Árangur af íslenskri stefnufestu Einar K. Guðfinnsson skrifar 4. maí 2007 06:00 Sýnilegur árangur er nú að nást í baráttu okkar Íslendinga og annarra þjóða gegn ólöglegum sjóræningjaveiðum á Reykjaneshrygg. Þetta skiptir máli og er til marks um að þær margvíslegu og fjölþjóðlegu aðgerðir sem við Íslendingar höfum mjög knúið á um og tekið þátt í eru að bera árangur. Sú staðreynd að sex þessara skipa eru á leið til niðurrifs sýnir að útgerð þeirra gengur ekki lengur upp. Eigendur skipanna hafa í raun séð sitt óvænna og treysta sér ekki lengur til þess að halda þeim til veiða. Það eru ánægjuleg tíðindi og hljóta að teljast áfangasigur. Undanfarin ár höfum við haldið uppi eftirliti á Reykjaneshrygg. Í samvinnu við aðrar þjóðir Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) hefur mikið verið gert til þess að bægja ólöglegum skipum frá þessum veiðum. Sjóræningjastarfsemi þessara skipa, sem hafa stundað þarna ólöglegar veiðar hefur valdið okkur miklu tjóni. Það er alveg ljóst að karfastofninn þolir ekki það veiðiálag sem hefur verið undanfarin ár, meðal annars vegna veiða skipa sem þarna hafa ekki heimildir til veiða. Þetta eru skip sem gerð eru út undir hentifánum og hlíta engum reglum. Til viðbótar berst frá þeim afli inn á markaði, sem leiðir til undirboða og lækkar þar með tekjur íslenskra sjómanna og útgerða og þar með þjóðarbúsins í heild. Þetta er alvarlegt mál sem við höfum tekið föstum tökum. Með markvissum aðgerðum hafa veiðar þessara skipa verið gerðar dýrar og óhagkvæmar. Við höfum reynt að koma í veg fyrir að þau fái olíu, veiðarfæri, vistir eða aðra nauðsynlega þjónustu. Skipin hafa verið sett á svarta lista og nú í vetur voru samþykkt ný lög sem gefa okkur frekari tækifæri til þess að herða enn baráttu okkar. Þá hefur NEAFC sett nýjar reglur sem hafa nú gengið i gildi þar sem eftirlit í höfnum aðildarríkja Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar er aukið. Allt þetta er liður í baráttu okkar sem sjálfstæðrar þjóðar fyrir réttinum til auðlindanýtingar. Þeim rétti eigum við að fylgja fast eftir. Við sjáum af nýjum fréttum að slík barátta getur skilað árangri og því eigum við hvergi að hvika. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sýnilegur árangur er nú að nást í baráttu okkar Íslendinga og annarra þjóða gegn ólöglegum sjóræningjaveiðum á Reykjaneshrygg. Þetta skiptir máli og er til marks um að þær margvíslegu og fjölþjóðlegu aðgerðir sem við Íslendingar höfum mjög knúið á um og tekið þátt í eru að bera árangur. Sú staðreynd að sex þessara skipa eru á leið til niðurrifs sýnir að útgerð þeirra gengur ekki lengur upp. Eigendur skipanna hafa í raun séð sitt óvænna og treysta sér ekki lengur til þess að halda þeim til veiða. Það eru ánægjuleg tíðindi og hljóta að teljast áfangasigur. Undanfarin ár höfum við haldið uppi eftirliti á Reykjaneshrygg. Í samvinnu við aðrar þjóðir Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) hefur mikið verið gert til þess að bægja ólöglegum skipum frá þessum veiðum. Sjóræningjastarfsemi þessara skipa, sem hafa stundað þarna ólöglegar veiðar hefur valdið okkur miklu tjóni. Það er alveg ljóst að karfastofninn þolir ekki það veiðiálag sem hefur verið undanfarin ár, meðal annars vegna veiða skipa sem þarna hafa ekki heimildir til veiða. Þetta eru skip sem gerð eru út undir hentifánum og hlíta engum reglum. Til viðbótar berst frá þeim afli inn á markaði, sem leiðir til undirboða og lækkar þar með tekjur íslenskra sjómanna og útgerða og þar með þjóðarbúsins í heild. Þetta er alvarlegt mál sem við höfum tekið föstum tökum. Með markvissum aðgerðum hafa veiðar þessara skipa verið gerðar dýrar og óhagkvæmar. Við höfum reynt að koma í veg fyrir að þau fái olíu, veiðarfæri, vistir eða aðra nauðsynlega þjónustu. Skipin hafa verið sett á svarta lista og nú í vetur voru samþykkt ný lög sem gefa okkur frekari tækifæri til þess að herða enn baráttu okkar. Þá hefur NEAFC sett nýjar reglur sem hafa nú gengið i gildi þar sem eftirlit í höfnum aðildarríkja Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar er aukið. Allt þetta er liður í baráttu okkar sem sjálfstæðrar þjóðar fyrir réttinum til auðlindanýtingar. Þeim rétti eigum við að fylgja fast eftir. Við sjáum af nýjum fréttum að slík barátta getur skilað árangri og því eigum við hvergi að hvika. Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar