Kings of Leon: Because of the Times - þrjár stjörnur 24. apríl 2007 09:00 Farið er í aðrar áttir en á fyrri plötum sveitarinnar. Stundum tekst þeim frábærlega en á öðrum stöðum er platan ekki upp á marga fiska. Kings of Leon hafa lengi heillað mig með kæruleysislegu Suðurríkjarokki sínu; einfalt, grípandi og skemmtilegt. Pottþétt blanda. Á þriðju plötu sinni eru Followill-bræðurnir og frændinn hins vegar töluvert alvarlegri. Greinilegt að nú ætla menn að gera „þroskaðri“ plötu. Týpískt viðfangsefni listamanna á annarri til þriðju plötu sinni. En Kings of Leon tekst hins vegar furðu vel upp. Kæruleysið er ekki algjörlega á bak og burt og birtist okkur helst í textunum sem halda áfram að vera jafn ferlega redneck-legir (Born / In West Virginia oh no / Married / To the preacher oh no / Why she‘s always looking at me). Lagasmíðarnar eru svo sannarlega meira fullorðins, ef þannig má að orði komast, en ég er ekki viss um að það henti Kings of Leon betur. Gítarpælingar sveitarinnar eru greinilega það sem sveitin hefur mest gælt við og oft á tíðum ganga þær fullkomlega upp og endurspeglast í algjörum háklassalögum á borð við Charmer, McFearless, True Love Way og On Call. Á öðrum stöðum virkar sveitin hálfklisjukennd og ræður greinilega ekki við verkefnið. Seinni hluti plötunnar er þannig sérstaklega óeftirminnilegur og rennur á tímum saman í gallsúran rúgbrauðsgraut. Tvö síðustu lögin, Camaro og Arizona (fíla líka þessi lagaheiti. Kings of Leon er ein af fáum hljómsveitum sem kemst upp með þetta án þess að vera hallærisleg), eru til bjargar. Spilamennskan heldur líka áfram að vera til fyrirmyndar og sem fyrr er söngurinn algjörlega framúrskarandi. Platan gefur aukna vídd í hljóðheim Kings of Leon og sannar kannski best að þessir piltar eru öngvir aukvisar. Eins og fyrr verður því gaman að fylgjast með næstu skrefum hljómsveitarinnar. Mæli reyndar að lokum með tónleikum sveitarinnar sem eru einkar þéttir. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Kings of Leon hafa lengi heillað mig með kæruleysislegu Suðurríkjarokki sínu; einfalt, grípandi og skemmtilegt. Pottþétt blanda. Á þriðju plötu sinni eru Followill-bræðurnir og frændinn hins vegar töluvert alvarlegri. Greinilegt að nú ætla menn að gera „þroskaðri“ plötu. Týpískt viðfangsefni listamanna á annarri til þriðju plötu sinni. En Kings of Leon tekst hins vegar furðu vel upp. Kæruleysið er ekki algjörlega á bak og burt og birtist okkur helst í textunum sem halda áfram að vera jafn ferlega redneck-legir (Born / In West Virginia oh no / Married / To the preacher oh no / Why she‘s always looking at me). Lagasmíðarnar eru svo sannarlega meira fullorðins, ef þannig má að orði komast, en ég er ekki viss um að það henti Kings of Leon betur. Gítarpælingar sveitarinnar eru greinilega það sem sveitin hefur mest gælt við og oft á tíðum ganga þær fullkomlega upp og endurspeglast í algjörum háklassalögum á borð við Charmer, McFearless, True Love Way og On Call. Á öðrum stöðum virkar sveitin hálfklisjukennd og ræður greinilega ekki við verkefnið. Seinni hluti plötunnar er þannig sérstaklega óeftirminnilegur og rennur á tímum saman í gallsúran rúgbrauðsgraut. Tvö síðustu lögin, Camaro og Arizona (fíla líka þessi lagaheiti. Kings of Leon er ein af fáum hljómsveitum sem kemst upp með þetta án þess að vera hallærisleg), eru til bjargar. Spilamennskan heldur líka áfram að vera til fyrirmyndar og sem fyrr er söngurinn algjörlega framúrskarandi. Platan gefur aukna vídd í hljóðheim Kings of Leon og sannar kannski best að þessir piltar eru öngvir aukvisar. Eins og fyrr verður því gaman að fylgjast með næstu skrefum hljómsveitarinnar. Mæli reyndar að lokum með tónleikum sveitarinnar sem eru einkar þéttir. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira