„Áður fyrr var eitrað fyrir fólki“ 6. júní 2007 01:00 Anna segir að þótt margt hafi breyst frá dögum ítalska heimspekingsins og stjórnmálamannsins Niccolò Machiavelli (1469-1527) eigi margt í kenningum hans enn við. MYND/Vilhem „Það skiptir ekki máli hvort maður er með mikla eða litla machiavellíska eiginleika. Það að vera machiavellískur þarf ekki að vera slæmt,“ segir Anna Gunnþórsdóttir, dósent og tilraunaleikjafræðingur við Australian Graduate Scool of Management í Ástralíu. Hún tekur það sömuleiðis skýrt fram að það að hafa litla eiginleika sem þessa sé heldur ekki slæmt. Anna er stödd hér á landi í boði Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands og flytur fyrirlestur í Odda klukkan 16:15 í dag um mikilvægi trausts, áreiðanleika og machiavellíska eiginleika. Fyrirlesturinn er byggður á samstarfsverkefni hennar, Kevins McCabe og Vernons Smith, sem hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræðið fyrir fimm árum. Í fyrirlestrinum tengir Anna saman samskipti manna og trúverðugleika við hagvöxt landa. „Þegar fólk treystir hvert öðru þarf ekki alltaf að tékka á fólki. Það er hægt að semja um hluti án þess að gera sérstaka samninga,“ segir hún og leggur áherslu á að með trausti aukist skilvirkni og hraði. Hún bætir við að Ísland sé dæmi um land þar sem traust manna á milli sé mjög mikið. Sömu sögu sé að segja af Norðurlöndunum, sem séu hæst á lista yfir traust og trúverðugleika. Skrifist það meðal annars á sameiginlegan bakgrunn íbúa landanna. Áður en Anna hefur mál sitt munu gestir þreyta sálfræðipróf þar sem machíavellískir eiginleikar eru mældir. Að því loknu geta þátttakendur tekið saman niðurstöður sínar og séð hvar þeir standa á machiavellíska skalanum. Anna mun sömuleiðis ræða um þýðingu prófsins og hvernig taka skuli á því starfsfólki fyrirtækja sem sýni mikla eða litla machiavellíska eiginleika. Anna segir að þótt margt hafi breyst frá því Machiavelli var uppi, á 15. og 16. öld, hafi kenningar hans staðist tímans tönn. „Á dögum Machiavellis var eitrað fyrir fólki. Í dag er það bara rekið,“ segir hún og hlær. Nóbelsverðlaun Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
„Það skiptir ekki máli hvort maður er með mikla eða litla machiavellíska eiginleika. Það að vera machiavellískur þarf ekki að vera slæmt,“ segir Anna Gunnþórsdóttir, dósent og tilraunaleikjafræðingur við Australian Graduate Scool of Management í Ástralíu. Hún tekur það sömuleiðis skýrt fram að það að hafa litla eiginleika sem þessa sé heldur ekki slæmt. Anna er stödd hér á landi í boði Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands og flytur fyrirlestur í Odda klukkan 16:15 í dag um mikilvægi trausts, áreiðanleika og machiavellíska eiginleika. Fyrirlesturinn er byggður á samstarfsverkefni hennar, Kevins McCabe og Vernons Smith, sem hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræðið fyrir fimm árum. Í fyrirlestrinum tengir Anna saman samskipti manna og trúverðugleika við hagvöxt landa. „Þegar fólk treystir hvert öðru þarf ekki alltaf að tékka á fólki. Það er hægt að semja um hluti án þess að gera sérstaka samninga,“ segir hún og leggur áherslu á að með trausti aukist skilvirkni og hraði. Hún bætir við að Ísland sé dæmi um land þar sem traust manna á milli sé mjög mikið. Sömu sögu sé að segja af Norðurlöndunum, sem séu hæst á lista yfir traust og trúverðugleika. Skrifist það meðal annars á sameiginlegan bakgrunn íbúa landanna. Áður en Anna hefur mál sitt munu gestir þreyta sálfræðipróf þar sem machíavellískir eiginleikar eru mældir. Að því loknu geta þátttakendur tekið saman niðurstöður sínar og séð hvar þeir standa á machiavellíska skalanum. Anna mun sömuleiðis ræða um þýðingu prófsins og hvernig taka skuli á því starfsfólki fyrirtækja sem sýni mikla eða litla machiavellíska eiginleika. Anna segir að þótt margt hafi breyst frá því Machiavelli var uppi, á 15. og 16. öld, hafi kenningar hans staðist tímans tönn. „Á dögum Machiavellis var eitrað fyrir fólki. Í dag er það bara rekið,“ segir hún og hlær.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira