Frændgarður í Færeyjum 13. júní 2007 06:00 Ég hef setið sveittur við það þessa vikuna að skrá hvert einasta andskotans snitti í allri ættinni fyrir hlut í Færeyjabankanum. Meira segja þeir sem eru óstaðsettir í hús samkvæmt þjóðskrá ætla að kaupa. Þetta verður fínt, en þeir í Lansanum hafa ekki verið að auðvelda manni lífið við þetta. Krafan um að menn eigi vörslureikning hjá þeim fyrir rafrænu viðskiptin var algjörlega fáránleg og kostaði þvílíka aukavinnu fyrir greiðvikna menn eins og mig sem eru að kaupa fyrir heilu ættirnar. Jæja, allavega á maður von á því að gengið á þessu hækki og ekki ólíklegt að kjölfestan í bankanum myndist fljótt. Kæmi mér ekki á óvart að einhverjir mógúlar með vörslureikning í Landsbankanum yrðu fljótir að koma sér í lykilstöðu. Ég er ekki viss um að Færeyingar muni eiga bankann lengi í viðbót. Nema svona kallar eins og Jákúp í Rúmfatalagernum og einhverjir slíkir sem hafa grætt pening í útlöndum láti til sín taka. Jæja, þá græðir maður bara á því eins og því að hafa keypt áfram í Actavis. Það kemur pottþétt hærra tilboð frá Bjögga í bréfin. Ég held að þetta sé leikrit þar sem löngu er búið að skrifa handritið. Bjöggi mun svo sennilega skuldsetja félagið hraustlega og selja það síðan með góðum hagnaði. Hann er fjandi glúrinn strákurinn, en hlutverk manna eins og mín er að vera glúrnir líka og græða á því þegar þeir stóru leika leikina sína. Þannig virkar maður eins og verndarhjúpur fyrir litlu hluthafana, sem er hlutverk sem fellur vel að minni manngerð. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Ég hef setið sveittur við það þessa vikuna að skrá hvert einasta andskotans snitti í allri ættinni fyrir hlut í Færeyjabankanum. Meira segja þeir sem eru óstaðsettir í hús samkvæmt þjóðskrá ætla að kaupa. Þetta verður fínt, en þeir í Lansanum hafa ekki verið að auðvelda manni lífið við þetta. Krafan um að menn eigi vörslureikning hjá þeim fyrir rafrænu viðskiptin var algjörlega fáránleg og kostaði þvílíka aukavinnu fyrir greiðvikna menn eins og mig sem eru að kaupa fyrir heilu ættirnar. Jæja, allavega á maður von á því að gengið á þessu hækki og ekki ólíklegt að kjölfestan í bankanum myndist fljótt. Kæmi mér ekki á óvart að einhverjir mógúlar með vörslureikning í Landsbankanum yrðu fljótir að koma sér í lykilstöðu. Ég er ekki viss um að Færeyingar muni eiga bankann lengi í viðbót. Nema svona kallar eins og Jákúp í Rúmfatalagernum og einhverjir slíkir sem hafa grætt pening í útlöndum láti til sín taka. Jæja, þá græðir maður bara á því eins og því að hafa keypt áfram í Actavis. Það kemur pottþétt hærra tilboð frá Bjögga í bréfin. Ég held að þetta sé leikrit þar sem löngu er búið að skrifa handritið. Bjöggi mun svo sennilega skuldsetja félagið hraustlega og selja það síðan með góðum hagnaði. Hann er fjandi glúrinn strákurinn, en hlutverk manna eins og mín er að vera glúrnir líka og græða á því þegar þeir stóru leika leikina sína. Þannig virkar maður eins og verndarhjúpur fyrir litlu hluthafana, sem er hlutverk sem fellur vel að minni manngerð. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira