Í ljósum kertanna 2. apríl 2007 08:30 Hörður Torfason Heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kvöld. MYND/Páll Bergmann Árlegir kertaljósatónleikar söngvaskáldsins Harðar Torfasonar fara fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Tónleikar þessir njóta jafnan gífurlegra vinsælda enda hefur tónlistarmaðurinn fjölhæfi fest sig í sessi sem einn dáðustu listamanna þjóðarinnar. Sem fyrr mun Hörður leika nýtt efni í bland við gamlar perlur auk þess að segja sögur úr veröldinni eins og honum er einum lagið. Hörður segist ekki hafa tölu á sínum kertaljósatónleikum og segist halda að hann hafi nú staðið fyrir þeim í um þrjá áratugi. „Oft notar maður þetta tækifæri til þess að kynna nýtt efni og spila svo gömlu lögin. Fólk er óhrætt við að hringja í mig og senda mér skeyti með óskalögunum sínum,“ segir Hörður og bendir á að hann hafi einnig tekið við slíkum óskum úr salnum ef svo ber undir. Hörður er að leggja lokahönd á plötu sem ber titilinn Jarðarsaga og tilheyrir verkefni sem hann kennir við Vitann. „Það er ævintýri sem ég hef verið að skrifa í nokkra áratugi. Ég hef þegar gefið út tvær plötur í þessu safni, Loftsögu og Eldsögu, en þetta verða fimm plötur í allt.“ Aðdraganda þessa verks rekur Hörður til þess að fólk var sífellt að biðja hann um að skrá ævisögu sína. „Ég hafði takmarkaðan áhuga á því þá. Ég var upptekinn í minni vinnu. Sá tilgangur sem ég lagði upp með þegar ég sagði skilið við atvinnuleikhúsið í kringum árið 1972 var að fela mig ekki á bak við eitthvað hlutverk. Ég fór að láta lífið skrifa hlutverkið fyrir mig. Þetta verk spinnst í kringum þetta lífsfar mitt og byggir á því, það er ungur maður sem fer í gegnum lífið og tjáir sig í gegnum söngva.“ Einnig er von á bókstaflegri ævisögu Harðar og vinnur rithöfundurinn og útvarpsmaðurinn Ævar Þór Jósepsson að skráningu hennar. Bæði þessi verk eru væntanleg með haustinu. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Árlegir kertaljósatónleikar söngvaskáldsins Harðar Torfasonar fara fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Tónleikar þessir njóta jafnan gífurlegra vinsælda enda hefur tónlistarmaðurinn fjölhæfi fest sig í sessi sem einn dáðustu listamanna þjóðarinnar. Sem fyrr mun Hörður leika nýtt efni í bland við gamlar perlur auk þess að segja sögur úr veröldinni eins og honum er einum lagið. Hörður segist ekki hafa tölu á sínum kertaljósatónleikum og segist halda að hann hafi nú staðið fyrir þeim í um þrjá áratugi. „Oft notar maður þetta tækifæri til þess að kynna nýtt efni og spila svo gömlu lögin. Fólk er óhrætt við að hringja í mig og senda mér skeyti með óskalögunum sínum,“ segir Hörður og bendir á að hann hafi einnig tekið við slíkum óskum úr salnum ef svo ber undir. Hörður er að leggja lokahönd á plötu sem ber titilinn Jarðarsaga og tilheyrir verkefni sem hann kennir við Vitann. „Það er ævintýri sem ég hef verið að skrifa í nokkra áratugi. Ég hef þegar gefið út tvær plötur í þessu safni, Loftsögu og Eldsögu, en þetta verða fimm plötur í allt.“ Aðdraganda þessa verks rekur Hörður til þess að fólk var sífellt að biðja hann um að skrá ævisögu sína. „Ég hafði takmarkaðan áhuga á því þá. Ég var upptekinn í minni vinnu. Sá tilgangur sem ég lagði upp með þegar ég sagði skilið við atvinnuleikhúsið í kringum árið 1972 var að fela mig ekki á bak við eitthvað hlutverk. Ég fór að láta lífið skrifa hlutverkið fyrir mig. Þetta verk spinnst í kringum þetta lífsfar mitt og byggir á því, það er ungur maður sem fer í gegnum lífið og tjáir sig í gegnum söngva.“ Einnig er von á bókstaflegri ævisögu Harðar og vinnur rithöfundurinn og útvarpsmaðurinn Ævar Þór Jósepsson að skráningu hennar. Bæði þessi verk eru væntanleg með haustinu. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira