Volta fær góðar viðtökur 8. maí 2007 08:00 Nýjasta plata Bjarkar, Volta, hefur fengið ákaflega góðar viðtökur. Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, kom út í gær og stefnir í að verða vinsælasta plata hennar í langan tíma. Volta hefur selst afar vel hérlendis síðan hún kom út í gær. „Salan hérna heima er sú mesta sem við höfum séð hjá Björk í langan tíma," segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. „Þetta er góð innspýting í plötusöluna hérna, sem hefur verið frekar róleg undanfarið." Volta hefur fengið gríðarlega góða dóma bæði í innlendum sem erlendum fjölmiðlum, þar á meðal fjórar stjörnur í Fréttablaðinu, fimm stjörnur í Attitude og fjórar af fimm mögulegum í tímaritunum Mojo og Uncut. Í dómi Uncut segir að Volta sé kraftmesta plata Bjarkar í tíu ár. „Á Volta virðist hún skynja dauðleika sinn. Á sama tíma hefur hún aldrei hljómað jafnlifandi. Ást hennar á börnum, jörðinni og mannkyninu gegnumlykur alla plötuna," segir þar.Almenn spilun á BBCBjörk er um þessar mundir á tónleikaferð um Bandaríkin.Ásmundur er að vonum hæstánægður með þessa prýðilegu dóma. „Hún fær góða dóma í öllum helstu fjölmiðlum heims þannig séð, þar á meðal í Guardian, Independent, í Þýskalandi og í frönsku pressunni. Ég hef engan dóm séð minni en fjórar stjörnur eða minni en 8 af 10 mögulegum."Fyrsta smáskífulag plötunnar, Earth Intruders, hefur jafnframt vakið mikla athygli og er það þegar komið í almenna spilun hjá BBC í Bretlandi. Náði ekkert lag af síðustu tveimur plötum Bjarkar þeim árangri.Yfir tveimur milljónum?Að sögn Ásmundar seldust síðustu tvær plötur Bjarkar, Medúlla og Vespertine, í um einni og hálfri til tveimur milljónum eintaka hvor víðs vegar um heiminn. Býst hann við því að Volta eigi eftir að seljast enn betur. „Miðað við þessa athygli held ég að fólk geti verið bjartsýnt, það er engin spurning."Volta er sjötta hljóðversplata Bjarkar og sú fyrsta síðan Medúlla kom út árið 2004. Tónleikaferð Bjarkar um Bandaríkin er nýhafin og fékk hún afar góða dóma fyrir fyrstu tónleika sína í Radio City Music Hall í New York. Hoppaði hún um sviðið í appelsínugulum kjól og söng lög af Volta í bland við eldri slagara á borð við Joga, Army of Me og The Anchor Song, sem var sungið á íslensku. Taldi greinarhöfundur tónleikana hafa verið þá bestu sem hann hefði séð hingað til með Björk. Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, kom út í gær og stefnir í að verða vinsælasta plata hennar í langan tíma. Volta hefur selst afar vel hérlendis síðan hún kom út í gær. „Salan hérna heima er sú mesta sem við höfum séð hjá Björk í langan tíma," segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. „Þetta er góð innspýting í plötusöluna hérna, sem hefur verið frekar róleg undanfarið." Volta hefur fengið gríðarlega góða dóma bæði í innlendum sem erlendum fjölmiðlum, þar á meðal fjórar stjörnur í Fréttablaðinu, fimm stjörnur í Attitude og fjórar af fimm mögulegum í tímaritunum Mojo og Uncut. Í dómi Uncut segir að Volta sé kraftmesta plata Bjarkar í tíu ár. „Á Volta virðist hún skynja dauðleika sinn. Á sama tíma hefur hún aldrei hljómað jafnlifandi. Ást hennar á börnum, jörðinni og mannkyninu gegnumlykur alla plötuna," segir þar.Almenn spilun á BBCBjörk er um þessar mundir á tónleikaferð um Bandaríkin.Ásmundur er að vonum hæstánægður með þessa prýðilegu dóma. „Hún fær góða dóma í öllum helstu fjölmiðlum heims þannig séð, þar á meðal í Guardian, Independent, í Þýskalandi og í frönsku pressunni. Ég hef engan dóm séð minni en fjórar stjörnur eða minni en 8 af 10 mögulegum."Fyrsta smáskífulag plötunnar, Earth Intruders, hefur jafnframt vakið mikla athygli og er það þegar komið í almenna spilun hjá BBC í Bretlandi. Náði ekkert lag af síðustu tveimur plötum Bjarkar þeim árangri.Yfir tveimur milljónum?Að sögn Ásmundar seldust síðustu tvær plötur Bjarkar, Medúlla og Vespertine, í um einni og hálfri til tveimur milljónum eintaka hvor víðs vegar um heiminn. Býst hann við því að Volta eigi eftir að seljast enn betur. „Miðað við þessa athygli held ég að fólk geti verið bjartsýnt, það er engin spurning."Volta er sjötta hljóðversplata Bjarkar og sú fyrsta síðan Medúlla kom út árið 2004. Tónleikaferð Bjarkar um Bandaríkin er nýhafin og fékk hún afar góða dóma fyrir fyrstu tónleika sína í Radio City Music Hall í New York. Hoppaði hún um sviðið í appelsínugulum kjól og söng lög af Volta í bland við eldri slagara á borð við Joga, Army of Me og The Anchor Song, sem var sungið á íslensku. Taldi greinarhöfundur tónleikana hafa verið þá bestu sem hann hefði séð hingað til með Björk.
Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira