Brynjar þríbrotnaði á vinstri úlnlið 5. maí 2007 06:00 Brynjar Valsteinsson í leiknum gegn Fram í fyrrakvöld. Hann meiddist svo skömmu síðar. Fréttablaðið/anton Brynjar Valsteinsson, leikmaður HK, verður ekki meira með í úrslitum deildarbikarkeppninnar og gæti misst af upphafi næsta tímabils. Hann þríbrotnaði á úlnlið í vinstri hendi í leik gegn Stjörnunni í fyrrakvöld er hann lenti illa eftir að hafa keyrt upp völlinn í hraðaupphlaupi. „Ég man vel eftir þessu og tel að um brot hafi verið að ræða," sagði Brynjar við Fréttablaðið í gær. „Ég veit nú ekki hvort þetta hafi verið viljandi en það sem er verst í þessu er að þetta er stórhættulegt brot." Dómarar leiksins vilja meina að leikmaður Stjörnunnar og fyrrum félagi Brynjars hjá HK, Elías Már Halldórsson, hafi ekki verið búinn að taka sér stöðu þegar Brynjar rakst utan í hann með fyrrgreindum afleiðingum. Brynjar var kominn í loftið þegar honum lenti saman með Elíasi, missti stjórn á sér og lenti með vinstri höndina undir líkamananum. „Höndin hreinlega afmyndaðist," sagði hann. Það er þó bót í máli að hann er rétthentur. Þó er ljóst að hann verður frá í einhverja mánuði. „Ég veit ekki hversu alvarleg meiðslin eru. Ég ligg nú uppi í rúmi sárkvalinn og þarf jafnvel að bíða fram yfir helgi þar til ég get hitt sérfræðing. Þá kemur í ljós hvort ég þurfi að fara í aðgerð. „Ég get nú ekki sagt almennilega hvaða bein eru brotin en þetta er allt í úlnliðnum. Eitt brotið er langt og nær alla leið inn í liðinn. Það er það versta af þeim þremur," sagði Brynjar. Aðstoðarþjálfari HK, Gunnar Magnússon, sagði að atvikið hefði ekki litið vel út. „Ég sá þetta ekki nógu vel til að sjá hvort hann fór með mjöðmina í Brynjar eða hvort hann var búinn að taka sér stöðu. En þetta var ekki fólskulegt brot, ég trúi því ekki að þetta hafi verið viljandi. Það er frekar að þetta hafi verið klaufalegt en það er alltaf hættulegt að keyra á mann sem er á fullu í hraðaupphlaupi," sagði Gunnar. Brynjar bætti því við að hann stefndi á að verða klár í haust. „Ég ætla að reyna að æfa vel í sumar enda spennandi tímabil framundan sem og Evrópukeppni." Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Sjá meira
Brynjar Valsteinsson, leikmaður HK, verður ekki meira með í úrslitum deildarbikarkeppninnar og gæti misst af upphafi næsta tímabils. Hann þríbrotnaði á úlnlið í vinstri hendi í leik gegn Stjörnunni í fyrrakvöld er hann lenti illa eftir að hafa keyrt upp völlinn í hraðaupphlaupi. „Ég man vel eftir þessu og tel að um brot hafi verið að ræða," sagði Brynjar við Fréttablaðið í gær. „Ég veit nú ekki hvort þetta hafi verið viljandi en það sem er verst í þessu er að þetta er stórhættulegt brot." Dómarar leiksins vilja meina að leikmaður Stjörnunnar og fyrrum félagi Brynjars hjá HK, Elías Már Halldórsson, hafi ekki verið búinn að taka sér stöðu þegar Brynjar rakst utan í hann með fyrrgreindum afleiðingum. Brynjar var kominn í loftið þegar honum lenti saman með Elíasi, missti stjórn á sér og lenti með vinstri höndina undir líkamananum. „Höndin hreinlega afmyndaðist," sagði hann. Það er þó bót í máli að hann er rétthentur. Þó er ljóst að hann verður frá í einhverja mánuði. „Ég veit ekki hversu alvarleg meiðslin eru. Ég ligg nú uppi í rúmi sárkvalinn og þarf jafnvel að bíða fram yfir helgi þar til ég get hitt sérfræðing. Þá kemur í ljós hvort ég þurfi að fara í aðgerð. „Ég get nú ekki sagt almennilega hvaða bein eru brotin en þetta er allt í úlnliðnum. Eitt brotið er langt og nær alla leið inn í liðinn. Það er það versta af þeim þremur," sagði Brynjar. Aðstoðarþjálfari HK, Gunnar Magnússon, sagði að atvikið hefði ekki litið vel út. „Ég sá þetta ekki nógu vel til að sjá hvort hann fór með mjöðmina í Brynjar eða hvort hann var búinn að taka sér stöðu. En þetta var ekki fólskulegt brot, ég trúi því ekki að þetta hafi verið viljandi. Það er frekar að þetta hafi verið klaufalegt en það er alltaf hættulegt að keyra á mann sem er á fullu í hraðaupphlaupi," sagði Gunnar. Brynjar bætti því við að hann stefndi á að verða klár í haust. „Ég ætla að reyna að æfa vel í sumar enda spennandi tímabil framundan sem og Evrópukeppni."
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Sjá meira