Tónlist

Styrkur í austurátt

Einar jóhannesson klarinettuleikari lagði vini sínum Berkofsky og börnunum í Kitezh-þorpinu lið.
Einar jóhannesson klarinettuleikari lagði vini sínum Berkofsky og börnunum í Kitezh-þorpinu lið.

Einar Jóhannesson klarinettuleikari er meðal þeirra sem standa að útgáfu hljómdisks til styrktar munaðarlausum börnum í Kitezh-þorpinu í Rússlandi.

Diskurinn inniheldur verk eftir Beethoven, Brahms og Schumann en þar leikur Globalis-sinfóníuhljómsveitin undir stjórn stofnanda sveitarinnar, Konstantin Krimets, verk Beethovens ásamt píanóleikaranum Martin Berkofsky en hann leikur síðan ásamt Einari Jóhannessyni tvær sónötur Brahms og þrjú „fantasíustykki“ eftir Schumann.

Kitezh-verkefninu var komið á fót árið 1992 til hjálpar munaðarlausum börnum í Rússlandi en þorpið er í nágrenni Moskvu. Þar búa nú börn á fósturheimilum ásamt kennurum, læknum, bændum, listamönnum og sálfræðingum en árlega heimsækja tugir manna þorpið og vinna þar sjálfboðastarf. Bakgrunnur þessara vanræktu barna er afar misjafn og oft eru þau fórnarlömb ofbeldis.

Verkefninu er ætlað að veita þeim skjól og tækifæri sem ekki bjóðast á hliðstæðum stofnunum þar í landi og hafa aðferðir hugsjónafólksins í Kitezh borið góðan árangur.

Upptökurnar voru gerðar í Moskvu og gaf listafólkið vinnu sína til þessa verðuga málefnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×