. Á heimasíðu Dr. Gunna kemur fram að einn lesandi síðunnar taldi sig hafa barið Best augum í Skífunni uppi á Keflavíkurflugvelli. Guðjón taldi það alls ekki ólíklegt enda millilentu flugvélar Icelandair í Keflavík á leið sinni vestur um haf. Pete Best er sennilega eitthvert þekktasta „no-name“ tónlistarsögunnar. Hann var fyrsti trommari Bítlanna en var rekinn eftir að upptökustjórinn George Martin lýsti því yfir við þá Paul McCartney og John Lennon að hann kynni ekki við trommuslátt Best. Og var Ringo Star fenginn í staðinn. Eftirleikinn þekkja síðan flestir því skömmu eftir að Best hafði gengið út úr hljóðverinu með trommukjuðana sína slógu Bítlarnir öll met og urðu undir eins að einhverju mesta æði sem heimurinn hefur augum litið. „Mér skilst reyndar að hann hafi haft ágætt upp úr því að vera trommarinn sem var rekinn úr Bítlunum,“ segir Guðjón en viðurkenndi að hann hefði lítið heyrt af afrekum Best á tónlistarsviðinu þrátt fyrir að hafa drukkið tónlist Bítlana nánast með móðurmjólkinni. Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta kom nú þannig til að hann var áberandi í Bandaríkjunum og sölusvæði okkar þar efndi til smá samstarfs við hann,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair en á vefsvæði tónleikaferðar Pete Best kemur fram að flugfélagið styrkir ferðir hans til Bandaríkjanna. „Hann lék á tónleikum fyrir okkur í Minneapolis og við styrkjum flugið hans á móti,“ bætir Guðjón við. „Því má eiginlega segja að við notfærum okkur nafnið hans og hljómsveitina til að kynna okkur þar vestra,“ segir hann. Á heimasíðu Dr. Gunna kemur fram að einn lesandi síðunnar taldi sig hafa barið Best augum í Skífunni uppi á Keflavíkurflugvelli. Guðjón taldi það alls ekki ólíklegt enda millilentu flugvélar Icelandair í Keflavík á leið sinni vestur um haf. Pete Best er sennilega eitthvert þekktasta „no-name“ tónlistarsögunnar. Hann var fyrsti trommari Bítlanna en var rekinn eftir að upptökustjórinn George Martin lýsti því yfir við þá Paul McCartney og John Lennon að hann kynni ekki við trommuslátt Best. Og var Ringo Star fenginn í staðinn. Eftirleikinn þekkja síðan flestir því skömmu eftir að Best hafði gengið út úr hljóðverinu með trommukjuðana sína slógu Bítlarnir öll met og urðu undir eins að einhverju mesta æði sem heimurinn hefur augum litið. „Mér skilst reyndar að hann hafi haft ágætt upp úr því að vera trommarinn sem var rekinn úr Bítlunum,“ segir Guðjón en viðurkenndi að hann hefði lítið heyrt af afrekum Best á tónlistarsviðinu þrátt fyrir að hafa drukkið tónlist Bítlana nánast með móðurmjólkinni.
Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira