Vilhjálmur prins huggar Kate 23. apríl 2007 10:00 Kate Middleton, fyrrverandi unnusta Vilhjálms Bretaprins, hefur mátt þola erfiða viku eftir að þau Vilhjálmur slitu samvistum. Stuðningur almennings hefur hjálpað henni síðustu daga. MYND/GettyImages Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton, fyrrverandi kærasta hans, hafa verið í stöðugu símasambandi síðan upp úr sambandi þeirra slitnaði á dögunum. Vilhjálmur hefur huggað Kate eftir árásir í bresku pressunni. Vika er nú liðin síðan tilkynnt var um sambandsslit Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Breskir fjölmiðlar hafa verið undirlagðir af fréttum um þau skötuhjúin. Til að mynda hafa nokkur dagblöð birt leiðinlegan rógburð um fjölskyldu Kate og hefur það lagst þungt á hana. Af þessum sökum hefur Vilhjálmur verið í stöðugu símasambandi við fyrrverandi unnustu sína. Hann dvelst nú á herstöð í Dorset þar sem hann er í þjálfun.Vilhjálmur Bretaprins.„Þau eru enn mjög náin. Sumt af því sem sagt hefur verið um móður Kate hefur verið mjög særandi og langt yfir strikið. Vilhjálmur hefur hringt nokkrum sinnum í Kate og hún í hann. Hann segist styðja hana fullkomlega, hann er viss um að sumt af því sem skrifað hefur verið er algjör vitleysa. Skrifin hafa sært Kate og Vilhjálmur er heldur ekki sáttur,“ segir heimildarmaður The Sun innan konungsfjölskyldunnar. „Þau eru kannski hætt saman en þau hafa verið náin svo lengi að þau munu ekkert hætta að tala saman,“ segir heimildarmaðurinn enn fremur. Kate hafa borist hundruð bréfa með stuðningsyfirlýsingum frá almenningi. Vinir hennar segja að þessi stuðningur hafi hjálpað henni mikið, svo mikið að hún lét sig hafa það að skella sér út á lífið með vinkonum sínum á föstudagskvöld. „Þessi viðbrögð almennings hafa sannarlega hjálpað. Það hefði verið auðvelt fyrir hana að fara til útlanda til að losna undan álaginu en stuðningurinn sannfærði hana um að vera kyrr,“ sagði vinkona Kate Middleton. Kóngafólk Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton, fyrrverandi kærasta hans, hafa verið í stöðugu símasambandi síðan upp úr sambandi þeirra slitnaði á dögunum. Vilhjálmur hefur huggað Kate eftir árásir í bresku pressunni. Vika er nú liðin síðan tilkynnt var um sambandsslit Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Breskir fjölmiðlar hafa verið undirlagðir af fréttum um þau skötuhjúin. Til að mynda hafa nokkur dagblöð birt leiðinlegan rógburð um fjölskyldu Kate og hefur það lagst þungt á hana. Af þessum sökum hefur Vilhjálmur verið í stöðugu símasambandi við fyrrverandi unnustu sína. Hann dvelst nú á herstöð í Dorset þar sem hann er í þjálfun.Vilhjálmur Bretaprins.„Þau eru enn mjög náin. Sumt af því sem sagt hefur verið um móður Kate hefur verið mjög særandi og langt yfir strikið. Vilhjálmur hefur hringt nokkrum sinnum í Kate og hún í hann. Hann segist styðja hana fullkomlega, hann er viss um að sumt af því sem skrifað hefur verið er algjör vitleysa. Skrifin hafa sært Kate og Vilhjálmur er heldur ekki sáttur,“ segir heimildarmaður The Sun innan konungsfjölskyldunnar. „Þau eru kannski hætt saman en þau hafa verið náin svo lengi að þau munu ekkert hætta að tala saman,“ segir heimildarmaðurinn enn fremur. Kate hafa borist hundruð bréfa með stuðningsyfirlýsingum frá almenningi. Vinir hennar segja að þessi stuðningur hafi hjálpað henni mikið, svo mikið að hún lét sig hafa það að skella sér út á lífið með vinkonum sínum á föstudagskvöld. „Þessi viðbrögð almennings hafa sannarlega hjálpað. Það hefði verið auðvelt fyrir hana að fara til útlanda til að losna undan álaginu en stuðningurinn sannfærði hana um að vera kyrr,“ sagði vinkona Kate Middleton.
Kóngafólk Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira