Sígauni með sinfóníunni 19. apríl 2007 14:30 Gæfa að fá að vaxa með sinfóníunni. Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari glímir við sígauna og bullandi rómantík á tónleikunum á morgun. MYND/Valli Guðný Guðmundsdóttir hefur verið konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í rúm þrjátíu ár. Sjálf segist hún ekki hafa tölu á þeim tónleikum þar sem hún hefur leikið einleik með sveitinni enda er hún ekkert upptekin af því að telja. Guðný leikur einleik í tveimur verkum á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar á morgun og endurnýjar þar kynni af gömlum kunningjum. „Þetta eru hvorutveggja verk sem mér eru afar kær og hafa fylgt mér lengi,“ segir Guðný og útskýrir að verkin séu miklar andstæður og krefjist mjög ólíkra túlkana. Hið fyrra er Rómansa eftir tékkneska tónskáldið Dvorák, afar rómantískt eins og nafnið ber með sér. „Það verk er skrifað fyrir einleiksfiðlu og hljómsveit, afar ljúft og lagrænt en heilmikið drama og alvarleiki í bland,“ segir Guðný og áréttar að þar fái hljómsveitin einnig að njóta sín vel. Hið síðara er virtúósastykki úr smiðju Maurice Ravel, verk sem flestir fiðleikarar vilja glíma við og kennt er við sígaunann. „Við vitum að sígaunar eru fantafiðlarar og það er mikil hefð í þeirra tónlist. Ravel átti það til að bregða sér í allra kvikinda líki, hann kom fyrir negrasálmum í sinfóníunum sínum og blús í fiðlusónötu. Þarna fer hann á kostum og skrifar verk líkt og fyrir sígauna. Þetta er þó ekki bara skemmtun og fjör heldur er líka að finna sorgleg blæbrigði í verkinu.“ Verkið er hratt og fjörugt undir lokin og reynir mjög á einleikarann sem þarf að munda boga sinn á ýmsa vegu sem ekki er algengt í öðrum verkum. Guðný skellir góðlátlega upp úr þegar talið berst að þeim fjölda tónleika Sinfóníunnar þar sem hún hefur leikið einleikshlutverkin. „Ég einbeiti mér að núinu og er ekkert að telja,“ segir hún og kímir. Hún tekur fram að sér finnist það mikil gæfa að fá að hafa verið samferða sveitinni sem hefur vaxið og dafnað svo mjög. „Ég get ekki annað sagt. Það hafa auðvitað orðið miklar breytingar á hljómsveitinni frá því að ég hóf störf. Hún var nú alls ekki alslæm þegar ég byrjaði en hún hefur vaxið mikið og eiginlega sífellt meira með hverju árinu,“ segir hún að lokum. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30 annað kvöld. Á efnisskránni eru auk þess forleikur eftir Rossini og íslenskur frumflutningur á fyrstu sinfóníu Rakhmanínovs. Stjórnandi á tónleikunum er hinn marglofaði Owain Arwell Hughes. Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Guðný Guðmundsdóttir hefur verið konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í rúm þrjátíu ár. Sjálf segist hún ekki hafa tölu á þeim tónleikum þar sem hún hefur leikið einleik með sveitinni enda er hún ekkert upptekin af því að telja. Guðný leikur einleik í tveimur verkum á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar á morgun og endurnýjar þar kynni af gömlum kunningjum. „Þetta eru hvorutveggja verk sem mér eru afar kær og hafa fylgt mér lengi,“ segir Guðný og útskýrir að verkin séu miklar andstæður og krefjist mjög ólíkra túlkana. Hið fyrra er Rómansa eftir tékkneska tónskáldið Dvorák, afar rómantískt eins og nafnið ber með sér. „Það verk er skrifað fyrir einleiksfiðlu og hljómsveit, afar ljúft og lagrænt en heilmikið drama og alvarleiki í bland,“ segir Guðný og áréttar að þar fái hljómsveitin einnig að njóta sín vel. Hið síðara er virtúósastykki úr smiðju Maurice Ravel, verk sem flestir fiðleikarar vilja glíma við og kennt er við sígaunann. „Við vitum að sígaunar eru fantafiðlarar og það er mikil hefð í þeirra tónlist. Ravel átti það til að bregða sér í allra kvikinda líki, hann kom fyrir negrasálmum í sinfóníunum sínum og blús í fiðlusónötu. Þarna fer hann á kostum og skrifar verk líkt og fyrir sígauna. Þetta er þó ekki bara skemmtun og fjör heldur er líka að finna sorgleg blæbrigði í verkinu.“ Verkið er hratt og fjörugt undir lokin og reynir mjög á einleikarann sem þarf að munda boga sinn á ýmsa vegu sem ekki er algengt í öðrum verkum. Guðný skellir góðlátlega upp úr þegar talið berst að þeim fjölda tónleika Sinfóníunnar þar sem hún hefur leikið einleikshlutverkin. „Ég einbeiti mér að núinu og er ekkert að telja,“ segir hún og kímir. Hún tekur fram að sér finnist það mikil gæfa að fá að hafa verið samferða sveitinni sem hefur vaxið og dafnað svo mjög. „Ég get ekki annað sagt. Það hafa auðvitað orðið miklar breytingar á hljómsveitinni frá því að ég hóf störf. Hún var nú alls ekki alslæm þegar ég byrjaði en hún hefur vaxið mikið og eiginlega sífellt meira með hverju árinu,“ segir hún að lokum. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30 annað kvöld. Á efnisskránni eru auk þess forleikur eftir Rossini og íslenskur frumflutningur á fyrstu sinfóníu Rakhmanínovs. Stjórnandi á tónleikunum er hinn marglofaði Owain Arwell Hughes.
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira