Flottar heimildarmyndir fyrir vestan 25. apríl 2007 09:00 Hálfdán Pedersen skipuleggur flotta heimildarmyndahátíð á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina. MYND/Anton „Við ætlum að frumsýna tæplega tuttugu nýjar íslenskar heimildarmyndir,“ segir Hálfdán Pedersen, einn skipuleggjenda heimildarmyndahátíðarinnar Skjaldborg "07 sem verður haldin í fallegu gömlu bíóhúsi á Patreksfirði um Hvítasunnuhelgina. „Meðal myndanna sem verða frumsýndar eru Syndir feðranna, myndin hans Bergsteins Björgúlfssonar um upptökuheimilið í Breiðuvík sem er búið að vera mikið í fréttum og Án titils: Sigur Rós á hljómleikaferðalagi sem er mjög lífleg og skemmtileg mynd um evróputúr hljómsveitarinnar,“ segir Hálfdán. Einnig verður frumsýnd myndin Hugleikir, fyrsta heimildarmynd Hugleiks Dagsonar myndasöguhöfunds með meiru, sem fjallar um hlutverkaleiki á borð við Dungeons and Dragons og allt sem fylgir þeim. Hátíðin á Patreksfirði er enn einn liður í hinum mikla uppgangi sem hefur verið á Vestfjörðum síðustu misseri, alveg álverslaust. Skemmst er að minnast hátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem laðaði að sér blaðamenn frá mörgum erlendum stórblöðum og fegurðarsamkeppninnar Óbeisluð fegurð sem vakti athygli langt út fyrir landsteinana. „Við erum með þessari hátíð að skapa vettvang fyrir heimildarmyndagerðarfólk til að sýna myndir sínar á sama tíma og við erum að drífa borgarfólkið út á land. Það verður margt fleira að gera þarna en að horfa á myndir. Það verður hægt að fara í siglingar, veiða þorsk og svo verður slegið upp allsherjar fiskigrillveislu og sveitaballi.“ segir Hálfdán. Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Við ætlum að frumsýna tæplega tuttugu nýjar íslenskar heimildarmyndir,“ segir Hálfdán Pedersen, einn skipuleggjenda heimildarmyndahátíðarinnar Skjaldborg "07 sem verður haldin í fallegu gömlu bíóhúsi á Patreksfirði um Hvítasunnuhelgina. „Meðal myndanna sem verða frumsýndar eru Syndir feðranna, myndin hans Bergsteins Björgúlfssonar um upptökuheimilið í Breiðuvík sem er búið að vera mikið í fréttum og Án titils: Sigur Rós á hljómleikaferðalagi sem er mjög lífleg og skemmtileg mynd um evróputúr hljómsveitarinnar,“ segir Hálfdán. Einnig verður frumsýnd myndin Hugleikir, fyrsta heimildarmynd Hugleiks Dagsonar myndasöguhöfunds með meiru, sem fjallar um hlutverkaleiki á borð við Dungeons and Dragons og allt sem fylgir þeim. Hátíðin á Patreksfirði er enn einn liður í hinum mikla uppgangi sem hefur verið á Vestfjörðum síðustu misseri, alveg álverslaust. Skemmst er að minnast hátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem laðaði að sér blaðamenn frá mörgum erlendum stórblöðum og fegurðarsamkeppninnar Óbeisluð fegurð sem vakti athygli langt út fyrir landsteinana. „Við erum með þessari hátíð að skapa vettvang fyrir heimildarmyndagerðarfólk til að sýna myndir sínar á sama tíma og við erum að drífa borgarfólkið út á land. Það verður margt fleira að gera þarna en að horfa á myndir. Það verður hægt að fara í siglingar, veiða þorsk og svo verður slegið upp allsherjar fiskigrillveislu og sveitaballi.“ segir Hálfdán.
Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira