Tónlist

Hvaladráp kemur út

Fjórða breiðskífa Mínus er væntanleg í búðir.
Fjórða breiðskífa Mínus er væntanleg í búðir.

Nýjasta breiðskífa Mínus, The Great Northern Whalekill, kemur út á mánudag á vegum Smekkleysu. Þetta er fjórða hljóðversskífa Mínus, sem síðast sendi frá sér Halldór Laxness árið 2003, sem var valin besta plata ársins af tónlistarspekúlöntum.

Mínus tók plötuna upp í The Sound Factory-hljóðverinu í Los Angles í nóvember í fyrra. Við stjórnvölinn voru þeir Joe Baresi og S. Husky Höskulds. Aðstoðarupptökumaður var Jason Gossman. Fyrsta smáskífulagið, Futurist, hefur fengið fínar móttökur og þykir gefa góð fyrirheit um plötuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×