Aldrei fór ég suður á allra vörum 19. apríl 2007 09:00 Óttar Proppé í stuði Dr. Spock var hress að vanda á Aldrei fór ég suður. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður sem fram fór á Ísafirði um páskahelgina hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana. „Það voru tíu eða ellefu erlendir blaðamenn hér á hátíðinni. Breskir, bandarískir, þýskir og einhverjir frá Skandinavíu líka,“ segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, einn aðalskipuleggjandi hátíðarinnar. „Þeir tóku fullt af viðtölum við tónlistarfólkið sem var að spila hérna. Við erum ekkert að borga listafólkinu þannig að það er mjög fínt að það sé smá tækifæri að spila hér.“ Koma blaðamannanna er þegar farin að skila sér. Veftímaritið Drowned in Sound, sem er eitt mest skoðaða tónlistartímaritið á netinu, fjallaði ítarlega um hátíðina í gær. Sérstaklega er blaðamaður hrifinn af Esju, nýstofnaðri hljómsveit Daníels Ágústs og Krumma úr Mínus, og ofurhljómsveitinni Dr. Spock með Óttarr Proppé fremstan í flokki. Auk þess talar hann fallega um Pétur Ben, Lay Low, Ampop og fleiri. Aðrir blaðamenn sem komu voru meðal annars frá bresku blöðunum The Guardian og The Times og Musik Woche sem er eitt stærsta bransablaðið í Þýskalandi. Mugison Vill hafa hátíðina litla og heimilislega. „Mér fannst reyndar skrýtið að hafa þessa blaðamenn þarna því hugmyndin á bak við hátíðina var alltaf að hafa hana litla og heimilislega,“ segir Mugison. „Þetta rétt slapp núna, þeir voru nógu fáir til að falla inn í hópinn.“ Blaðamaður Drowned in Sound er sammála Mugison og talaði sérstaklega um það að nálægðin við listafólkið, aldursbreidd áhorfendahópsins og vestfirsku böndin væru stór hluti af því sem gerði hátíðina svona frábæra. Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður sem fram fór á Ísafirði um páskahelgina hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana. „Það voru tíu eða ellefu erlendir blaðamenn hér á hátíðinni. Breskir, bandarískir, þýskir og einhverjir frá Skandinavíu líka,“ segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, einn aðalskipuleggjandi hátíðarinnar. „Þeir tóku fullt af viðtölum við tónlistarfólkið sem var að spila hérna. Við erum ekkert að borga listafólkinu þannig að það er mjög fínt að það sé smá tækifæri að spila hér.“ Koma blaðamannanna er þegar farin að skila sér. Veftímaritið Drowned in Sound, sem er eitt mest skoðaða tónlistartímaritið á netinu, fjallaði ítarlega um hátíðina í gær. Sérstaklega er blaðamaður hrifinn af Esju, nýstofnaðri hljómsveit Daníels Ágústs og Krumma úr Mínus, og ofurhljómsveitinni Dr. Spock með Óttarr Proppé fremstan í flokki. Auk þess talar hann fallega um Pétur Ben, Lay Low, Ampop og fleiri. Aðrir blaðamenn sem komu voru meðal annars frá bresku blöðunum The Guardian og The Times og Musik Woche sem er eitt stærsta bransablaðið í Þýskalandi. Mugison Vill hafa hátíðina litla og heimilislega. „Mér fannst reyndar skrýtið að hafa þessa blaðamenn þarna því hugmyndin á bak við hátíðina var alltaf að hafa hana litla og heimilislega,“ segir Mugison. „Þetta rétt slapp núna, þeir voru nógu fáir til að falla inn í hópinn.“ Blaðamaður Drowned in Sound er sammála Mugison og talaði sérstaklega um það að nálægðin við listafólkið, aldursbreidd áhorfendahópsins og vestfirsku böndin væru stór hluti af því sem gerði hátíðina svona frábæra.
Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira