The Stooges: The Weirdness - þrjár stjörnur 16. apríl 2007 08:15 Þó að platan standi gömlu meistaraverkunum langt að baki er á henni nóg af tilþrifum til að gleðja gamla aðdáendur. Detroit-sveitin The Stooges kom saman aftur fyrir fjórum árum og hefur verið að spila saman síðan, meðal annars í Hafnarhúsinu í fyrra. Þrír af upprunalegu meðlimunum, Iggy Pop og bræðurnir Ron og Scott Asheton, eru í bandinu í dag. Iggy syngur, Ron spilar á gítar og Scott á trommur, en fyrrum Minutemen-bassaleikarinn Mike Watt er kominn í stað þess fjórða, Dave Alexander sem lést árið 1975. Auk þess spilar saxófónleikarinn Steve Mackay á nýju plötunni, en hann vakti mikla athygli fyrir sinn hlut á Funhouse á sínum tíma. Fyrstu þrjár Stooges-plöturnar, The Stooges (1969), Funhouse (1970) og Raw Power (1973), eru allar á meðal merkustu verka rokksögunnar og hafa haft mikil áhrif á þær kynslóðir rokktónlistarmanna sem hafa komið fram síðan þær komu út. Það átti enginn von á því að The Weirdness yrði jafn mögnuð og fyrri plöturnar og það er hún sannarlega ekki. Í fyrsta lagi hafa þrjár fyrstu plöturnar hver sín sérkenni á meðan The Weirdness reynir bara að endurskapa hljóm fortíðarinnar. Í öðru lagi eru lagasmíðarnar ekki jafn sterkar og í þriðja lagi hafa textarnir ekki sama vægi. Þrátt fyrir þetta er The Weirdness ekkert slæm plata. Það er enn gaman að Stooges-sándinu og þó að tilþrif bræðranna Ron og Scott hljómi ekki jafn byltingarkennd í dag og fyrir tæpum fjörutíu árum er samt gaman að hlusta á þau ennþá. Steve Albini stjórnar upptökunum og hljómurinn er þar af leiðandi fínn, trommusándið er til dæmis frábært. Ef það er hægt að tala um einhverja breytingu á tónlistinni þá má kannski segja að það sé aðeins minni sýra í þessum nýju Stooges lögum og aðeins meiri blús. The Weirdness gleður gamla Stooges-hunda, en aðrir ættu frekar að snúa sé að gömlu meistaraverkunum. Trausti Júlíusson Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Detroit-sveitin The Stooges kom saman aftur fyrir fjórum árum og hefur verið að spila saman síðan, meðal annars í Hafnarhúsinu í fyrra. Þrír af upprunalegu meðlimunum, Iggy Pop og bræðurnir Ron og Scott Asheton, eru í bandinu í dag. Iggy syngur, Ron spilar á gítar og Scott á trommur, en fyrrum Minutemen-bassaleikarinn Mike Watt er kominn í stað þess fjórða, Dave Alexander sem lést árið 1975. Auk þess spilar saxófónleikarinn Steve Mackay á nýju plötunni, en hann vakti mikla athygli fyrir sinn hlut á Funhouse á sínum tíma. Fyrstu þrjár Stooges-plöturnar, The Stooges (1969), Funhouse (1970) og Raw Power (1973), eru allar á meðal merkustu verka rokksögunnar og hafa haft mikil áhrif á þær kynslóðir rokktónlistarmanna sem hafa komið fram síðan þær komu út. Það átti enginn von á því að The Weirdness yrði jafn mögnuð og fyrri plöturnar og það er hún sannarlega ekki. Í fyrsta lagi hafa þrjár fyrstu plöturnar hver sín sérkenni á meðan The Weirdness reynir bara að endurskapa hljóm fortíðarinnar. Í öðru lagi eru lagasmíðarnar ekki jafn sterkar og í þriðja lagi hafa textarnir ekki sama vægi. Þrátt fyrir þetta er The Weirdness ekkert slæm plata. Það er enn gaman að Stooges-sándinu og þó að tilþrif bræðranna Ron og Scott hljómi ekki jafn byltingarkennd í dag og fyrir tæpum fjörutíu árum er samt gaman að hlusta á þau ennþá. Steve Albini stjórnar upptökunum og hljómurinn er þar af leiðandi fínn, trommusándið er til dæmis frábært. Ef það er hægt að tala um einhverja breytingu á tónlistinni þá má kannski segja að það sé aðeins minni sýra í þessum nýju Stooges lögum og aðeins meiri blús. The Weirdness gleður gamla Stooges-hunda, en aðrir ættu frekar að snúa sé að gömlu meistaraverkunum. Trausti Júlíusson
Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira