Skandinavíska fyrirmyndin Jón Sigurðsson skrifar 24. apríl 2007 05:30 Stjórnarandstæðingar tala mikið um „skandinavísku fyrirmyndina“. Víst er um það að Íslendingar telja samfélög Norðurlandaþjóðanna að flestu leyti til fyrirmyndar um velmegun, jöfnuð, menningu og almenna hagsæld. Það er aftur á móti ekki þar með sagt að Íslendingar telji skandinavísk samfélög að öllu leyti til eftirbreytni, og má nefna ýmis atriði í því sambandi. Danir og Svíar bera þyngstu skattbyrði allra þjóða. Persónulegir skattar í Danmörku geta náð upp í 59% og Svíar eru heimsmeistarar – með öfugu forteikni – með skatta sem geta náð upp í 60%. Skattar á atvinnurekstur eru líka miklu hærri í þessum löndum en á Íslandi á síðustu árum. Ríkisstjórn Íslands hefur einmitt náð glæsilegum árangri með miklum lækkunum á skattbyrðum atvinnulífsins um leið og tekjur ríkissjóðs af sköttum atvinnufyrirtækja hafa hækkað og aukist geysilega. Sama máli gegnir um fjármagnstekjuskatt í Skandinavíu, að hann er miklu hærri en á Íslandi. Á því leikur ekki vafi að ef sú stefna stjórnarandstæðinga nær fram að ganga að laga Ísland eftir þessum skandinavísku fyrirmyndum, þá mun það valda miklu uppnámi í viðskiptalífinu og hrekja bæði fyrirtæki og hátekjufólk úr landi. Þetta er sjálfsagt það sem vakir m.a. fyrir Ögmundi Jónassyni alþingismanni þegar hann sagði að það væri mikilvægara að halda „jöfnuði“ hér heldur en að halda fjármálafyrirtækjunum á Íslandi. Hann vill jafna niður á við í samfélagi með afturför og tekjuminnkun, í stað þess að halda áfram að byggja á þeim glæsilega árangri sem stefna ríkisstjórnarinnar hefur náð. Stjórnarandstæðingar virðast þannig vilja stefna að þeirri öfugsnúnu „útrás“ sem að hluta hefur einkennt skandinavísku löndin. Fleiri atriði má nefna sem Íslendingar munu varla sækjast eftir úr hinni skandinavísku fyrirmynd. Má þar nefna ýmsar reglur sem vinna gegn sveigjanleika á vinnumarkaði og valda því m.a. að atvinnuleysi hefur verið landlægt þar, eða um þrisvar sinnum meira en Íslendingar hafa vanist síðan framsóknarmenn komust til valda hér á landi fyrir tólf árum. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Stjórnarandstæðingar tala mikið um „skandinavísku fyrirmyndina“. Víst er um það að Íslendingar telja samfélög Norðurlandaþjóðanna að flestu leyti til fyrirmyndar um velmegun, jöfnuð, menningu og almenna hagsæld. Það er aftur á móti ekki þar með sagt að Íslendingar telji skandinavísk samfélög að öllu leyti til eftirbreytni, og má nefna ýmis atriði í því sambandi. Danir og Svíar bera þyngstu skattbyrði allra þjóða. Persónulegir skattar í Danmörku geta náð upp í 59% og Svíar eru heimsmeistarar – með öfugu forteikni – með skatta sem geta náð upp í 60%. Skattar á atvinnurekstur eru líka miklu hærri í þessum löndum en á Íslandi á síðustu árum. Ríkisstjórn Íslands hefur einmitt náð glæsilegum árangri með miklum lækkunum á skattbyrðum atvinnulífsins um leið og tekjur ríkissjóðs af sköttum atvinnufyrirtækja hafa hækkað og aukist geysilega. Sama máli gegnir um fjármagnstekjuskatt í Skandinavíu, að hann er miklu hærri en á Íslandi. Á því leikur ekki vafi að ef sú stefna stjórnarandstæðinga nær fram að ganga að laga Ísland eftir þessum skandinavísku fyrirmyndum, þá mun það valda miklu uppnámi í viðskiptalífinu og hrekja bæði fyrirtæki og hátekjufólk úr landi. Þetta er sjálfsagt það sem vakir m.a. fyrir Ögmundi Jónassyni alþingismanni þegar hann sagði að það væri mikilvægara að halda „jöfnuði“ hér heldur en að halda fjármálafyrirtækjunum á Íslandi. Hann vill jafna niður á við í samfélagi með afturför og tekjuminnkun, í stað þess að halda áfram að byggja á þeim glæsilega árangri sem stefna ríkisstjórnarinnar hefur náð. Stjórnarandstæðingar virðast þannig vilja stefna að þeirri öfugsnúnu „útrás“ sem að hluta hefur einkennt skandinavísku löndin. Fleiri atriði má nefna sem Íslendingar munu varla sækjast eftir úr hinni skandinavísku fyrirmynd. Má þar nefna ýmsar reglur sem vinna gegn sveigjanleika á vinnumarkaði og valda því m.a. að atvinnuleysi hefur verið landlægt þar, eða um þrisvar sinnum meira en Íslendingar hafa vanist síðan framsóknarmenn komust til valda hér á landi fyrir tólf árum. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun