Langar að halda áfram 13. júní 2007 08:30 Guðmundur Ingvarsson og Alfreð á blaðamannafundi landsliðsins í gær. Alfreð langar óneitanlega að halda áfram með liðið sem leikur nú um laust sæti á EM í Noregi í janúar á næsta ári. MYND/Pjetur Alfreð Gíslason landsliðsþjálfara langar til að vera áfram með íslenska liðið. Hann segist þó eiga mjög erfitt með það en hann mun setjast niður með HSÍ og ræða stöðuna eftir leikinn gegn Serbum sem fer fram á sunnudaginn kemur. Alfreð Gíslason lýsti því yfir á sínum tíma að hann ætlaði sér að hætta með íslenska handboltalandsliðið eftir umspilsleikina gegn Serbum. Síðari leikurinn fer fram á sunnudaginn en á blaðamannafundi í gær sagði Alfreð við Fréttablaðið að hann væri mjög ánægður með stöðuna og vildi gjarnan vera áfram með liðið, en hvort hann ætti kost á því væri annað mál. Alfreð þjálfar sem kunnugt er Gummersbach í Þýskalandi samhliða landsliðinu og tími er eitthvað sem hann hefur ekki á reiðum höndum. „Það fer ekki á milli mála að ég hef haft mjög gaman að því að vinna með strákunum í landsliðinu, Einari framkvæmdastjóra og öllum hjá HSÍ. Það er allt öðruvísi að vinna fyrir Íslands hönd, heila þjóð, heldur en hjá félagsliði. Auðvitað langar mig eins og alla að taka eitt mót í viðbót en ég sé eiginlega bara ekki hvernig í ósköpunum ég á að fara að því," sagði landsliðsþjálfarinn. Alfreð tók við landsliðinu eftir Evrópumótið í Sviss. Hann kom liðinu á Heimsmeistaramótið í Þýskalandi eftir tvo umspilsleiki gegn Svíum þar sem Ísland lenti í áttunda sæti. Hann tók svo við Gummersbach síðasta sumar en félagið hefur áhyggjur af tímanum sem fer í landsliðið hjá þjálfaranum. „Gummersbach er það sem stendur í vegi fyrir mér auk þess sem ég get ekki unnið endalaust. Ég er aldrei heima hjá fjölskyldunni minni. Ég veit að það á líka við um strákana en ég þarf að gera ýmislegt annað en að mæta á æfingar, til dæmis að sitja yfir myndböndum og klippa þau saman. Það eru ekki bara keppnirnar sjálfar heldur þarf alltaf strax að huga að næstu verkefnum. Þetta er rosalega mikið og ég sé eiginlega ekki hvernig ég á að fara að þessu," sagði Alfreð. En er útilokað að hann verði áfram með landsliðið? „Ég segi ekki að það sé útilokað, aldrei að segja aldrei. Við Einar munum ræða saman eftir leikinn á sunnudaginn. En þegar ég er að vinna að einhverju vil ég gera það almennilega. Fyrr eða síðar fer maður kannski að gera hvort tveggja illa," sagði Alfreð Gíslason en forráðamenn HSÍ hafa aldrei farið leynt með ánægju sína með landsliðsþjálfarann. Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Sjá meira
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfara langar til að vera áfram með íslenska liðið. Hann segist þó eiga mjög erfitt með það en hann mun setjast niður með HSÍ og ræða stöðuna eftir leikinn gegn Serbum sem fer fram á sunnudaginn kemur. Alfreð Gíslason lýsti því yfir á sínum tíma að hann ætlaði sér að hætta með íslenska handboltalandsliðið eftir umspilsleikina gegn Serbum. Síðari leikurinn fer fram á sunnudaginn en á blaðamannafundi í gær sagði Alfreð við Fréttablaðið að hann væri mjög ánægður með stöðuna og vildi gjarnan vera áfram með liðið, en hvort hann ætti kost á því væri annað mál. Alfreð þjálfar sem kunnugt er Gummersbach í Þýskalandi samhliða landsliðinu og tími er eitthvað sem hann hefur ekki á reiðum höndum. „Það fer ekki á milli mála að ég hef haft mjög gaman að því að vinna með strákunum í landsliðinu, Einari framkvæmdastjóra og öllum hjá HSÍ. Það er allt öðruvísi að vinna fyrir Íslands hönd, heila þjóð, heldur en hjá félagsliði. Auðvitað langar mig eins og alla að taka eitt mót í viðbót en ég sé eiginlega bara ekki hvernig í ósköpunum ég á að fara að því," sagði landsliðsþjálfarinn. Alfreð tók við landsliðinu eftir Evrópumótið í Sviss. Hann kom liðinu á Heimsmeistaramótið í Þýskalandi eftir tvo umspilsleiki gegn Svíum þar sem Ísland lenti í áttunda sæti. Hann tók svo við Gummersbach síðasta sumar en félagið hefur áhyggjur af tímanum sem fer í landsliðið hjá þjálfaranum. „Gummersbach er það sem stendur í vegi fyrir mér auk þess sem ég get ekki unnið endalaust. Ég er aldrei heima hjá fjölskyldunni minni. Ég veit að það á líka við um strákana en ég þarf að gera ýmislegt annað en að mæta á æfingar, til dæmis að sitja yfir myndböndum og klippa þau saman. Það eru ekki bara keppnirnar sjálfar heldur þarf alltaf strax að huga að næstu verkefnum. Þetta er rosalega mikið og ég sé eiginlega ekki hvernig ég á að fara að þessu," sagði Alfreð. En er útilokað að hann verði áfram með landsliðið? „Ég segi ekki að það sé útilokað, aldrei að segja aldrei. Við Einar munum ræða saman eftir leikinn á sunnudaginn. En þegar ég er að vinna að einhverju vil ég gera það almennilega. Fyrr eða síðar fer maður kannski að gera hvort tveggja illa," sagði Alfreð Gíslason en forráðamenn HSÍ hafa aldrei farið leynt með ánægju sína með landsliðsþjálfarann.
Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Sjá meira