Tankurinn og bíllinn Hallgrímur Helgason skrifar 12. júní 2007 01:30 Örlögin sendu mig í búðir í leit að litlum ísskáp. Ég fann einn á 20.000 krónur. Ágætis græja á viðunandi verði. Á heimleið kom ég við í matvöruverslun og keypti inn fyrir helgina: Fjögurra daga skammt fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Pokarnir tveir plús bleijur og morgunkorn kostuðu 10.000 krónur. Samt nægði varningurinn ekki til að fylla nýja ísskápinn. Til þess hefði þurft aðra eins ferð. Fyrir tilviljun komst ég að því að á Íslandi okkar daga kostar jafn mikið að fylla ísskápinn og ísskápurinn sjálfur kostar. Segir þetta ekki allt sem segja þarf um hátt matarverð á Íslandi? Raftæki – matvara 5 - 0Eitt sinn voru raftæki dýr á Íslandi. Í bernsku minni var talað um þvottavélar eins og nú er talað um jeppa. Uppþvottavélar voru aðeins til á allra bestu heildsalaheimilum. Við fengum okkar fyrstu árið sem ég tók bílpróf. Fólk skipti um ísskápa á tveggja kynslóða fresti. Stórir og feitir Buick-lagaðir stríðsára-ísskápar stóðu vaktina í fjölskyldueldhúsinu mann fram af manni eins og minnisvarðar um matinn hennar mömmu. Nú skokka menn í Elko og Byko og kaupa sér nýjan í hverri viku. Hann kostar lítið meir en matarkarfan. Á undanförnum árum hefur eitthvað gerst í verslun með raftæki hér á landi sem ekki hefur gerst í verslun með matvöru. Hvað það er nákvæmlega treysti ég mér ekki til að segja, en hin nöturlega niðurstaða er staðreynd engu að síður sú að ísskápurinn er orðinn jafn dýr og maturinn sem hann hýsir. Það kostar ísskáp að fylla ísskáp. Við eyðum andvirði tveggja lítilla ísskápa í matarinnkaup á hverjum mánuði. Senn hlýtur að koma að því að Bónus bjóði upp á áfylltan ísskáp í sellófani: Helgarpakkinn — með lambalæri, kjúklingi, grænmetiskörfu, fjórum lítrum af mjólk og tveimur af ís. Eitthvað myndu menn segja ef bensínverð væri svo hátt að það kostaði andvirði bílsins að fylla tankinn. "1.400.000 krónur" að fylla Skoda Octavia en "3.600.000" að fylla Honda CRV. Hvers vegna látum við þetta rugl viðgangast ár eftir ár á okkar annars góða landi? Hvenær ætlar einhver stjórnmálamaður, einhver stjórn, að taka á þessu af alvöru? Áfram fornöld – ekkert stoppNýr landbúnaðarmálaráðherra er greinilega ekki maðurinn. Hann vill engar breytingar á landbúnaðarkerfinu og tollaumhverfi þess, sem flestir hugsandi menn eru sammála um að nauðsynlegar séu til þess að ná matarverðinu niður. Búið er að semja við bændur, segir ráðherrann, og ekki hægt að rjúfa þá samnninga. Gallinn er bara sá að það er ALLTAF búið að semja við bændur. Í þessum málum eru ekki gerðar fimm ára áætlanir í stíl Stalíns heldur sjö ára áætlanir. Og sá síðasti þessara samninga var undirritaður sjö mínútum fyrir síðustu kosningar, af sjálfum höfuðdýrlingi hæsta matarverðs í heimi, Heilögum Guðna Ágústssyni, og manni sem enn er fjármálaráðherra en var eitt sinn með mér í brúarvinnu og ætti því að teljast jafnaldri minn, en gekk þarna í bland við tröllin og batt okkur í ullarhelsið til ársins 2014. "16.4 milljarðar til bænda fram til ársins 2014," hét það í fréttum. "Djöfull er ég orðin þreytt á að búa í landi sem eyðir meiru í sauðfé en menntun" voru viðbrögð einnar af landsins bestu bloggmeyja. Jafnvel þótt manns eigin kynslóð sé loks komin til valda breytir það engu. Nei, fornöldinni skal viðhaldið með samningum sem ná FRAM Á ÞARNÆSTA kjörtímabil. Hverjum dettur í hug að gera ráð fyrir óbreytanlegu kerfi til sjö ára í hvaða starfsgrein sem er á okkar hraðskreiðu tölvutíð? Hver tæki nú mark á "Samningi um niðurhal og innsendingarvernd í tölvusamskiptum" frá árinu 2000? Ísskápurinn hefur talað. Skilaboðin eru skýr. Verð á matvöru á Íslandi er alþjóðlegur brandari. Forvitnilegt væri að fá samanburðartölur úr öðrum löndum. Hvað kostar ísskápurinn á Indlandi og hvað kostar að fylla hann? Þetta gæti orðið hin nýja Big Mac-vísitala. Þó er greinilegt á öllu að verð á raftækjum er í takt við tímann en verð á matvöru er ennþá bundið við sísta hluta síðustu aldar. Hver ræður?Ný ríkisstjórn vakti hinsvegar vonir um að loks yrði gengið í málið. Sú von virðist þó ætla að dofna ansi fljótt eftir yfirlýsingar landbúnaðarráðherra, því á Íslandi virðast einstakir ráðherrar hafa meiri völd en sjálf ríkisstjórnin. Í hverju málinu á fætur öðru hafa ráðherrar haft uppi öndverðar skoðanir við stjórnarsáttmála eða samstarfsflokkinn. Landbúnaðarráðherra vill til dæmis halda óbreyttu landbúnaðarkerfi, í óþökk stjórnarsáttmála, líkt og hann vill sem sjávarútvegsráðherra halda áfram hvalveiðum í óþökk Samfylkingar. Og ríkisstjórnin þegir bara, líkt og ráðherrann ráði sínum málaflokki aleinn. Ráðherraræðið íslenska hlýtur að teljast einstætt í stjórnarháttum nútímans. Við höfum yfir okkur tólf litla forsætisráðherra sem saman mynda eitt rammflókið og samsett lénsveldi þar sem yfirráðasvæðin eru ekki bundin við landakort heldur málaflokka. Þegnarnir verða stöðugt að minna sig á það hver ræður í hvaða máli. Er ekki kominn tími á smá leiðtogun frá hinum raunverulega forsætisráðherra? Eða hver mun ráða hér næstu árin? Nátttröllin eða nútíminn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Örlögin sendu mig í búðir í leit að litlum ísskáp. Ég fann einn á 20.000 krónur. Ágætis græja á viðunandi verði. Á heimleið kom ég við í matvöruverslun og keypti inn fyrir helgina: Fjögurra daga skammt fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Pokarnir tveir plús bleijur og morgunkorn kostuðu 10.000 krónur. Samt nægði varningurinn ekki til að fylla nýja ísskápinn. Til þess hefði þurft aðra eins ferð. Fyrir tilviljun komst ég að því að á Íslandi okkar daga kostar jafn mikið að fylla ísskápinn og ísskápurinn sjálfur kostar. Segir þetta ekki allt sem segja þarf um hátt matarverð á Íslandi? Raftæki – matvara 5 - 0Eitt sinn voru raftæki dýr á Íslandi. Í bernsku minni var talað um þvottavélar eins og nú er talað um jeppa. Uppþvottavélar voru aðeins til á allra bestu heildsalaheimilum. Við fengum okkar fyrstu árið sem ég tók bílpróf. Fólk skipti um ísskápa á tveggja kynslóða fresti. Stórir og feitir Buick-lagaðir stríðsára-ísskápar stóðu vaktina í fjölskyldueldhúsinu mann fram af manni eins og minnisvarðar um matinn hennar mömmu. Nú skokka menn í Elko og Byko og kaupa sér nýjan í hverri viku. Hann kostar lítið meir en matarkarfan. Á undanförnum árum hefur eitthvað gerst í verslun með raftæki hér á landi sem ekki hefur gerst í verslun með matvöru. Hvað það er nákvæmlega treysti ég mér ekki til að segja, en hin nöturlega niðurstaða er staðreynd engu að síður sú að ísskápurinn er orðinn jafn dýr og maturinn sem hann hýsir. Það kostar ísskáp að fylla ísskáp. Við eyðum andvirði tveggja lítilla ísskápa í matarinnkaup á hverjum mánuði. Senn hlýtur að koma að því að Bónus bjóði upp á áfylltan ísskáp í sellófani: Helgarpakkinn — með lambalæri, kjúklingi, grænmetiskörfu, fjórum lítrum af mjólk og tveimur af ís. Eitthvað myndu menn segja ef bensínverð væri svo hátt að það kostaði andvirði bílsins að fylla tankinn. "1.400.000 krónur" að fylla Skoda Octavia en "3.600.000" að fylla Honda CRV. Hvers vegna látum við þetta rugl viðgangast ár eftir ár á okkar annars góða landi? Hvenær ætlar einhver stjórnmálamaður, einhver stjórn, að taka á þessu af alvöru? Áfram fornöld – ekkert stoppNýr landbúnaðarmálaráðherra er greinilega ekki maðurinn. Hann vill engar breytingar á landbúnaðarkerfinu og tollaumhverfi þess, sem flestir hugsandi menn eru sammála um að nauðsynlegar séu til þess að ná matarverðinu niður. Búið er að semja við bændur, segir ráðherrann, og ekki hægt að rjúfa þá samnninga. Gallinn er bara sá að það er ALLTAF búið að semja við bændur. Í þessum málum eru ekki gerðar fimm ára áætlanir í stíl Stalíns heldur sjö ára áætlanir. Og sá síðasti þessara samninga var undirritaður sjö mínútum fyrir síðustu kosningar, af sjálfum höfuðdýrlingi hæsta matarverðs í heimi, Heilögum Guðna Ágústssyni, og manni sem enn er fjármálaráðherra en var eitt sinn með mér í brúarvinnu og ætti því að teljast jafnaldri minn, en gekk þarna í bland við tröllin og batt okkur í ullarhelsið til ársins 2014. "16.4 milljarðar til bænda fram til ársins 2014," hét það í fréttum. "Djöfull er ég orðin þreytt á að búa í landi sem eyðir meiru í sauðfé en menntun" voru viðbrögð einnar af landsins bestu bloggmeyja. Jafnvel þótt manns eigin kynslóð sé loks komin til valda breytir það engu. Nei, fornöldinni skal viðhaldið með samningum sem ná FRAM Á ÞARNÆSTA kjörtímabil. Hverjum dettur í hug að gera ráð fyrir óbreytanlegu kerfi til sjö ára í hvaða starfsgrein sem er á okkar hraðskreiðu tölvutíð? Hver tæki nú mark á "Samningi um niðurhal og innsendingarvernd í tölvusamskiptum" frá árinu 2000? Ísskápurinn hefur talað. Skilaboðin eru skýr. Verð á matvöru á Íslandi er alþjóðlegur brandari. Forvitnilegt væri að fá samanburðartölur úr öðrum löndum. Hvað kostar ísskápurinn á Indlandi og hvað kostar að fylla hann? Þetta gæti orðið hin nýja Big Mac-vísitala. Þó er greinilegt á öllu að verð á raftækjum er í takt við tímann en verð á matvöru er ennþá bundið við sísta hluta síðustu aldar. Hver ræður?Ný ríkisstjórn vakti hinsvegar vonir um að loks yrði gengið í málið. Sú von virðist þó ætla að dofna ansi fljótt eftir yfirlýsingar landbúnaðarráðherra, því á Íslandi virðast einstakir ráðherrar hafa meiri völd en sjálf ríkisstjórnin. Í hverju málinu á fætur öðru hafa ráðherrar haft uppi öndverðar skoðanir við stjórnarsáttmála eða samstarfsflokkinn. Landbúnaðarráðherra vill til dæmis halda óbreyttu landbúnaðarkerfi, í óþökk stjórnarsáttmála, líkt og hann vill sem sjávarútvegsráðherra halda áfram hvalveiðum í óþökk Samfylkingar. Og ríkisstjórnin þegir bara, líkt og ráðherrann ráði sínum málaflokki aleinn. Ráðherraræðið íslenska hlýtur að teljast einstætt í stjórnarháttum nútímans. Við höfum yfir okkur tólf litla forsætisráðherra sem saman mynda eitt rammflókið og samsett lénsveldi þar sem yfirráðasvæðin eru ekki bundin við landakort heldur málaflokka. Þegnarnir verða stöðugt að minna sig á það hver ræður í hvaða máli. Er ekki kominn tími á smá leiðtogun frá hinum raunverulega forsætisráðherra? Eða hver mun ráða hér næstu árin? Nátttröllin eða nútíminn?
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun