Erum óttalegir hálfvitar 12. júní 2007 05:00 Ljótu hálfvitarnir vekja athygli fyrir skrautlegan klæðaburð og einlæga sviðsframkomu. MYND/Hafþór hreiðarsson Síðar í mánuðinum kemur út fyrsta breiðskífa Ljótu hálfvitanna, níu manna sveitar sem á uppruna sinn að rekja norður til Húsavíkur og nágrennis. „Það hefur gengið furðuvel," segir Arngrímur Arnarson, liðsmaður Ljótu hálfvitanna, spurður um hvernig það gangi að smala saman níu manns nánast hvern dag og hverja helgi til að spila „þjóðlagakennt hálfvitapopp með bjórívafi" eins og Arngrímur útskýrir tónlist sveitarinnar. Sena gefur út plötuna sem enn hefur ekki hlotið nafn, en upptökum í Sýrlandi er lokið. „Nafnið er ekki alveg ákveðið en meðal vinnuheita eru Ísbjarnarknús og Popplög í G-mjólk." Hróður Ljótu hálfvitanna hefur borist hratt síðustu mánuði en ekki er liðið nema rúmt hálft ár frá því að hljómsveitin var stofnuð. Hún varð til með samruna tveggja gleðisveita að norðan, Ripp, Rapp og Garfunkel og hinna upprunalegu Ljótu hálfvita, sem þá starfaði sem tríó. Síðan þá hafa hlutirnir gerst hratt. „Ég held að það sé óhætt að segja það. Við höfum síðan þá spilað á hátt á fjórða tug tónleika og plata er nánast fullunnin. Ég myndi telja það nokkuð gott af hálfvitum að vera," segir Arngrímur og hlær. Spurður um hljómsveitarnafnið segir hann að það sé annars vegar einfaldlega stórbrotið hljómsveitarnafn, „og hins vegar er það mjög lýsandi fyrir meðlimi sveitarinnar. Við erum óttalegir hálfvitar," viðurkennir Arngrímur blygðunarlaust. Ljótu hálfvitarnir hafa vakið mikla lukku á þeim tónleikum sem þeir hafa haldið víða um land og þá hafa sífelldar breytingar á hljóðfæraskipan ekki síst vakið athygli. „Fyrir vikið verður meira líf og fjör á sviðinu," útskýrir Arngrímur og bætir við að það sé spilagleðin sem haldi þeim félögum við efnið. „Við erum ekki að þessu fyrir peningana, það er alveg ljóst. Þetta er bara svo hrikalega gaman." Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Síðar í mánuðinum kemur út fyrsta breiðskífa Ljótu hálfvitanna, níu manna sveitar sem á uppruna sinn að rekja norður til Húsavíkur og nágrennis. „Það hefur gengið furðuvel," segir Arngrímur Arnarson, liðsmaður Ljótu hálfvitanna, spurður um hvernig það gangi að smala saman níu manns nánast hvern dag og hverja helgi til að spila „þjóðlagakennt hálfvitapopp með bjórívafi" eins og Arngrímur útskýrir tónlist sveitarinnar. Sena gefur út plötuna sem enn hefur ekki hlotið nafn, en upptökum í Sýrlandi er lokið. „Nafnið er ekki alveg ákveðið en meðal vinnuheita eru Ísbjarnarknús og Popplög í G-mjólk." Hróður Ljótu hálfvitanna hefur borist hratt síðustu mánuði en ekki er liðið nema rúmt hálft ár frá því að hljómsveitin var stofnuð. Hún varð til með samruna tveggja gleðisveita að norðan, Ripp, Rapp og Garfunkel og hinna upprunalegu Ljótu hálfvita, sem þá starfaði sem tríó. Síðan þá hafa hlutirnir gerst hratt. „Ég held að það sé óhætt að segja það. Við höfum síðan þá spilað á hátt á fjórða tug tónleika og plata er nánast fullunnin. Ég myndi telja það nokkuð gott af hálfvitum að vera," segir Arngrímur og hlær. Spurður um hljómsveitarnafnið segir hann að það sé annars vegar einfaldlega stórbrotið hljómsveitarnafn, „og hins vegar er það mjög lýsandi fyrir meðlimi sveitarinnar. Við erum óttalegir hálfvitar," viðurkennir Arngrímur blygðunarlaust. Ljótu hálfvitarnir hafa vakið mikla lukku á þeim tónleikum sem þeir hafa haldið víða um land og þá hafa sífelldar breytingar á hljóðfæraskipan ekki síst vakið athygli. „Fyrir vikið verður meira líf og fjör á sviðinu," útskýrir Arngrímur og bætir við að það sé spilagleðin sem haldi þeim félögum við efnið. „Við erum ekki að þessu fyrir peningana, það er alveg ljóst. Þetta er bara svo hrikalega gaman."
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“